„Íslensk útgerðafyrirtæki eru reiðubúin til að greiða meira fyrir auðlindina í Namibíu en hér“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 18:51 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Aðsend Samherji greiddi hærri veiðigjöld í Namíbíu en hér á landi árið 2018 eftir að stjórnvöld þar hækkuðu veiðigjöldin úr einu prósenti í tíu prósent. Formaður Viðreisnar segir þetta sýna að útgerðir séu viljugar til að greiða veiðigjöld þrátt fyrir miklar hækkanir. Auðlindarákvæði í stjórnarskrá sé nauðsyn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar ásamt fleiri þingmönnum óskaði eftir að skýrsla væri gerð um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og þeim skjölum sem RÚV fjallaði um í fréttaskýringaþættinum Kveik í nóvember í fyrra. Miklar deilur urðu á Alþingi vegna beiðninnar. „Þessi skýrslubeiðni er auðvitað ekkert annað heldur en ákveðið lýðskrum sem að fer fram í kjölfarið á alvarlegu máli sem upplýst hefur verið um og er til skoðunar og rannsóknar. Hér er þyrlað upp pólitísku moldviðri útaf ágreiningsefni sem hefur verið um veiðigjöld á Íslandi og því haldið fram að útgerðin skammti sér veiðigjöld eftir því að hún telur að sé hæfilegt hverju sinni,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á alþingi þann 6. febrúar á þessu ári. Það fór þó svo að skýrslubeiðnin var samþykkt á alþingi og var Hagfræðistofnun Háskóla Íslands falið að gera hana. Hún birtist á vef alþingis í gær. Þar kemur fram að á árunum 2012-2017 eru veiðigjöld Samherja í Namibíu um 1 % af verðmæti afla en veiðigjöld sem fyrirtækið greiðir hér á sama tíma frá 5-12%. Árið 2018 var hlutfallið fest í lög í Namibíu og varð þá hærra en hér á landi eða 10%. „Þetta sýnir að stjórnvöld í Namibíu hafa pólitískan kjark til að hækka veiðigjöld verulega þannig að þau verða mun hærri en hér á landi. Íslensk útgerðafyrirtæki eru reiðubúin til að greiða meira fyrir auðlindina í Namibíu en hér. En hér á landi eru svo stjórnvöld sem hafa markvisst lækkað veiðigjöld og það er pólitísk ákvörðun að lækka þau alveg síðan 2013, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Í skýrslunni kemur fram að veiðigjöld á þorski karfa síld og loðnu hér á landi eru mun hærri árið 2012 en árið 2018. Þorgerður vill sjá breytingar. „Við viljum ekki kollvarpa kerfinu heldur uppfæra það þannig að þjóðin fái sinn sanngjarna eðlilega hlut í auðlindinni,“ segir Þorgerður. Hún segir mikilvægt að fá auðlindaákvæði í stjórnarskrá „Það þarf auðlindarákvæði sem bit er í en ekki eitthvað málamiðlunarákvæði stjórnarflokkanna. Þannig að réttur þjóðarinnar sé ótvíræður og að útgerðin hafi tímabundinn aðgang að auðlindinni,“ segir Þorgerður. Í fréttum Bylgjunnar í dag kom fram að Hagfræðistofnun Háskóla Íslands fékk ekki umbeðna árskýrslur frá dótturfélagi Samherja í Namibíu til að hægt væri að bera saman hagnað þar og hér á landi. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá Samherja af hverju gögnin hefðu ekki verið veitt og hafði ekki fengið svör þegar fréttatími Stöðvar 2 fór í loftið. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Viðskipti Tengdar fréttir Samherji sagðist ekki hafa tíma til að taka saman ársreikninga frá Namibíu Samherji greiddi lægra hlutfall veiðigjalda af meðalverði afla í Namibíu frá 2012 til 2017 en hér á landi. 2018 var hlutfallið orðið hærra í Namibíu en hér. Forstöðumaður Hagfræðisstofnunar segir að Samherji hafi ekki afhent umbeðna árskýrslu dótturfyrirtækis síns í Namibíu og því hafi ekki verið hægt að bera saman hagnað í löndunum tveimur. 18. ágúst 2020 13:46 Gjöld vegna veiðiheimilda töluvert hærri í Namibíu en á Íslandi árið 2018 Samherji greiddi árið 2018 meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar veiðiheimildir hér á landi. 18. ágúst 2020 07:31 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Samherji greiddi hærri veiðigjöld í Namíbíu en hér á landi árið 2018 eftir að stjórnvöld þar hækkuðu veiðigjöldin úr einu prósenti í tíu prósent. Formaður Viðreisnar segir þetta sýna að útgerðir séu viljugar til að greiða veiðigjöld þrátt fyrir miklar hækkanir. Auðlindarákvæði í stjórnarskrá sé nauðsyn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar ásamt fleiri þingmönnum óskaði eftir að skýrsla væri gerð um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og þeim skjölum sem RÚV fjallaði um í fréttaskýringaþættinum Kveik í nóvember í fyrra. Miklar deilur urðu á Alþingi vegna beiðninnar. „Þessi skýrslubeiðni er auðvitað ekkert annað heldur en ákveðið lýðskrum sem að fer fram í kjölfarið á alvarlegu máli sem upplýst hefur verið um og er til skoðunar og rannsóknar. Hér er þyrlað upp pólitísku moldviðri útaf ágreiningsefni sem hefur verið um veiðigjöld á Íslandi og því haldið fram að útgerðin skammti sér veiðigjöld eftir því að hún telur að sé hæfilegt hverju sinni,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á alþingi þann 6. febrúar á þessu ári. Það fór þó svo að skýrslubeiðnin var samþykkt á alþingi og var Hagfræðistofnun Háskóla Íslands falið að gera hana. Hún birtist á vef alþingis í gær. Þar kemur fram að á árunum 2012-2017 eru veiðigjöld Samherja í Namibíu um 1 % af verðmæti afla en veiðigjöld sem fyrirtækið greiðir hér á sama tíma frá 5-12%. Árið 2018 var hlutfallið fest í lög í Namibíu og varð þá hærra en hér á landi eða 10%. „Þetta sýnir að stjórnvöld í Namibíu hafa pólitískan kjark til að hækka veiðigjöld verulega þannig að þau verða mun hærri en hér á landi. Íslensk útgerðafyrirtæki eru reiðubúin til að greiða meira fyrir auðlindina í Namibíu en hér. En hér á landi eru svo stjórnvöld sem hafa markvisst lækkað veiðigjöld og það er pólitísk ákvörðun að lækka þau alveg síðan 2013, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Í skýrslunni kemur fram að veiðigjöld á þorski karfa síld og loðnu hér á landi eru mun hærri árið 2012 en árið 2018. Þorgerður vill sjá breytingar. „Við viljum ekki kollvarpa kerfinu heldur uppfæra það þannig að þjóðin fái sinn sanngjarna eðlilega hlut í auðlindinni,“ segir Þorgerður. Hún segir mikilvægt að fá auðlindaákvæði í stjórnarskrá „Það þarf auðlindarákvæði sem bit er í en ekki eitthvað málamiðlunarákvæði stjórnarflokkanna. Þannig að réttur þjóðarinnar sé ótvíræður og að útgerðin hafi tímabundinn aðgang að auðlindinni,“ segir Þorgerður. Í fréttum Bylgjunnar í dag kom fram að Hagfræðistofnun Háskóla Íslands fékk ekki umbeðna árskýrslur frá dótturfélagi Samherja í Namibíu til að hægt væri að bera saman hagnað þar og hér á landi. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá Samherja af hverju gögnin hefðu ekki verið veitt og hafði ekki fengið svör þegar fréttatími Stöðvar 2 fór í loftið.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Viðskipti Tengdar fréttir Samherji sagðist ekki hafa tíma til að taka saman ársreikninga frá Namibíu Samherji greiddi lægra hlutfall veiðigjalda af meðalverði afla í Namibíu frá 2012 til 2017 en hér á landi. 2018 var hlutfallið orðið hærra í Namibíu en hér. Forstöðumaður Hagfræðisstofnunar segir að Samherji hafi ekki afhent umbeðna árskýrslu dótturfyrirtækis síns í Namibíu og því hafi ekki verið hægt að bera saman hagnað í löndunum tveimur. 18. ágúst 2020 13:46 Gjöld vegna veiðiheimilda töluvert hærri í Namibíu en á Íslandi árið 2018 Samherji greiddi árið 2018 meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar veiðiheimildir hér á landi. 18. ágúst 2020 07:31 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Samherji sagðist ekki hafa tíma til að taka saman ársreikninga frá Namibíu Samherji greiddi lægra hlutfall veiðigjalda af meðalverði afla í Namibíu frá 2012 til 2017 en hér á landi. 2018 var hlutfallið orðið hærra í Namibíu en hér. Forstöðumaður Hagfræðisstofnunar segir að Samherji hafi ekki afhent umbeðna árskýrslu dótturfyrirtækis síns í Namibíu og því hafi ekki verið hægt að bera saman hagnað í löndunum tveimur. 18. ágúst 2020 13:46
Gjöld vegna veiðiheimilda töluvert hærri í Namibíu en á Íslandi árið 2018 Samherji greiddi árið 2018 meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar veiðiheimildir hér á landi. 18. ágúst 2020 07:31