Mark Meadows nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2020 13:24 Mark Meadows er nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins. getty/Andrew Harrer Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter í gær að öldungadeildarþingmaðurinn Mark Meadows tæki við af Mick Mulvaney sem starfsmannastjóri Hvíta hússins. Meadows er þar með fjórði starfsmannastjóri Hvíta hússins frá því Trump tók við embætti. Enginn forseti hingað til hefur skipt svo oft um starfsmannastjóra á svo stuttum tíma. Mulvaney er þriðji starfsmannastjórinn sem Trump hefur þvingað úr starfi og mun hann einnig láta af störfum sínum sem fjármálastjóri og mun Russel T. Vought, sem nú sinnir þeirri stöðu tímabundið mun taka við starfinu til frambúðar. I am pleased to announce that Congressman Mark Meadows will become White House Chief of Staff. I have long known and worked with Mark, and the relationship is a very good one....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 7, 2020 ....I want to thank Acting Chief Mick Mulvaney for having served the Administration so well. He will become the United States Special Envoy for Northern Ireland. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 7, 2020 Þetta er talið mikið högg fyrir ríkisstjórn Trumps en nú horfist hún í augu við eitt stærsta vandamál sem komið hefur upp á starfstíma hennar, það er kórónuveirufaraldurinn. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á hagkerfi landsins og mun reynast forsetanum erfið hindrun í komandi kosningabaráttu. Talið er að þessi breyting innan Hvíta hússins gefi til kynna að meiri starfsmannavelta verði á næstu misserum þar sem starfsteymi Mulvaney og undirmenn hans munu einnig láta af störfum, þar á meðal Emma Doyle, hæst setti ráðgjafi hans, og Joe Grogan, ráðgjafi í innanríkismálum. Hope Hicks, sá ráðgjafi Trumps sem hann er talinn treysta hvað mest, mun snúa aftur til starfa á mánudag og mun hún þá vinna fyrir Jared Kushner, tengdason forsetans og hátt settan ráðgjafa. Breytingin hefur verið fyrirséð í dágóðan tíma en Trump talaði opinberlega um það fyrir nokkru síðan hve illa sér líkaði við Mulvaney en var ráðlagt af ráðgjöfum sínum að skipta honum ekki út fyrr en eftir dómsmál hans fyrir þinginu. Því lauk 6. febrúar síðastliðinn þegar hann var sýknaður af ákærum um embættisbrot. Á meðan málið var tekið fyrir af þinginu átti Mulvaney í opinberum útistöðum við Pat A. Cipollone, ráðgjafa forsetans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. 9. nóvember 2019 12:01 Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Sjálfstæð eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hvíta húsið hafi brotið lög þegar neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, var fryst. 16. janúar 2020 16:12 Hvíta húsið krafðist þess að sett yrði ofan í við veðurfræðinga Þrýst var á að vísindastofnun Bandaríkjastjórnar afneitaði veðurfræðingum sem leiðréttu rangindi sem Trump forseti fór með um fellibylinn Dorian. 11. september 2019 16:19 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter í gær að öldungadeildarþingmaðurinn Mark Meadows tæki við af Mick Mulvaney sem starfsmannastjóri Hvíta hússins. Meadows er þar með fjórði starfsmannastjóri Hvíta hússins frá því Trump tók við embætti. Enginn forseti hingað til hefur skipt svo oft um starfsmannastjóra á svo stuttum tíma. Mulvaney er þriðji starfsmannastjórinn sem Trump hefur þvingað úr starfi og mun hann einnig láta af störfum sínum sem fjármálastjóri og mun Russel T. Vought, sem nú sinnir þeirri stöðu tímabundið mun taka við starfinu til frambúðar. I am pleased to announce that Congressman Mark Meadows will become White House Chief of Staff. I have long known and worked with Mark, and the relationship is a very good one....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 7, 2020 ....I want to thank Acting Chief Mick Mulvaney for having served the Administration so well. He will become the United States Special Envoy for Northern Ireland. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 7, 2020 Þetta er talið mikið högg fyrir ríkisstjórn Trumps en nú horfist hún í augu við eitt stærsta vandamál sem komið hefur upp á starfstíma hennar, það er kórónuveirufaraldurinn. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á hagkerfi landsins og mun reynast forsetanum erfið hindrun í komandi kosningabaráttu. Talið er að þessi breyting innan Hvíta hússins gefi til kynna að meiri starfsmannavelta verði á næstu misserum þar sem starfsteymi Mulvaney og undirmenn hans munu einnig láta af störfum, þar á meðal Emma Doyle, hæst setti ráðgjafi hans, og Joe Grogan, ráðgjafi í innanríkismálum. Hope Hicks, sá ráðgjafi Trumps sem hann er talinn treysta hvað mest, mun snúa aftur til starfa á mánudag og mun hún þá vinna fyrir Jared Kushner, tengdason forsetans og hátt settan ráðgjafa. Breytingin hefur verið fyrirséð í dágóðan tíma en Trump talaði opinberlega um það fyrir nokkru síðan hve illa sér líkaði við Mulvaney en var ráðlagt af ráðgjöfum sínum að skipta honum ekki út fyrr en eftir dómsmál hans fyrir þinginu. Því lauk 6. febrúar síðastliðinn þegar hann var sýknaður af ákærum um embættisbrot. Á meðan málið var tekið fyrir af þinginu átti Mulvaney í opinberum útistöðum við Pat A. Cipollone, ráðgjafa forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. 9. nóvember 2019 12:01 Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Sjálfstæð eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hvíta húsið hafi brotið lög þegar neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, var fryst. 16. janúar 2020 16:12 Hvíta húsið krafðist þess að sett yrði ofan í við veðurfræðinga Þrýst var á að vísindastofnun Bandaríkjastjórnar afneitaði veðurfræðingum sem leiðréttu rangindi sem Trump forseti fór með um fellibylinn Dorian. 11. september 2019 16:19 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. 9. nóvember 2019 12:01
Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Sjálfstæð eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hvíta húsið hafi brotið lög þegar neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, var fryst. 16. janúar 2020 16:12
Hvíta húsið krafðist þess að sett yrði ofan í við veðurfræðinga Þrýst var á að vísindastofnun Bandaríkjastjórnar afneitaði veðurfræðingum sem leiðréttu rangindi sem Trump forseti fór með um fellibylinn Dorian. 11. september 2019 16:19