Mark Meadows nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2020 13:24 Mark Meadows er nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins. getty/Andrew Harrer Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter í gær að öldungadeildarþingmaðurinn Mark Meadows tæki við af Mick Mulvaney sem starfsmannastjóri Hvíta hússins. Meadows er þar með fjórði starfsmannastjóri Hvíta hússins frá því Trump tók við embætti. Enginn forseti hingað til hefur skipt svo oft um starfsmannastjóra á svo stuttum tíma. Mulvaney er þriðji starfsmannastjórinn sem Trump hefur þvingað úr starfi og mun hann einnig láta af störfum sínum sem fjármálastjóri og mun Russel T. Vought, sem nú sinnir þeirri stöðu tímabundið mun taka við starfinu til frambúðar. I am pleased to announce that Congressman Mark Meadows will become White House Chief of Staff. I have long known and worked with Mark, and the relationship is a very good one....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 7, 2020 ....I want to thank Acting Chief Mick Mulvaney for having served the Administration so well. He will become the United States Special Envoy for Northern Ireland. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 7, 2020 Þetta er talið mikið högg fyrir ríkisstjórn Trumps en nú horfist hún í augu við eitt stærsta vandamál sem komið hefur upp á starfstíma hennar, það er kórónuveirufaraldurinn. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á hagkerfi landsins og mun reynast forsetanum erfið hindrun í komandi kosningabaráttu. Talið er að þessi breyting innan Hvíta hússins gefi til kynna að meiri starfsmannavelta verði á næstu misserum þar sem starfsteymi Mulvaney og undirmenn hans munu einnig láta af störfum, þar á meðal Emma Doyle, hæst setti ráðgjafi hans, og Joe Grogan, ráðgjafi í innanríkismálum. Hope Hicks, sá ráðgjafi Trumps sem hann er talinn treysta hvað mest, mun snúa aftur til starfa á mánudag og mun hún þá vinna fyrir Jared Kushner, tengdason forsetans og hátt settan ráðgjafa. Breytingin hefur verið fyrirséð í dágóðan tíma en Trump talaði opinberlega um það fyrir nokkru síðan hve illa sér líkaði við Mulvaney en var ráðlagt af ráðgjöfum sínum að skipta honum ekki út fyrr en eftir dómsmál hans fyrir þinginu. Því lauk 6. febrúar síðastliðinn þegar hann var sýknaður af ákærum um embættisbrot. Á meðan málið var tekið fyrir af þinginu átti Mulvaney í opinberum útistöðum við Pat A. Cipollone, ráðgjafa forsetans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. 9. nóvember 2019 12:01 Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Sjálfstæð eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hvíta húsið hafi brotið lög þegar neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, var fryst. 16. janúar 2020 16:12 Hvíta húsið krafðist þess að sett yrði ofan í við veðurfræðinga Þrýst var á að vísindastofnun Bandaríkjastjórnar afneitaði veðurfræðingum sem leiðréttu rangindi sem Trump forseti fór með um fellibylinn Dorian. 11. september 2019 16:19 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter í gær að öldungadeildarþingmaðurinn Mark Meadows tæki við af Mick Mulvaney sem starfsmannastjóri Hvíta hússins. Meadows er þar með fjórði starfsmannastjóri Hvíta hússins frá því Trump tók við embætti. Enginn forseti hingað til hefur skipt svo oft um starfsmannastjóra á svo stuttum tíma. Mulvaney er þriðji starfsmannastjórinn sem Trump hefur þvingað úr starfi og mun hann einnig láta af störfum sínum sem fjármálastjóri og mun Russel T. Vought, sem nú sinnir þeirri stöðu tímabundið mun taka við starfinu til frambúðar. I am pleased to announce that Congressman Mark Meadows will become White House Chief of Staff. I have long known and worked with Mark, and the relationship is a very good one....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 7, 2020 ....I want to thank Acting Chief Mick Mulvaney for having served the Administration so well. He will become the United States Special Envoy for Northern Ireland. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 7, 2020 Þetta er talið mikið högg fyrir ríkisstjórn Trumps en nú horfist hún í augu við eitt stærsta vandamál sem komið hefur upp á starfstíma hennar, það er kórónuveirufaraldurinn. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á hagkerfi landsins og mun reynast forsetanum erfið hindrun í komandi kosningabaráttu. Talið er að þessi breyting innan Hvíta hússins gefi til kynna að meiri starfsmannavelta verði á næstu misserum þar sem starfsteymi Mulvaney og undirmenn hans munu einnig láta af störfum, þar á meðal Emma Doyle, hæst setti ráðgjafi hans, og Joe Grogan, ráðgjafi í innanríkismálum. Hope Hicks, sá ráðgjafi Trumps sem hann er talinn treysta hvað mest, mun snúa aftur til starfa á mánudag og mun hún þá vinna fyrir Jared Kushner, tengdason forsetans og hátt settan ráðgjafa. Breytingin hefur verið fyrirséð í dágóðan tíma en Trump talaði opinberlega um það fyrir nokkru síðan hve illa sér líkaði við Mulvaney en var ráðlagt af ráðgjöfum sínum að skipta honum ekki út fyrr en eftir dómsmál hans fyrir þinginu. Því lauk 6. febrúar síðastliðinn þegar hann var sýknaður af ákærum um embættisbrot. Á meðan málið var tekið fyrir af þinginu átti Mulvaney í opinberum útistöðum við Pat A. Cipollone, ráðgjafa forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. 9. nóvember 2019 12:01 Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Sjálfstæð eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hvíta húsið hafi brotið lög þegar neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, var fryst. 16. janúar 2020 16:12 Hvíta húsið krafðist þess að sett yrði ofan í við veðurfræðinga Þrýst var á að vísindastofnun Bandaríkjastjórnar afneitaði veðurfræðingum sem leiðréttu rangindi sem Trump forseti fór með um fellibylinn Dorian. 11. september 2019 16:19 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. 9. nóvember 2019 12:01
Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Sjálfstæð eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hvíta húsið hafi brotið lög þegar neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, var fryst. 16. janúar 2020 16:12
Hvíta húsið krafðist þess að sett yrði ofan í við veðurfræðinga Þrýst var á að vísindastofnun Bandaríkjastjórnar afneitaði veðurfræðingum sem leiðréttu rangindi sem Trump forseti fór með um fellibylinn Dorian. 11. september 2019 16:19