Segir algjöra óvissu ríkja um stöðu ferðaþjónustunnar vegna kórónuveirunnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 8. mars 2020 15:15 Samtök ferðaþjónustunnar eru til húsa í Húsi atvinnulífsins. vísir/hanna Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir algjöra óvissu ríkja um stöðu ferðaþjónustunnar vegna kórónuveirunnar. Hún er sammála aðalhagfræðingi Kviku banka um að hið opinbera og fjármálafyrirtæki geti þurft að gefa fyrirtækjum í greininni aukinn slaka. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður SAF og Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka ræddu stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi í kjölfar kórónuveirufaraldursins á Sprengisandi í morgun. Þær lögðu áherslu á að algjör óvissa ríkti um stöðu greinarinnar og erfitt væri að gera sér grein fyrir hversu lengi þaðástand myndi vara, hvort það yrði mánuðir eða í allt að ár. Hins vegar hefði högg á ferðaþjónustuna hafa gríðarleg áhrif á efnahagslífiðí landinu. Mikilvægt væri að bæði fjármálastofnanir og ríkið gripi til ráðstafana ef ferðaþjónustan verður fyrir verulegum áföllum. Kristrún Frostadóttir telur afar mikilvægt að bjarga fyrirtækjum sem gætu lent í lausafjárvanda. „Allt í einu missa þau tekjur, tvo mánuði, þrjá mánuði, fjóra mánuði. Ef bankinn hleypur ekki undir bagga með því þá tapar bankinn mjög góðu láni. Út frá viðskiptalegum forsendum þá held ég að sé mjög eðlilegt að það verði brugðist við lausafjárskorti hjá þessum fyrirtækjum en það þarf þá að gera greinamun á því hvaða félög eru í lausafjárvanda og hvaða félög eru í eiginfjárvanda,“ segir Kristrún. Hún segir aðþetta gæti þýtt aðþaðþurfi að slaka á eiginfjárhlutfalli hjá bönkum. „Það þarf mögulega að huga að því að lækka þessa buffera til skamms tíma til að gera það að verkum að bankar séu tilbúnir að taka sénsa á ákveðnum fyrirtækjum.“ Bjarnheiður Hallsdóttir segir að hið opinbera þurfi mögulega að grípa til aðgerða. „Þetta getur náttúrulega orðið, ef allt fer á versta veg, mjög alvarlegt fyrir lífvænleg fyrirtæki sem lenda mjög fljótt í lausfjárvandræðum. Þá hlýtur að koma til einhver aðstoð frá hinu opinbera og frá bankakerfinu. Það hafa verið aðferðir eins og að fresta opinberum gjöldum, fresta skattgreiðslum og jafnvel lán frá hinu opinbera sem væru þá í formi niðurgreiddra lána sem myndu þá tengjast afkomu,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir algjöra óvissu ríkja um stöðu ferðaþjónustunnar vegna kórónuveirunnar. Hún er sammála aðalhagfræðingi Kviku banka um að hið opinbera og fjármálafyrirtæki geti þurft að gefa fyrirtækjum í greininni aukinn slaka. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður SAF og Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka ræddu stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi í kjölfar kórónuveirufaraldursins á Sprengisandi í morgun. Þær lögðu áherslu á að algjör óvissa ríkti um stöðu greinarinnar og erfitt væri að gera sér grein fyrir hversu lengi þaðástand myndi vara, hvort það yrði mánuðir eða í allt að ár. Hins vegar hefði högg á ferðaþjónustuna hafa gríðarleg áhrif á efnahagslífiðí landinu. Mikilvægt væri að bæði fjármálastofnanir og ríkið gripi til ráðstafana ef ferðaþjónustan verður fyrir verulegum áföllum. Kristrún Frostadóttir telur afar mikilvægt að bjarga fyrirtækjum sem gætu lent í lausafjárvanda. „Allt í einu missa þau tekjur, tvo mánuði, þrjá mánuði, fjóra mánuði. Ef bankinn hleypur ekki undir bagga með því þá tapar bankinn mjög góðu láni. Út frá viðskiptalegum forsendum þá held ég að sé mjög eðlilegt að það verði brugðist við lausafjárskorti hjá þessum fyrirtækjum en það þarf þá að gera greinamun á því hvaða félög eru í lausafjárvanda og hvaða félög eru í eiginfjárvanda,“ segir Kristrún. Hún segir aðþetta gæti þýtt aðþaðþurfi að slaka á eiginfjárhlutfalli hjá bönkum. „Það þarf mögulega að huga að því að lækka þessa buffera til skamms tíma til að gera það að verkum að bankar séu tilbúnir að taka sénsa á ákveðnum fyrirtækjum.“ Bjarnheiður Hallsdóttir segir að hið opinbera þurfi mögulega að grípa til aðgerða. „Þetta getur náttúrulega orðið, ef allt fer á versta veg, mjög alvarlegt fyrir lífvænleg fyrirtæki sem lenda mjög fljótt í lausfjárvandræðum. Þá hlýtur að koma til einhver aðstoð frá hinu opinbera og frá bankakerfinu. Það hafa verið aðferðir eins og að fresta opinberum gjöldum, fresta skattgreiðslum og jafnvel lán frá hinu opinbera sem væru þá í formi niðurgreiddra lána sem myndu þá tengjast afkomu,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira