Framkonur fengu bikar að láni til að stilla sér upp á sigurmynd Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2020 23:00 Framkonur eru sigurstranglegar fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun. Sigurliðið í ár fær réttan verðlaunagrip strax í hendurnar. vísir/Daníel Það er óhætt að segja að ýmislegt hafi breyst frá því að Fram mætti síðast liði frá Akureyri í bikarúrslitaleik kvenna í handbolta. Fram og KA/Þór mætast í Laugardalshöll á morgun. Fyrir 40 árum mættust Fram og Þór í bikarúrslitaleiknum og fór leikurinn fram í Íþróttaskemmunni á Akureyri. Framarar voru 8-6 yfir í hálfleik og unnu að lokum níu marka sigur, 20-11. Íþróttafréttamaðurinn Ívar Benediktsson rifjar leikinn upp á vef HSÍ og bendir á að lítil virðing virðist hafa verið borin fyrir leiknum því enginn fulltrúi HSÍ var á staðnum og enginn verðlaunagripur fyrir Framkonur til að taka við. Þá voru góð ráð dýr en Framkonur fengu engu að síður afhentan bikar til að stilla sér upp með á mynd. Ívar fékk Guðríði Guðjónsdóttur til að rifja leikinn upp en hún var markahæst hjá Fram með níu mörk: „Ég man eftir leiknum en fyrst og fremst situr það helst eftir í minningunni að enginn var bikarinn né fulltrúi HSÍ á staðnum. Til að afhenda einhvern bikar í leikslok þá var fenginn bikar að láni frá Íþróttabandalagi Akureyrar. Aðstæður og umgjörð bikarúrslitaleikja er allt önnur í dag sem betur fer og ég get lofað því að svona nokkuð gæti aldrei gerst í dag,“ sagði Guðríður sem situr nú í stjórn HSÍ og er formaður landsliðsnefndar kvenna. Þá bendir Ívar á að umfjöllun um leikinn fyrir 40 árum í fjölmiðlum hafi verið af skornum skammti og að eitt dagblaðanna hafi látið þrjár vikur líða frá leikslokum og þar til að það birti mynd af bikarmeisturunum: Söguupprifjunina má nálgast í heild hér en úrslitaleikurinn í ár hefst kl. 13.30 á morgun í Laugardalshöll. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Haukar 22-21 | Akureyringar í bikarúrslit KA/Þór vann sigur á Haukum í æsispennandi undanúrslitaleik í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta í Laugardalshöll í dag. 4. mars 2020 20:15 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 17-23| Fram fór illa með Val í undanúrslitum Aldrei spurning í uppgjöri bestu liðanna, Fram fór illa með Val í undanúrslitaleiknum 4. mars 2020 22:15 KA/Þór gefur út stuðningsmannalag í tilefni bikarhelginnar Rúnar Eff syngur nýtt stuðningsmannalag KA/Þórs, „Sigurinn heim!“ 3. mars 2020 20:30 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
Það er óhætt að segja að ýmislegt hafi breyst frá því að Fram mætti síðast liði frá Akureyri í bikarúrslitaleik kvenna í handbolta. Fram og KA/Þór mætast í Laugardalshöll á morgun. Fyrir 40 árum mættust Fram og Þór í bikarúrslitaleiknum og fór leikurinn fram í Íþróttaskemmunni á Akureyri. Framarar voru 8-6 yfir í hálfleik og unnu að lokum níu marka sigur, 20-11. Íþróttafréttamaðurinn Ívar Benediktsson rifjar leikinn upp á vef HSÍ og bendir á að lítil virðing virðist hafa verið borin fyrir leiknum því enginn fulltrúi HSÍ var á staðnum og enginn verðlaunagripur fyrir Framkonur til að taka við. Þá voru góð ráð dýr en Framkonur fengu engu að síður afhentan bikar til að stilla sér upp með á mynd. Ívar fékk Guðríði Guðjónsdóttur til að rifja leikinn upp en hún var markahæst hjá Fram með níu mörk: „Ég man eftir leiknum en fyrst og fremst situr það helst eftir í minningunni að enginn var bikarinn né fulltrúi HSÍ á staðnum. Til að afhenda einhvern bikar í leikslok þá var fenginn bikar að láni frá Íþróttabandalagi Akureyrar. Aðstæður og umgjörð bikarúrslitaleikja er allt önnur í dag sem betur fer og ég get lofað því að svona nokkuð gæti aldrei gerst í dag,“ sagði Guðríður sem situr nú í stjórn HSÍ og er formaður landsliðsnefndar kvenna. Þá bendir Ívar á að umfjöllun um leikinn fyrir 40 árum í fjölmiðlum hafi verið af skornum skammti og að eitt dagblaðanna hafi látið þrjár vikur líða frá leikslokum og þar til að það birti mynd af bikarmeisturunum: Söguupprifjunina má nálgast í heild hér en úrslitaleikurinn í ár hefst kl. 13.30 á morgun í Laugardalshöll.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Haukar 22-21 | Akureyringar í bikarúrslit KA/Þór vann sigur á Haukum í æsispennandi undanúrslitaleik í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta í Laugardalshöll í dag. 4. mars 2020 20:15 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 17-23| Fram fór illa með Val í undanúrslitum Aldrei spurning í uppgjöri bestu liðanna, Fram fór illa með Val í undanúrslitaleiknum 4. mars 2020 22:15 KA/Þór gefur út stuðningsmannalag í tilefni bikarhelginnar Rúnar Eff syngur nýtt stuðningsmannalag KA/Þórs, „Sigurinn heim!“ 3. mars 2020 20:30 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Haukar 22-21 | Akureyringar í bikarúrslit KA/Þór vann sigur á Haukum í æsispennandi undanúrslitaleik í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta í Laugardalshöll í dag. 4. mars 2020 20:15
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 17-23| Fram fór illa með Val í undanúrslitum Aldrei spurning í uppgjöri bestu liðanna, Fram fór illa með Val í undanúrslitaleiknum 4. mars 2020 22:15
KA/Þór gefur út stuðningsmannalag í tilefni bikarhelginnar Rúnar Eff syngur nýtt stuðningsmannalag KA/Þórs, „Sigurinn heim!“ 3. mars 2020 20:30