Sport

Tvær í algjörum sérflokki á listanum yfir tekjuhæstu íþróttakonurnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Naomi Osaka og Serena Williams voru tekjuhæstu íþróttakonur heimsins á síðasta ári.
Naomi Osaka og Serena Williams voru tekjuhæstu íþróttakonur heimsins á síðasta ári. Getty/Tim Clayton

Tennisíþróttin á níu efstu sætin á lista Forbes yfir launahæstu íþróttkonur heims á síðasta ári.

Naomi Osaka og Serena Williams eru reyndar í algjörum sérflokki á listanum og voru báðar með næstum því þrisvar sinnum hærri tekjur en sú sem skipar þriðja sætið á listanum.

Naomi Osaka var launahæsta íþróttakona heims með 37,4 milljónir Bandaríkjadala í tekjur eða meira en fimm milljarða íslenskra króna.

Serena Williams kemur ekki langt á eftir henni með 36 milljónir Bandaríkjadala í tekjur eða um 4,8 milljarða íslenskra króna.

Hér er um að ræða allar tekjur íþróttakvennanna frá júní 2019 til júní 2020 það er bæði launagreiðslur og tekjur í gegnum auglýsingar og styrktaraðila.

Serena Williams var í efsta sætinu á síðasta ári en missti nú efsta sætið til Naomi Osaka sem hækkaði sig um eitt sæti.

Þetta var mjög gott ár fyrir bæði Osaka og Williams en þær voru báðar yfir metinu yfir hæsta tekjuáríþróttakonu. Rússneska tenniskonan Maria Sharapova átti metið áður síðan að hún aflaði 29,7 milljónir Bandaríkjadala árið 2015.

Það er aftur á móti langt niður í þriðja sætið sem skipar ástralska tenniskonan Ashleigh Barty. Ashleigh Barty er efst á heimslistanum en hún var með 13,1 milljónir Bandaríkjadala í tekjur á síðasta ári eða 1,77 milljarða króna.

Eina íþróttkonan á topp tíu listanum sem er ekki í tennis er bandaríska knattspyrnukonan Alex Morgan sem var með 4,6 milljónir Bandaríkjadala í tekjur á síðasta ári eða 624 milljónir króna. Það voru þó ekki launin sem voru skila henni tíunda sæti listans því hún fékk 4,2 milljónir dollara frá styrktaraðilum sínum.

Íþróttakonur með mestar tekjur frá júní 2019 til júní 2020:

  • 1. Naomi Osaka, tennis 37,4 milljónir dollara
  • 2. Serena Williams, tennis 36 milljónir dollara
  • 3. Ashleigh Barty, tennis 13,1 milljónir dollara
  • 4. Simona Halep Tennis, tennis 10,9 milljónir dollara
  • 5. Bianca Andreescu, tennis 8,9 milljónir dollara
  • 6. Garbine Muguruza, tennis 6,6 milljónir dollara
  • 7. Elina Svitolina, tennis 6,4 milljónir dollara
  • 8. Sofia Kenin, tennis 5,8 milljónir dollara
  • 9. Angelique Kerber, tennis 5,3 milljónir dollara
  • 10. Alex Morgan, knattspyrna 4,6 milljónir dollara



Fleiri fréttir

Sjá meira


×