Umfjöllun: Fylkir - ÍBV 1-1 | Jafnt í Árbænum Andri Már Eggertsson skrifar 19. ágúst 2020 20:45 ÍBV náði í stig í Árbænum í kvöld. vísir/daníel Fylkir og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í Pepsi Max deild kvenna í Árbænum í kvöld. Bæði lið voru búinn að vera á góðu skriði þegar kom að leiknum á Würth vellinum. Fylkir vann góðan 1-0 sigur á Selfossi á meðan ÍBV voru búinn að vinna þrjá leiki í röð og halda hreinu í tveimur af þremur síðustu leikjum. Það var því ljóst að búast mátti við mjög spennandi leik. ÍBV byrjaði leikinn af talsverðum krafti og áttu Fylkir í miklum vandræðum með að komast fram fyrir miðju á fyrstu 20 mínútum leiksins. ÍBV skapaði sér mörg góð færi og pressuðu Fylki hátt sem varð til þess að mikið óöryggi var í liði Fylkis. Þessi kafli skilaði sér í einu góðu marki frá Ogu Sevcova sem fékk boltann inn í teignum eftir langt innkast ÍBV. ÍBV leiddi því með einu marki í hálfleik. Leikurinn snérist síðan við í seinni hálfleik þar sem Fylkir voru með öll tök á leiknum þær héldu boltanum betur en þær höfðu gert. Hulda Hrund Arnarsdóttir átti síðan góða sendingu fyrir markið þar sem Þórdís Elva Ágústsdóttir þrumaði boltanum í netið og jafnaði leikinn. Í stöðunni 1-1 var Fylkir alltaf líklegra liðið til að ná inn sigurmarki en þétta vörn Eyjamanna stóð vaktina vel og því enduðu leikar með jafntefli. Af hverju endaði leikurinn 1-1? Bæði lið áttu sína hálfleika sem þau skoruðu sitthvort markið í, ÍBV virtist alveg sætta sig við stig á erfiðum útivelli í Árbænum og vörðust þær mjög vel í seinni hálfleik sem gerði Fylki erfitt fyrir. Hverjar stóðu upp úr? Hulda Hrund Arnarsdóttir var frábær í Fylkis liðinu hún átti nánast þátt í öllum sóknum sem Fylkir fékk og skilaði hún góðri stoðsendingu í jöfnunarmarki Fylkis. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var góð í marki Fylkis hún varði vel í leiknum og ber það hæst þegar hún lenti í 1 á 1 stöðu á móti Olgu sem hún lokaði vel á. Vörn ÍBV sem heild var mjög vel spilandi í kvöld, þær héldu Fylki frá því að komast góð færi inn í sínum teig og eiga þær skilið stigið í kvöld. Hvað gekk illa? Fylkir byrjaði leikinn mjög illa þær sköpuðu sér enginn færi og virkuðu þær hræddar við pressu ÍBV í upphafi leiks sem mátti sjá þegar þær spörkuðu boltanum oft í burtu í stað þess að spila út úr vörninni. Sóknarleikur ÍBV var mjög sérstakur á köflum hann einkenndist af eigingirni því þær komu sér oft í flottar skyndisóknir en í stað þess að gefa boltann klöppuðu þær honum alltof mikið og máluðu þær sig þar af leiðandi út í horn frekar en að koma að markinu. Hvað er framundan? Næsta umferð byrjar að rúlla á sunnudaginn með leik ÍBV og Þór/KA sem hefst klukkan 16:00. Á mánudagskvöldið eigast við Fylkir og KR á Würth vellinum. Þess má geta að báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Vísi Andri Ólafsson var á sínum tími fyrirliði ÍBV.Vísir Andri Ólafsson: Hefðum átt að nýta skyndi sóknirnar talsvert betur „Við fengum góðar skynd isóknir sem við fórum mjög illa með, Fylkir skoraði gott mark líkt og við og því enduðu leikar með 1-1 jafntefli,” sagði Andri. Skyndi sóknir ÍBV voru fjölmargar í leiknum en alltaf vantaði upp á að liðið gat gert sér dauðafæri úr þeim. „Ég hefði viljað sjá okkur nota færri snertingar á boltann þegar við vorum búnar að opna þær og keyra nær miðjunni sem hefði skilað sér í meiri afgerandi færum en þó fengum við okkar færi sem Cecilía Rán varði mjög vel,” sagði Andri sem var ánægður með stigið á erfiðum útivelli. Andra fannst Fylkir ekki skapa sér mikið af færum í seinni hálfleik þó þær lágu mikið á ÍBV liðinu og áttu hans stelpur bara að taka þessi tvö tækifæri sem þær fengu í seinni hálfleik og skora úr þeim. Varnarleikur ÍBV var mjög góður og stóð vaktina vel þegar Fylkir voru farnar að fjölga leikmönnum fram á við og freista þess að ná inn sigur marki leiksins. „Ég var mjög kátur með vörnina, varnarleikurinn var mjög þéttur hjá okkur alveg frá fremsta til aftasta manns sem er alltaf jákvætt.” Pepsi Max-deild kvenna Fylkir ÍBV Fótbolti Íslenski boltinn
Fylkir og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í Pepsi Max deild kvenna í Árbænum í kvöld. Bæði lið voru búinn að vera á góðu skriði þegar kom að leiknum á Würth vellinum. Fylkir vann góðan 1-0 sigur á Selfossi á meðan ÍBV voru búinn að vinna þrjá leiki í röð og halda hreinu í tveimur af þremur síðustu leikjum. Það var því ljóst að búast mátti við mjög spennandi leik. ÍBV byrjaði leikinn af talsverðum krafti og áttu Fylkir í miklum vandræðum með að komast fram fyrir miðju á fyrstu 20 mínútum leiksins. ÍBV skapaði sér mörg góð færi og pressuðu Fylki hátt sem varð til þess að mikið óöryggi var í liði Fylkis. Þessi kafli skilaði sér í einu góðu marki frá Ogu Sevcova sem fékk boltann inn í teignum eftir langt innkast ÍBV. ÍBV leiddi því með einu marki í hálfleik. Leikurinn snérist síðan við í seinni hálfleik þar sem Fylkir voru með öll tök á leiknum þær héldu boltanum betur en þær höfðu gert. Hulda Hrund Arnarsdóttir átti síðan góða sendingu fyrir markið þar sem Þórdís Elva Ágústsdóttir þrumaði boltanum í netið og jafnaði leikinn. Í stöðunni 1-1 var Fylkir alltaf líklegra liðið til að ná inn sigurmarki en þétta vörn Eyjamanna stóð vaktina vel og því enduðu leikar með jafntefli. Af hverju endaði leikurinn 1-1? Bæði lið áttu sína hálfleika sem þau skoruðu sitthvort markið í, ÍBV virtist alveg sætta sig við stig á erfiðum útivelli í Árbænum og vörðust þær mjög vel í seinni hálfleik sem gerði Fylki erfitt fyrir. Hverjar stóðu upp úr? Hulda Hrund Arnarsdóttir var frábær í Fylkis liðinu hún átti nánast þátt í öllum sóknum sem Fylkir fékk og skilaði hún góðri stoðsendingu í jöfnunarmarki Fylkis. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var góð í marki Fylkis hún varði vel í leiknum og ber það hæst þegar hún lenti í 1 á 1 stöðu á móti Olgu sem hún lokaði vel á. Vörn ÍBV sem heild var mjög vel spilandi í kvöld, þær héldu Fylki frá því að komast góð færi inn í sínum teig og eiga þær skilið stigið í kvöld. Hvað gekk illa? Fylkir byrjaði leikinn mjög illa þær sköpuðu sér enginn færi og virkuðu þær hræddar við pressu ÍBV í upphafi leiks sem mátti sjá þegar þær spörkuðu boltanum oft í burtu í stað þess að spila út úr vörninni. Sóknarleikur ÍBV var mjög sérstakur á köflum hann einkenndist af eigingirni því þær komu sér oft í flottar skyndisóknir en í stað þess að gefa boltann klöppuðu þær honum alltof mikið og máluðu þær sig þar af leiðandi út í horn frekar en að koma að markinu. Hvað er framundan? Næsta umferð byrjar að rúlla á sunnudaginn með leik ÍBV og Þór/KA sem hefst klukkan 16:00. Á mánudagskvöldið eigast við Fylkir og KR á Würth vellinum. Þess má geta að báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Vísi Andri Ólafsson var á sínum tími fyrirliði ÍBV.Vísir Andri Ólafsson: Hefðum átt að nýta skyndi sóknirnar talsvert betur „Við fengum góðar skynd isóknir sem við fórum mjög illa með, Fylkir skoraði gott mark líkt og við og því enduðu leikar með 1-1 jafntefli,” sagði Andri. Skyndi sóknir ÍBV voru fjölmargar í leiknum en alltaf vantaði upp á að liðið gat gert sér dauðafæri úr þeim. „Ég hefði viljað sjá okkur nota færri snertingar á boltann þegar við vorum búnar að opna þær og keyra nær miðjunni sem hefði skilað sér í meiri afgerandi færum en þó fengum við okkar færi sem Cecilía Rán varði mjög vel,” sagði Andri sem var ánægður með stigið á erfiðum útivelli. Andra fannst Fylkir ekki skapa sér mikið af færum í seinni hálfleik þó þær lágu mikið á ÍBV liðinu og áttu hans stelpur bara að taka þessi tvö tækifæri sem þær fengu í seinni hálfleik og skora úr þeim. Varnarleikur ÍBV var mjög góður og stóð vaktina vel þegar Fylkir voru farnar að fjölga leikmönnum fram á við og freista þess að ná inn sigur marki leiksins. „Ég var mjög kátur með vörnina, varnarleikurinn var mjög þéttur hjá okkur alveg frá fremsta til aftasta manns sem er alltaf jákvætt.”
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti