Brynjar ræddi við Gaupa: Þetta var gríðarlega erfiður dagur í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2020 15:00 Brynjar Þór Björnsson í viðtalinu við Guðjón Guðmundsson. Mynd/S2 Sport Brynjar Þór Björnsson verður ekki með KR-ingum í kvöld í stórleiknum á móti Stjörnunni í Dominos´s deild karla í körfubolta. Guðjón Guðmundsson hitti Brynjar í dag og heyrði hans hlið á því af hverju hann hefur afboðað komu sína í leikinn. Brynjar Þór Björnsson gefur ekki kost á sér í leikinn í DHL-höllinni í kvöld vegna Kórónuveirunnar. Hann vill að íþróttahreyfingin hugsi sinn gang. „Að mínu mati er þessi leikur frekar lítill hluti af stóra samhenginu. Þetta er samt risastór leikur fyrir bæði lið. Stjarnan getur farið langt með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og við erum í harðri baráttu um þriðja sætið. Mér finnst ekki skynsamlegt að það sé leikur að fara fram, þar sem munu vonandi koma þúsund manns, í ljósi frétta um veiruna síðustu daga, “ sagði Brynjar Þór Björnsson „Það hefur komið í ljós að veiran er að dreifa sér ansi hratt og það er mikið um hópsmit, sérstaklega hjá þessum tveimur hópum sem eru að greinast hér á Íslandi. Það eru bæði hópsmit og hvað getur gerst á svona velli eins og í kvöld, “ sagði Brynjar. Brynjar Þór Björnsson í leik með KR í DHL-höllinni þangað sem hann vill ekki mæta í kvöld.Vísir/Bára Brynjar bendir réttilega á það að stórir íþróttaviðburðir eru fram undan hér á Íslandi um helgina. „Auðvitað er ég að hvetja íþróttahreyfinguna til að taka afstöðu gagnvart svona stórum mótum eins og Nettómótinu sem fer fram um helgina og bikarhelginni í Laugardalshöllinni. Þarna eru tveir stórir viðburðir þar sem eru að fara að mæta hátt í tíu þúsund manns. Þrjú þúsund manns á Nettómótið, þúsund börn og tvö þúsund fullorðnir, og sjö þúsund manns í Höllina að styðja sín lið. Ég tel það ábyrgt að vekja athygli á þessari umræðu því þetta er eitthvað sem þarf að ræða,“ sagði Brynjar og heldur áfram: „Hvenær ætlum við að gera það? Ætlum við að gera það þegar smitin eru orðin mun fleiri og ætlum við þá að bregðast við eftir á þegar hægt er að bregðast við fyrr en seinna,“ sagði Brynjar sem hefði auðvitað viljað spila með félögum sínum í kvöld. „Já, auðvitað. Þetta var gríðarlega erfiður dagur í gær. Fyrst og fremst líður manni eins og maður sé að bregðast liðsfélögunum. Maður vill mæta í alla leiki og ég hef gert það veikur og haltur og allt það. Maður reynir að hugsa um þetta í stóra samhenginu,“ sagði Brynjar. „Auðvitað vil ég spila. Ég er keppnismaður og mér finnst gaman að keppa og þá sérstaklega í svona stórum leikjum eins og í kvöld,“ sagði Brynjar sem fékk mikil viðbrögð í gær. Vísir/Bára „Formaður Körfuknattleiksdeildar KR, Böðvar Guðjónsson, var ekki par sáttur með þetta en að sama skapi fékk ég gríðarlega jákvæð viðbrögð frá stuðningsmönnum, foreldrum og fólki í kringum hreyfinguna að þetta hafi verið rétt. Ég trúi ekki öðru en að stjórnvöld eða hreyfingin fari að stiga fram og taka ákvörðun í þessu máli,“ sagði Brynjar sem vill vekja fólk til umhugsunar. „Við erum að glíma við gríðarlega hættulegan smitsjúkdóm og prósenturnar sýna það að þetta er alvarlegur sjúkdómur. Mislingar eru eins og maður segir „peanuts“ miðað við þetta, fyrir bólusetningar. Dánartíðnin gerir það að verkum að maður er smeykur við þetta. Fólk verður þá að hugsa málið, skoða tölurnar og taka upplýsta ákvörðun um hvort það vilji vera í margmenni. Auðvitað er gott að stinga stundum höfðinu í sandinn og láta bara yfirvöld sjá um ákvörðunina fyrir sig. Það er það sem flestir gera,“ sagði Brynjar en það má hofa á allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi ræddi við Brynjar Þór Björnsson Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00 Formaður Kkd. KR er ekki sáttur og finnst Brynjar hafa hlaupið á sig Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR. 5. mars 2020 13:00 Brynjar Þór stendur fast á sínu og hefur áhyggjur af krakkamótum um helgina Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson heldur áfram að tjá sig um smithættu vegna Kórónuveirunnar á fésbókarsíðu sinni eftir að hafa í gær afboðað sig í stórleik KR og Stjörnunnar í kvöld. 6. mars 2020 11:15 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson verður ekki með KR-ingum í kvöld í stórleiknum á móti Stjörnunni í Dominos´s deild karla í körfubolta. Guðjón Guðmundsson hitti Brynjar í dag og heyrði hans hlið á því af hverju hann hefur afboðað komu sína í leikinn. Brynjar Þór Björnsson gefur ekki kost á sér í leikinn í DHL-höllinni í kvöld vegna Kórónuveirunnar. Hann vill að íþróttahreyfingin hugsi sinn gang. „Að mínu mati er þessi leikur frekar lítill hluti af stóra samhenginu. Þetta er samt risastór leikur fyrir bæði lið. Stjarnan getur farið langt með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og við erum í harðri baráttu um þriðja sætið. Mér finnst ekki skynsamlegt að það sé leikur að fara fram, þar sem munu vonandi koma þúsund manns, í ljósi frétta um veiruna síðustu daga, “ sagði Brynjar Þór Björnsson „Það hefur komið í ljós að veiran er að dreifa sér ansi hratt og það er mikið um hópsmit, sérstaklega hjá þessum tveimur hópum sem eru að greinast hér á Íslandi. Það eru bæði hópsmit og hvað getur gerst á svona velli eins og í kvöld, “ sagði Brynjar. Brynjar Þór Björnsson í leik með KR í DHL-höllinni þangað sem hann vill ekki mæta í kvöld.Vísir/Bára Brynjar bendir réttilega á það að stórir íþróttaviðburðir eru fram undan hér á Íslandi um helgina. „Auðvitað er ég að hvetja íþróttahreyfinguna til að taka afstöðu gagnvart svona stórum mótum eins og Nettómótinu sem fer fram um helgina og bikarhelginni í Laugardalshöllinni. Þarna eru tveir stórir viðburðir þar sem eru að fara að mæta hátt í tíu þúsund manns. Þrjú þúsund manns á Nettómótið, þúsund börn og tvö þúsund fullorðnir, og sjö þúsund manns í Höllina að styðja sín lið. Ég tel það ábyrgt að vekja athygli á þessari umræðu því þetta er eitthvað sem þarf að ræða,“ sagði Brynjar og heldur áfram: „Hvenær ætlum við að gera það? Ætlum við að gera það þegar smitin eru orðin mun fleiri og ætlum við þá að bregðast við eftir á þegar hægt er að bregðast við fyrr en seinna,“ sagði Brynjar sem hefði auðvitað viljað spila með félögum sínum í kvöld. „Já, auðvitað. Þetta var gríðarlega erfiður dagur í gær. Fyrst og fremst líður manni eins og maður sé að bregðast liðsfélögunum. Maður vill mæta í alla leiki og ég hef gert það veikur og haltur og allt það. Maður reynir að hugsa um þetta í stóra samhenginu,“ sagði Brynjar. „Auðvitað vil ég spila. Ég er keppnismaður og mér finnst gaman að keppa og þá sérstaklega í svona stórum leikjum eins og í kvöld,“ sagði Brynjar sem fékk mikil viðbrögð í gær. Vísir/Bára „Formaður Körfuknattleiksdeildar KR, Böðvar Guðjónsson, var ekki par sáttur með þetta en að sama skapi fékk ég gríðarlega jákvæð viðbrögð frá stuðningsmönnum, foreldrum og fólki í kringum hreyfinguna að þetta hafi verið rétt. Ég trúi ekki öðru en að stjórnvöld eða hreyfingin fari að stiga fram og taka ákvörðun í þessu máli,“ sagði Brynjar sem vill vekja fólk til umhugsunar. „Við erum að glíma við gríðarlega hættulegan smitsjúkdóm og prósenturnar sýna það að þetta er alvarlegur sjúkdómur. Mislingar eru eins og maður segir „peanuts“ miðað við þetta, fyrir bólusetningar. Dánartíðnin gerir það að verkum að maður er smeykur við þetta. Fólk verður þá að hugsa málið, skoða tölurnar og taka upplýsta ákvörðun um hvort það vilji vera í margmenni. Auðvitað er gott að stinga stundum höfðinu í sandinn og láta bara yfirvöld sjá um ákvörðunina fyrir sig. Það er það sem flestir gera,“ sagði Brynjar en það má hofa á allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi ræddi við Brynjar Þór Björnsson
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00 Formaður Kkd. KR er ekki sáttur og finnst Brynjar hafa hlaupið á sig Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR. 5. mars 2020 13:00 Brynjar Þór stendur fast á sínu og hefur áhyggjur af krakkamótum um helgina Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson heldur áfram að tjá sig um smithættu vegna Kórónuveirunnar á fésbókarsíðu sinni eftir að hafa í gær afboðað sig í stórleik KR og Stjörnunnar í kvöld. 6. mars 2020 11:15 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00
Formaður Kkd. KR er ekki sáttur og finnst Brynjar hafa hlaupið á sig Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR. 5. mars 2020 13:00
Brynjar Þór stendur fast á sínu og hefur áhyggjur af krakkamótum um helgina Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson heldur áfram að tjá sig um smithættu vegna Kórónuveirunnar á fésbókarsíðu sinni eftir að hafa í gær afboðað sig í stórleik KR og Stjörnunnar í kvöld. 6. mars 2020 11:15
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti