Meistaraflokkur Breiðabliks kom færandi hendi til Reyðarfjarðar í gær þar sem liðið atti kappi við Leikni Fáskrúðsfjörð í Lengjubikarnum í fótbolta.
Eins og sjá má í Facebook færslu neðst í fréttinni færði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, 25 bolta sem ætlaðir eru yngri flokkastarfi Fjarðabyggðar og Leiknis Fáskrúðsfjarðar.
Í færslu Blika segir að það sé hluti af stefnu knattspyrnudeildar Breiðabliks að aðstoða félög á landsbyggðinni í barna- og unglingastarfi.
Leik Leiknis og Breiðabliks lauk með 1-4 sigri Kópavogsliðsins.
