Gætu þurft að sýna enska boltann í opinni dagskrá ef leikirnir fara fram fyrir luktum dyrum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2020 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson og aðrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar gætu þurft að spila fyrir luktum dyrum á næstunni. Getty/ TF-Images Enska úrvalsdeildin bannaði öll handabönd í leikjum helgarinnar en gæti þurft að grípa til enn frekari ráðstafana í næstu leikjum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Bresk stjórnvöld hafa kallað æðstu menn íþróttanna í Bretlandi á sinn fund í dag en þar á meðal verður ræddur sá möguleiki að spila leiki fyrir luktum dyrum á næstunni ef þess gerist þörf. Fundurinn er þó haldinn til að fara yfir hvað sé best að gera í stöðunni og að það gildi það sama yfir allar íþróttir. Ítalir og Danir eru farnir að spila fótboltaleiki sína án áhorfenda og það þykir líklegt að aðrar þjóðir gætu lent í sömu stöðu. Smithættan er mikil á stórum leikvöngum þar sem tugir þúsunda mæta. Þetta gæti einnig haft áhrif á útsendingar frá leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í Englandi ef marka má fréttir frá Englandi. The Times hefur heimildir fyrir því að það hafi verið haft samband við sjónvarpsstöðvarnar Sky Sports og BT Sport sem eru rétthafar fyrir ensku úrvalsdeildina í heimalandinu. Samkvæmt þeirri frétt hefur yfirmönnum Sky Sports og BT Sport verið greint frá því að þau þurfi mögulega að sýna alla leiki í opinni dagskrá fari svo að áhorfendur verði bannaðir af ótta við útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfirmenn allra helstu sjónvarpsstöðvanna, þar á meðal Sky Sports og BT Sport, verða á þessum fundi í dag en þar verða líka fulltrúa frá fótbolta, tennis, krikket og rúgbý. Verði leikir spilaðir fyrir luktum dyrum gæti það þýtt ekki aðeins mikið tekjutap fyrir félögin sjálf heldur einnig haft áhrif á innkomu þessara áskrifastöðva ef að þær mega ekki lengur sína leikina í læstri útsendingu. Það er allavega ljóst að það stefnir í tíma sem við höfum aldrei séð áður í ensku úrvalsdeildinni. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út af þessum mikilvæga fundi í dag. Enski boltinn Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Sjá meira
Enska úrvalsdeildin bannaði öll handabönd í leikjum helgarinnar en gæti þurft að grípa til enn frekari ráðstafana í næstu leikjum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Bresk stjórnvöld hafa kallað æðstu menn íþróttanna í Bretlandi á sinn fund í dag en þar á meðal verður ræddur sá möguleiki að spila leiki fyrir luktum dyrum á næstunni ef þess gerist þörf. Fundurinn er þó haldinn til að fara yfir hvað sé best að gera í stöðunni og að það gildi það sama yfir allar íþróttir. Ítalir og Danir eru farnir að spila fótboltaleiki sína án áhorfenda og það þykir líklegt að aðrar þjóðir gætu lent í sömu stöðu. Smithættan er mikil á stórum leikvöngum þar sem tugir þúsunda mæta. Þetta gæti einnig haft áhrif á útsendingar frá leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í Englandi ef marka má fréttir frá Englandi. The Times hefur heimildir fyrir því að það hafi verið haft samband við sjónvarpsstöðvarnar Sky Sports og BT Sport sem eru rétthafar fyrir ensku úrvalsdeildina í heimalandinu. Samkvæmt þeirri frétt hefur yfirmönnum Sky Sports og BT Sport verið greint frá því að þau þurfi mögulega að sýna alla leiki í opinni dagskrá fari svo að áhorfendur verði bannaðir af ótta við útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfirmenn allra helstu sjónvarpsstöðvanna, þar á meðal Sky Sports og BT Sport, verða á þessum fundi í dag en þar verða líka fulltrúa frá fótbolta, tennis, krikket og rúgbý. Verði leikir spilaðir fyrir luktum dyrum gæti það þýtt ekki aðeins mikið tekjutap fyrir félögin sjálf heldur einnig haft áhrif á innkomu þessara áskrifastöðva ef að þær mega ekki lengur sína leikina í læstri útsendingu. Það er allavega ljóst að það stefnir í tíma sem við höfum aldrei séð áður í ensku úrvalsdeildinni. Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út af þessum mikilvæga fundi í dag.
Enski boltinn Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Sjá meira