Ertu að fjölga þér? Lestu þetta fyrst Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 13:15 Frumburður minn byrjaði í leikskóla í síðustu viku á frábærri deild. Hann verður 21 mánaða í lok ágúst. Í 21 mánuð hefur hann notið félagsskapar foreldra sinna, verið hjá ömmu og afa, frændum og frænkum. Á meðan ég er afskaplega þakklát fyrir þann tíma þá hefur þetta líka verið þrautin þyngri. Púsla saman dögunum, störfum og skólastundum okkar föður hans. Klukkutími hér, klukkutími þar. Hver getur passað eftir hádegi? Kemst ég á næsta fund? Ég er að öllum líkindum komin með ígildi þriggja meistaragráða í verkefnastjórnun. Það gleymdist nefnilega að gefa mér handbókina: Hvernig er að eiga barn á Íslandi? Hingað er ég komin, frelsari tilvonandi foreldra, að fræða ykkur. Burt með rómantík og rúllettuna. Upp með dagbókina þína. Reyndu eftir bestu getu að skipuleggja mögulegan barnsgefandi getnaðinn þannig að afkomandi þinn komi í heiminn fyrri hluta ársins. Annars endar þú tekjulaus í talsvert langan tíma, með örmagna ömmur og afa og/eða eltandi dagmömmur á Facebook, bjóðandi upp barnið þitt eins og notaðan Ikea skenk. Passaðu þig líka að lesa allar reglur Fæðingarorlofssjóðs í þaula og skipuleggja rómantískar stundir eftir því. Ef þú hefur nefnilega einhvern tímann stigið fyrir utan 9-5 skrifstofuboxið þá gætir þú endað á að fá ekki neitt. Og byrjaðu að leggja fyrir. Það hjálpar með tekjulausa mánuði eða háa greiðsluseðilinn í heimabankanum fyrir daggæslu – ef þú ert heppin/n! Fæðingarorlofið er í ferli að verða framlengt í ár, sem er frábær framför (það er þó bara ef foreldrarnir taka ekki neitt fæðingarorlof saman). En það brúar ekki bilið sem er fyrir. Tímarnir breyttust en þetta ástand stóð í stað. Báðir foreldrarnir eru á vinnumarkaðnum og samfélagið okkar býður sjaldan upp á að fjölskyldur geti lifað á einu tekjum annars. Það eru afskaplega fá hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða 1 árs börnum upp á leikskólapláss. Líkurnar minnka stórlega ef barnið þitt kom í heiminn nálægt jólunum. Eini valkosturinn sem fjölskyldur hafa fyrir utan það að redda sér sjálfar eru dagmömmur eða ungbarnaleikskólar. Ef þú vilt eiga möguleika á plássi á ungbarnaleikskóla þarftu að hringja sjö sinnum á dag, vera með hárréttu samböndin eða mæta með ostakörfur og inneignarbréf. Þú getur líka reynt að komast að hjá dagmömmu. Kannski er heppnin með þér og þú ert með tengsl eða meðmæli og mundir að sækja um 2 árum fyrir fæðingu barnsins. Annars er hópur á Facebook þar sem dagmömmur auglýsa laus pláss. Þá getur þú skrifað athugasemd, vonast til að þú verðir valin/n og keyrt svo með barnið þitt eitthvert út í buskann og látið það dýrmætasta sem þú munt nokkurn tímann eiga í hendur á manneskju sem þú veist ekkert um og vonað að sveitafélagið mæti í vettvangsathugun oftar en einu sinni á ári. Það er ánægjuleg upplifun. Sagði enginn nokkurn tímann. Svo er líka í boði að punga út fjárhæðum fyrir dagvistun sem eru svo háar að það borgar sig eflaust ekki fyrir einhverja að fara aftur að vinna. Þetta vesen er búið að vera viðvarandi í mörg ár. Þetta er vandamál sem skýtur alltaf upp kollinum í umræðunni í aðdraganda kosninga, sveitafélögin lofa öllu fögru en lítið gerist. Framlenging fæðingarorlofsins í tólf mánuði er góð byrjun. Ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman að því að útrýma eyðunni sem skapast á milli fæðingarorlofs og ásættanlegrar dagvistunar. Umönnun barnanna okkar og staða ungbarnaforeldra ætti ekki að vera aukaatriði. Þetta er algjört grundvallaratriði og þar að auki jafnréttismál, enda sýna tölur að þessi eyða endar í yfirgnæfandi flestum tilfellum á mæðrum. Ef yfirvöld eru ekki tilbúin að taka í taumana þá er þetta prýðis leiðarvísir fyrir nýliða í bransanum sem langar í barn. Ég hélt í sakleysi mínu að barnsburður væri dýrmæt afurð hvatvísra ásta sem samfélagið tæki fagnandi. Þetta gekk upp hjá okkur með herkjum en næst ætlum við samt að skipuleggja aðeins betur. Leggja fyrir svo við getum verið heima með barninu okkar róleg og án þess að reiða okkur á fæðingarorlofssjóð. Splæsa í slökunarnudd fyrir ömmurnar. Gera bakgrunnsskoðun á öllum dagmömmum og leikskólakennurum í 10 km radíus. Svo fá getnaðarvarnirnar kannski að fjúka. Höfundur er viðskiptafræðingur með MBA gráðu frá IE Business School Í Madrid. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Börn og uppeldi Fæðingarorlof Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Frumburður minn byrjaði í leikskóla í síðustu viku á frábærri deild. Hann verður 21 mánaða í lok ágúst. Í 21 mánuð hefur hann notið félagsskapar foreldra sinna, verið hjá ömmu og afa, frændum og frænkum. Á meðan ég er afskaplega þakklát fyrir þann tíma þá hefur þetta líka verið þrautin þyngri. Púsla saman dögunum, störfum og skólastundum okkar föður hans. Klukkutími hér, klukkutími þar. Hver getur passað eftir hádegi? Kemst ég á næsta fund? Ég er að öllum líkindum komin með ígildi þriggja meistaragráða í verkefnastjórnun. Það gleymdist nefnilega að gefa mér handbókina: Hvernig er að eiga barn á Íslandi? Hingað er ég komin, frelsari tilvonandi foreldra, að fræða ykkur. Burt með rómantík og rúllettuna. Upp með dagbókina þína. Reyndu eftir bestu getu að skipuleggja mögulegan barnsgefandi getnaðinn þannig að afkomandi þinn komi í heiminn fyrri hluta ársins. Annars endar þú tekjulaus í talsvert langan tíma, með örmagna ömmur og afa og/eða eltandi dagmömmur á Facebook, bjóðandi upp barnið þitt eins og notaðan Ikea skenk. Passaðu þig líka að lesa allar reglur Fæðingarorlofssjóðs í þaula og skipuleggja rómantískar stundir eftir því. Ef þú hefur nefnilega einhvern tímann stigið fyrir utan 9-5 skrifstofuboxið þá gætir þú endað á að fá ekki neitt. Og byrjaðu að leggja fyrir. Það hjálpar með tekjulausa mánuði eða háa greiðsluseðilinn í heimabankanum fyrir daggæslu – ef þú ert heppin/n! Fæðingarorlofið er í ferli að verða framlengt í ár, sem er frábær framför (það er þó bara ef foreldrarnir taka ekki neitt fæðingarorlof saman). En það brúar ekki bilið sem er fyrir. Tímarnir breyttust en þetta ástand stóð í stað. Báðir foreldrarnir eru á vinnumarkaðnum og samfélagið okkar býður sjaldan upp á að fjölskyldur geti lifað á einu tekjum annars. Það eru afskaplega fá hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða 1 árs börnum upp á leikskólapláss. Líkurnar minnka stórlega ef barnið þitt kom í heiminn nálægt jólunum. Eini valkosturinn sem fjölskyldur hafa fyrir utan það að redda sér sjálfar eru dagmömmur eða ungbarnaleikskólar. Ef þú vilt eiga möguleika á plássi á ungbarnaleikskóla þarftu að hringja sjö sinnum á dag, vera með hárréttu samböndin eða mæta með ostakörfur og inneignarbréf. Þú getur líka reynt að komast að hjá dagmömmu. Kannski er heppnin með þér og þú ert með tengsl eða meðmæli og mundir að sækja um 2 árum fyrir fæðingu barnsins. Annars er hópur á Facebook þar sem dagmömmur auglýsa laus pláss. Þá getur þú skrifað athugasemd, vonast til að þú verðir valin/n og keyrt svo með barnið þitt eitthvert út í buskann og látið það dýrmætasta sem þú munt nokkurn tímann eiga í hendur á manneskju sem þú veist ekkert um og vonað að sveitafélagið mæti í vettvangsathugun oftar en einu sinni á ári. Það er ánægjuleg upplifun. Sagði enginn nokkurn tímann. Svo er líka í boði að punga út fjárhæðum fyrir dagvistun sem eru svo háar að það borgar sig eflaust ekki fyrir einhverja að fara aftur að vinna. Þetta vesen er búið að vera viðvarandi í mörg ár. Þetta er vandamál sem skýtur alltaf upp kollinum í umræðunni í aðdraganda kosninga, sveitafélögin lofa öllu fögru en lítið gerist. Framlenging fæðingarorlofsins í tólf mánuði er góð byrjun. Ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman að því að útrýma eyðunni sem skapast á milli fæðingarorlofs og ásættanlegrar dagvistunar. Umönnun barnanna okkar og staða ungbarnaforeldra ætti ekki að vera aukaatriði. Þetta er algjört grundvallaratriði og þar að auki jafnréttismál, enda sýna tölur að þessi eyða endar í yfirgnæfandi flestum tilfellum á mæðrum. Ef yfirvöld eru ekki tilbúin að taka í taumana þá er þetta prýðis leiðarvísir fyrir nýliða í bransanum sem langar í barn. Ég hélt í sakleysi mínu að barnsburður væri dýrmæt afurð hvatvísra ásta sem samfélagið tæki fagnandi. Þetta gekk upp hjá okkur með herkjum en næst ætlum við samt að skipuleggja aðeins betur. Leggja fyrir svo við getum verið heima með barninu okkar róleg og án þess að reiða okkur á fæðingarorlofssjóð. Splæsa í slökunarnudd fyrir ömmurnar. Gera bakgrunnsskoðun á öllum dagmömmum og leikskólakennurum í 10 km radíus. Svo fá getnaðarvarnirnar kannski að fjúka. Höfundur er viðskiptafræðingur með MBA gráðu frá IE Business School Í Madrid. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar