Ertu að fjölga þér? Lestu þetta fyrst Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 13:15 Frumburður minn byrjaði í leikskóla í síðustu viku á frábærri deild. Hann verður 21 mánaða í lok ágúst. Í 21 mánuð hefur hann notið félagsskapar foreldra sinna, verið hjá ömmu og afa, frændum og frænkum. Á meðan ég er afskaplega þakklát fyrir þann tíma þá hefur þetta líka verið þrautin þyngri. Púsla saman dögunum, störfum og skólastundum okkar föður hans. Klukkutími hér, klukkutími þar. Hver getur passað eftir hádegi? Kemst ég á næsta fund? Ég er að öllum líkindum komin með ígildi þriggja meistaragráða í verkefnastjórnun. Það gleymdist nefnilega að gefa mér handbókina: Hvernig er að eiga barn á Íslandi? Hingað er ég komin, frelsari tilvonandi foreldra, að fræða ykkur. Burt með rómantík og rúllettuna. Upp með dagbókina þína. Reyndu eftir bestu getu að skipuleggja mögulegan barnsgefandi getnaðinn þannig að afkomandi þinn komi í heiminn fyrri hluta ársins. Annars endar þú tekjulaus í talsvert langan tíma, með örmagna ömmur og afa og/eða eltandi dagmömmur á Facebook, bjóðandi upp barnið þitt eins og notaðan Ikea skenk. Passaðu þig líka að lesa allar reglur Fæðingarorlofssjóðs í þaula og skipuleggja rómantískar stundir eftir því. Ef þú hefur nefnilega einhvern tímann stigið fyrir utan 9-5 skrifstofuboxið þá gætir þú endað á að fá ekki neitt. Og byrjaðu að leggja fyrir. Það hjálpar með tekjulausa mánuði eða háa greiðsluseðilinn í heimabankanum fyrir daggæslu – ef þú ert heppin/n! Fæðingarorlofið er í ferli að verða framlengt í ár, sem er frábær framför (það er þó bara ef foreldrarnir taka ekki neitt fæðingarorlof saman). En það brúar ekki bilið sem er fyrir. Tímarnir breyttust en þetta ástand stóð í stað. Báðir foreldrarnir eru á vinnumarkaðnum og samfélagið okkar býður sjaldan upp á að fjölskyldur geti lifað á einu tekjum annars. Það eru afskaplega fá hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða 1 árs börnum upp á leikskólapláss. Líkurnar minnka stórlega ef barnið þitt kom í heiminn nálægt jólunum. Eini valkosturinn sem fjölskyldur hafa fyrir utan það að redda sér sjálfar eru dagmömmur eða ungbarnaleikskólar. Ef þú vilt eiga möguleika á plássi á ungbarnaleikskóla þarftu að hringja sjö sinnum á dag, vera með hárréttu samböndin eða mæta með ostakörfur og inneignarbréf. Þú getur líka reynt að komast að hjá dagmömmu. Kannski er heppnin með þér og þú ert með tengsl eða meðmæli og mundir að sækja um 2 árum fyrir fæðingu barnsins. Annars er hópur á Facebook þar sem dagmömmur auglýsa laus pláss. Þá getur þú skrifað athugasemd, vonast til að þú verðir valin/n og keyrt svo með barnið þitt eitthvert út í buskann og látið það dýrmætasta sem þú munt nokkurn tímann eiga í hendur á manneskju sem þú veist ekkert um og vonað að sveitafélagið mæti í vettvangsathugun oftar en einu sinni á ári. Það er ánægjuleg upplifun. Sagði enginn nokkurn tímann. Svo er líka í boði að punga út fjárhæðum fyrir dagvistun sem eru svo háar að það borgar sig eflaust ekki fyrir einhverja að fara aftur að vinna. Þetta vesen er búið að vera viðvarandi í mörg ár. Þetta er vandamál sem skýtur alltaf upp kollinum í umræðunni í aðdraganda kosninga, sveitafélögin lofa öllu fögru en lítið gerist. Framlenging fæðingarorlofsins í tólf mánuði er góð byrjun. Ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman að því að útrýma eyðunni sem skapast á milli fæðingarorlofs og ásættanlegrar dagvistunar. Umönnun barnanna okkar og staða ungbarnaforeldra ætti ekki að vera aukaatriði. Þetta er algjört grundvallaratriði og þar að auki jafnréttismál, enda sýna tölur að þessi eyða endar í yfirgnæfandi flestum tilfellum á mæðrum. Ef yfirvöld eru ekki tilbúin að taka í taumana þá er þetta prýðis leiðarvísir fyrir nýliða í bransanum sem langar í barn. Ég hélt í sakleysi mínu að barnsburður væri dýrmæt afurð hvatvísra ásta sem samfélagið tæki fagnandi. Þetta gekk upp hjá okkur með herkjum en næst ætlum við samt að skipuleggja aðeins betur. Leggja fyrir svo við getum verið heima með barninu okkar róleg og án þess að reiða okkur á fæðingarorlofssjóð. Splæsa í slökunarnudd fyrir ömmurnar. Gera bakgrunnsskoðun á öllum dagmömmum og leikskólakennurum í 10 km radíus. Svo fá getnaðarvarnirnar kannski að fjúka. Höfundur er viðskiptafræðingur með MBA gráðu frá IE Business School Í Madrid. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Börn og uppeldi Fæðingarorlof Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Frumburður minn byrjaði í leikskóla í síðustu viku á frábærri deild. Hann verður 21 mánaða í lok ágúst. Í 21 mánuð hefur hann notið félagsskapar foreldra sinna, verið hjá ömmu og afa, frændum og frænkum. Á meðan ég er afskaplega þakklát fyrir þann tíma þá hefur þetta líka verið þrautin þyngri. Púsla saman dögunum, störfum og skólastundum okkar föður hans. Klukkutími hér, klukkutími þar. Hver getur passað eftir hádegi? Kemst ég á næsta fund? Ég er að öllum líkindum komin með ígildi þriggja meistaragráða í verkefnastjórnun. Það gleymdist nefnilega að gefa mér handbókina: Hvernig er að eiga barn á Íslandi? Hingað er ég komin, frelsari tilvonandi foreldra, að fræða ykkur. Burt með rómantík og rúllettuna. Upp með dagbókina þína. Reyndu eftir bestu getu að skipuleggja mögulegan barnsgefandi getnaðinn þannig að afkomandi þinn komi í heiminn fyrri hluta ársins. Annars endar þú tekjulaus í talsvert langan tíma, með örmagna ömmur og afa og/eða eltandi dagmömmur á Facebook, bjóðandi upp barnið þitt eins og notaðan Ikea skenk. Passaðu þig líka að lesa allar reglur Fæðingarorlofssjóðs í þaula og skipuleggja rómantískar stundir eftir því. Ef þú hefur nefnilega einhvern tímann stigið fyrir utan 9-5 skrifstofuboxið þá gætir þú endað á að fá ekki neitt. Og byrjaðu að leggja fyrir. Það hjálpar með tekjulausa mánuði eða háa greiðsluseðilinn í heimabankanum fyrir daggæslu – ef þú ert heppin/n! Fæðingarorlofið er í ferli að verða framlengt í ár, sem er frábær framför (það er þó bara ef foreldrarnir taka ekki neitt fæðingarorlof saman). En það brúar ekki bilið sem er fyrir. Tímarnir breyttust en þetta ástand stóð í stað. Báðir foreldrarnir eru á vinnumarkaðnum og samfélagið okkar býður sjaldan upp á að fjölskyldur geti lifað á einu tekjum annars. Það eru afskaplega fá hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða 1 árs börnum upp á leikskólapláss. Líkurnar minnka stórlega ef barnið þitt kom í heiminn nálægt jólunum. Eini valkosturinn sem fjölskyldur hafa fyrir utan það að redda sér sjálfar eru dagmömmur eða ungbarnaleikskólar. Ef þú vilt eiga möguleika á plássi á ungbarnaleikskóla þarftu að hringja sjö sinnum á dag, vera með hárréttu samböndin eða mæta með ostakörfur og inneignarbréf. Þú getur líka reynt að komast að hjá dagmömmu. Kannski er heppnin með þér og þú ert með tengsl eða meðmæli og mundir að sækja um 2 árum fyrir fæðingu barnsins. Annars er hópur á Facebook þar sem dagmömmur auglýsa laus pláss. Þá getur þú skrifað athugasemd, vonast til að þú verðir valin/n og keyrt svo með barnið þitt eitthvert út í buskann og látið það dýrmætasta sem þú munt nokkurn tímann eiga í hendur á manneskju sem þú veist ekkert um og vonað að sveitafélagið mæti í vettvangsathugun oftar en einu sinni á ári. Það er ánægjuleg upplifun. Sagði enginn nokkurn tímann. Svo er líka í boði að punga út fjárhæðum fyrir dagvistun sem eru svo háar að það borgar sig eflaust ekki fyrir einhverja að fara aftur að vinna. Þetta vesen er búið að vera viðvarandi í mörg ár. Þetta er vandamál sem skýtur alltaf upp kollinum í umræðunni í aðdraganda kosninga, sveitafélögin lofa öllu fögru en lítið gerist. Framlenging fæðingarorlofsins í tólf mánuði er góð byrjun. Ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman að því að útrýma eyðunni sem skapast á milli fæðingarorlofs og ásættanlegrar dagvistunar. Umönnun barnanna okkar og staða ungbarnaforeldra ætti ekki að vera aukaatriði. Þetta er algjört grundvallaratriði og þar að auki jafnréttismál, enda sýna tölur að þessi eyða endar í yfirgnæfandi flestum tilfellum á mæðrum. Ef yfirvöld eru ekki tilbúin að taka í taumana þá er þetta prýðis leiðarvísir fyrir nýliða í bransanum sem langar í barn. Ég hélt í sakleysi mínu að barnsburður væri dýrmæt afurð hvatvísra ásta sem samfélagið tæki fagnandi. Þetta gekk upp hjá okkur með herkjum en næst ætlum við samt að skipuleggja aðeins betur. Leggja fyrir svo við getum verið heima með barninu okkar róleg og án þess að reiða okkur á fæðingarorlofssjóð. Splæsa í slökunarnudd fyrir ömmurnar. Gera bakgrunnsskoðun á öllum dagmömmum og leikskólakennurum í 10 km radíus. Svo fá getnaðarvarnirnar kannski að fjúka. Höfundur er viðskiptafræðingur með MBA gráðu frá IE Business School Í Madrid. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun