Framkvæmdastjóri Eflingar segir minna bera í milli en fólk heldur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. febrúar 2020 19:04 Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir Eflingu ítrekað hafa rétt fram sáttarhönd í deilunni. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Eflingar segir minna bera milli deiluaðila í kjaradeilu félagsins og borgarinnar en margir telja. Borgarstjóri segir áhyggjur sínar af áhrifum verkfallsins fara vaxandi. Ótímabundið verkfall Eflingar nærri tvö þúsund starfsmanna borgarinnar hefur nú staðið síðan á mánudaginn. Samningafundi deiluaðila lauk í gær án árangurs og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst verkfallið hafa sífellt meiri áhrif sem sé áhyggjuefni.Vísir/Sigurjón Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina hafa teygt sig mjög langt til að mæta kröfum Eflingar. Hann nefnir dæmi um hvaða áhrif þær hækkanir sem borgin býður hefur á starfsmenn á leikskólum. „Það sem við erum að bjóða er töluverð hækkun grunnlauna úr 310 þúsund sem er það lægsta í 420 þúsund og síðan koma þá álagsgreiðslur sem eru núna og hafa verið alveg frá mínum fyrsta degi í embætti þegar við hækkuðum launin á leikskólunum en þær myndu haldast áfram þannig að heildarlaun fyrir dagvinnu yrðu þá fyrir lægstu laun á leikskólum 460 þúsund,“ segir Dagur. Hann segir jafnframt að til viðbótar sé verið að tala um styttingu vinnuviku, að orlofsdagar verði þrjátíu og síðan til að koma til móts við þá sem hafa helgað sig starfinu þá sé verið að tala um að starfstengd námskeið og annað verði metin til launa. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir framsetningu borgarstjóra villandi enda sé aðeins um stök dæmi að ræða og þessar hækkanir eigi því ekki við um alla sem eru í verkfalli. Hann segir Eflingu fallast á taxtahækkanir lífskjarasamningsins sem feli í sér 90 þúsund króna hækkun á lægstu laun um það séu allir sammála. Hins vegar sé deilt um hversu mikið til viðbótar laun Eflingarfólks eigi að hækka. „Við höfum þá verið að tala um hækkanir á bilinu minnst 17 þúsund og mest sirka 46 þúsund. Minnst fyrir þá sem eru hæstir í þessum hópi,“ segir Viðar. Þetta þýði þá mögulega að lægstu laun gætu farið í um 440 þúsund eftir því sem Viðar segir sem er um tuttugu þúsund krónum hærra en borgarstjóri talar um í sínu dæmi. Hafa ber þó í huga að deiluaðilar nota ekki endilega sömu aðferðir við að reikna út hækkanir þar sem misjafnt er hvort álagsgreiðslur og annað sé tekið með í reikninginn. Viðar segir ljóst að deiluaðilar ættu að geta náð saman. „Það ber í raun kannski minna á milli heldur en fólk almennt gerir sér grein fyrir og spurningin er aðallega um viðhorfsbreytingu og að fallast á það að það þurfi að eiga sér stað þessi leiðrétting,“ segir Viðar. Borgarstjóri segist hafa þungar áhyggjur af áhrifum verkfallsins. „Eftir því sem að lengist í verkfallinu þá fara áhyggjur mínar því miður bara vaxandi,“ segir Dagur. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar segir minna bera milli deiluaðila í kjaradeilu félagsins og borgarinnar en margir telja. Borgarstjóri segir áhyggjur sínar af áhrifum verkfallsins fara vaxandi. Ótímabundið verkfall Eflingar nærri tvö þúsund starfsmanna borgarinnar hefur nú staðið síðan á mánudaginn. Samningafundi deiluaðila lauk í gær án árangurs og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst verkfallið hafa sífellt meiri áhrif sem sé áhyggjuefni.Vísir/Sigurjón Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina hafa teygt sig mjög langt til að mæta kröfum Eflingar. Hann nefnir dæmi um hvaða áhrif þær hækkanir sem borgin býður hefur á starfsmenn á leikskólum. „Það sem við erum að bjóða er töluverð hækkun grunnlauna úr 310 þúsund sem er það lægsta í 420 þúsund og síðan koma þá álagsgreiðslur sem eru núna og hafa verið alveg frá mínum fyrsta degi í embætti þegar við hækkuðum launin á leikskólunum en þær myndu haldast áfram þannig að heildarlaun fyrir dagvinnu yrðu þá fyrir lægstu laun á leikskólum 460 þúsund,“ segir Dagur. Hann segir jafnframt að til viðbótar sé verið að tala um styttingu vinnuviku, að orlofsdagar verði þrjátíu og síðan til að koma til móts við þá sem hafa helgað sig starfinu þá sé verið að tala um að starfstengd námskeið og annað verði metin til launa. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir framsetningu borgarstjóra villandi enda sé aðeins um stök dæmi að ræða og þessar hækkanir eigi því ekki við um alla sem eru í verkfalli. Hann segir Eflingu fallast á taxtahækkanir lífskjarasamningsins sem feli í sér 90 þúsund króna hækkun á lægstu laun um það séu allir sammála. Hins vegar sé deilt um hversu mikið til viðbótar laun Eflingarfólks eigi að hækka. „Við höfum þá verið að tala um hækkanir á bilinu minnst 17 þúsund og mest sirka 46 þúsund. Minnst fyrir þá sem eru hæstir í þessum hópi,“ segir Viðar. Þetta þýði þá mögulega að lægstu laun gætu farið í um 440 þúsund eftir því sem Viðar segir sem er um tuttugu þúsund krónum hærra en borgarstjóri talar um í sínu dæmi. Hafa ber þó í huga að deiluaðilar nota ekki endilega sömu aðferðir við að reikna út hækkanir þar sem misjafnt er hvort álagsgreiðslur og annað sé tekið með í reikninginn. Viðar segir ljóst að deiluaðilar ættu að geta náð saman. „Það ber í raun kannski minna á milli heldur en fólk almennt gerir sér grein fyrir og spurningin er aðallega um viðhorfsbreytingu og að fallast á það að það þurfi að eiga sér stað þessi leiðrétting,“ segir Viðar. Borgarstjóri segist hafa þungar áhyggjur af áhrifum verkfallsins. „Eftir því sem að lengist í verkfallinu þá fara áhyggjur mínar því miður bara vaxandi,“ segir Dagur.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira