Henderson verður einn sá launahæsti með nýjum samning | Arftakinn kominn til Sheffield Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2020 17:45 Ramsdale er mættur til Sheffield á meðan Henderson er í þann mund að verða einn launahæsti markvörður í heimi. Vísir/Sky Sports Markvörðurinn ungi Dean Henderson staðfesti á samfélagsmiðlum að hann verður ekki áfram í herbúðum enska úrvalsdeildarfélagsins Sheffield United þar sem hann hefur verið á láni undanfarin tvö ár frá Manchester United. Thank you for everything @SheffieldUnited pic.twitter.com/bVAe3nKPZA— Dean Henderson (@deanhenderson) August 19, 2020 Aaron Ramsdale er mættur í Stálborgina og mun því eflaust verja mark Sheffield á næstu leiktíð en Ramsdale var einn fárrra ljósra punkta í Bournemouth-liðinu sem féll niður í ensku B-deildina í síðasta mánuði. Rambo's ready to go An exceptional debut @premierleague season from our new GK pic.twitter.com/HIXA8Vlw5Z— Sheffield United (@SheffieldUnited) August 19, 2020 Heimildir Sky Sports herma að hinn 23 ára gamli Henderson sé við það að skrifa undir langtíma samning við Manchester United. Það er vitað að samningurinn yrði töluvert lengri en sá sem David De Gea er með hjá félaginu. Sá samningur rennur út árið 2023. Hljóðar samningur Henderson upp á rúmlega 100 þúsund pund á viku sem myndi gera Henderson að einum hæst launaða markverði heims. Það er þó aðeins brot af því sem De Gea er með í laun Spánverjinn þénar víst vel yfir 350 þúsund á viku samkvæmt bæði The Athletic og Sky Sports. Henderson hefur sagt að hann muni ekki skrifa undir né vera áfram hjá United nema hann viti að hann fái að berjast um byrjunarliðssæti í liði Ole Gunnar Solskjær við De Gea sem hefur átt undir högg að sækja undanfarna 18 mánuði eða svo. Ef Norðmaðurinn ákveður að nýta ekki krafta Henderson er talið að sjö lið í úrvalsdeildinni væru til í að fá markvörðinn á láni. Hann hefur sagst vilja spila í Evrópu svo það koma nú ekki mörg lið til greina en varla færi United að lána hann til liða sem verða í toppbaráttunni. Þá bendir allt til þess að Sergio Romero, hinn trausti varamarkvörður Man United sé á förum frá félaginu eftir fimm ára dvöl. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Bournemouth samþykkir tilboð Sheffield | Hvað verður um Henderson? Bournemouth hefur samþykkt tilboð Sheffield United í markvörðinn Aaron Ramsdale. Það þýðir að Dean Henderson verður að öllum líkindum ekki áfram í herbúðum Sheffield. 15. ágúst 2020 16:30 Dýrasti markvörður heims á útleið | Hver tekur stöðu hans? Ef Kepa Arrizabalaga verður ekki milli stanganna er Chelsea mætir Arsenal í úrslitum FA-bikarsins í dag er endanlega ljóst að Spánverjinn á enga framtíð fyrir sér á Brúnni. 1. ágúst 2020 14:25 Henderson til Lundúna og Ramsdale aftur til Sheffield? Bæði Chelsea og Tottenham Hotspur eru tilbúin að eyða dágóðum pening í markvörðinn Dean Henderson fari svo að hann skrifi ekki undir nýjan samning við Manchester United. 29. júlí 2020 23:00 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Markvörðurinn ungi Dean Henderson staðfesti á samfélagsmiðlum að hann verður ekki áfram í herbúðum enska úrvalsdeildarfélagsins Sheffield United þar sem hann hefur verið á láni undanfarin tvö ár frá Manchester United. Thank you for everything @SheffieldUnited pic.twitter.com/bVAe3nKPZA— Dean Henderson (@deanhenderson) August 19, 2020 Aaron Ramsdale er mættur í Stálborgina og mun því eflaust verja mark Sheffield á næstu leiktíð en Ramsdale var einn fárrra ljósra punkta í Bournemouth-liðinu sem féll niður í ensku B-deildina í síðasta mánuði. Rambo's ready to go An exceptional debut @premierleague season from our new GK pic.twitter.com/HIXA8Vlw5Z— Sheffield United (@SheffieldUnited) August 19, 2020 Heimildir Sky Sports herma að hinn 23 ára gamli Henderson sé við það að skrifa undir langtíma samning við Manchester United. Það er vitað að samningurinn yrði töluvert lengri en sá sem David De Gea er með hjá félaginu. Sá samningur rennur út árið 2023. Hljóðar samningur Henderson upp á rúmlega 100 þúsund pund á viku sem myndi gera Henderson að einum hæst launaða markverði heims. Það er þó aðeins brot af því sem De Gea er með í laun Spánverjinn þénar víst vel yfir 350 þúsund á viku samkvæmt bæði The Athletic og Sky Sports. Henderson hefur sagt að hann muni ekki skrifa undir né vera áfram hjá United nema hann viti að hann fái að berjast um byrjunarliðssæti í liði Ole Gunnar Solskjær við De Gea sem hefur átt undir högg að sækja undanfarna 18 mánuði eða svo. Ef Norðmaðurinn ákveður að nýta ekki krafta Henderson er talið að sjö lið í úrvalsdeildinni væru til í að fá markvörðinn á láni. Hann hefur sagst vilja spila í Evrópu svo það koma nú ekki mörg lið til greina en varla færi United að lána hann til liða sem verða í toppbaráttunni. Þá bendir allt til þess að Sergio Romero, hinn trausti varamarkvörður Man United sé á förum frá félaginu eftir fimm ára dvöl.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Bournemouth samþykkir tilboð Sheffield | Hvað verður um Henderson? Bournemouth hefur samþykkt tilboð Sheffield United í markvörðinn Aaron Ramsdale. Það þýðir að Dean Henderson verður að öllum líkindum ekki áfram í herbúðum Sheffield. 15. ágúst 2020 16:30 Dýrasti markvörður heims á útleið | Hver tekur stöðu hans? Ef Kepa Arrizabalaga verður ekki milli stanganna er Chelsea mætir Arsenal í úrslitum FA-bikarsins í dag er endanlega ljóst að Spánverjinn á enga framtíð fyrir sér á Brúnni. 1. ágúst 2020 14:25 Henderson til Lundúna og Ramsdale aftur til Sheffield? Bæði Chelsea og Tottenham Hotspur eru tilbúin að eyða dágóðum pening í markvörðinn Dean Henderson fari svo að hann skrifi ekki undir nýjan samning við Manchester United. 29. júlí 2020 23:00 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Bournemouth samþykkir tilboð Sheffield | Hvað verður um Henderson? Bournemouth hefur samþykkt tilboð Sheffield United í markvörðinn Aaron Ramsdale. Það þýðir að Dean Henderson verður að öllum líkindum ekki áfram í herbúðum Sheffield. 15. ágúst 2020 16:30
Dýrasti markvörður heims á útleið | Hver tekur stöðu hans? Ef Kepa Arrizabalaga verður ekki milli stanganna er Chelsea mætir Arsenal í úrslitum FA-bikarsins í dag er endanlega ljóst að Spánverjinn á enga framtíð fyrir sér á Brúnni. 1. ágúst 2020 14:25
Henderson til Lundúna og Ramsdale aftur til Sheffield? Bæði Chelsea og Tottenham Hotspur eru tilbúin að eyða dágóðum pening í markvörðinn Dean Henderson fari svo að hann skrifi ekki undir nýjan samning við Manchester United. 29. júlí 2020 23:00