Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. febrúar 2020 04:37 Frá vettvangi brunans í nótt. Vísir/friðrik þór Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út upp úr klukkan þrjú í nótt vegna mikils elds sem kom upp í iðnaðarhúsi við Vesturvör 36 í Kópavogi. Í húsinu er Sælgætisgerðin Freyja og Vélsmiðjan Hamar auk bátasmiðju og plastverksmiðju. Lögregla lokaði nærliggjandi götum. Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðasviðs slökkviliðsins, sagði vettvang ekki hafa litið nógu vel út þegar slökkviliðið kom á vettvang. „Það var töluverður eldur í húsinu en sem betur fer var reyklosun á þakinu sem gerði sitt gagn þannig að eldurinn logaði þar upp. Reyndar dreifðist eldurinn út um þakið á yfirborði eftir pappa en síðan fór okkar fólk inn og náði fljótlega að komast í aðaleldinn,“ segir Vernharð. Vernharð sést hér á vettvangi með sérsveitarmönnum.vísir/jói k. Húsið sem um ræðir er mjög stórt, á milli 3000 til 4000 fermetrar og á tveimur hæðum. „Þarna eru fyrirtæki með starfsemi þar sem er gas og önnur hættuleg efni þarna er plastframleiðsla og annað þannig að já, þetta var hættulegt,“ segir Vernharð. Búið er að ná tökum á eldinum núna en enn er unnið í því að slökkva glæður, hreinsa og reykræsta. Ekki er hægt að segja til um hversu langan tíma það tekur. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins í nótt.vísir/jói k. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir það hafa verið mikla vinnu að ná tökum á eldinum vegna þess hversu stórt og umfangsmikið húsið er. „Þannig að það var heilmikil vinna að rífa og ná tökum og slökkva. Síðan höfum við líka þurft að manna allar útstöðvar út af öðrum verkefnum,“ segir Jón Viðar en allir starfsmenn á frívakt voru kallaðir út í nótt. Spurður út í tjónið hjá þeim fyrirtækjum sem eru með starfsemi í húsinu segir Jón Viðar að það sé örugglega umtalsvert. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að svo stöddu.Fréttin var uppfærð kl. 06:45. Útkallið barst lögreglu rétt upp úr klukkan 3 og var töluverður eldur á staðnum.vísir/jói k. Sælgætisverksmiðja og vélsmiðja er í húsinu auk bátasmiðju og plastverksmiðju.vísir/friðrik þór Það var mikil vinna fyrir slökkviliðsmenn að ná tökum á eldinum.vísir/friðrik þór Kópavogur Slökkvilið Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út upp úr klukkan þrjú í nótt vegna mikils elds sem kom upp í iðnaðarhúsi við Vesturvör 36 í Kópavogi. Í húsinu er Sælgætisgerðin Freyja og Vélsmiðjan Hamar auk bátasmiðju og plastverksmiðju. Lögregla lokaði nærliggjandi götum. Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðasviðs slökkviliðsins, sagði vettvang ekki hafa litið nógu vel út þegar slökkviliðið kom á vettvang. „Það var töluverður eldur í húsinu en sem betur fer var reyklosun á þakinu sem gerði sitt gagn þannig að eldurinn logaði þar upp. Reyndar dreifðist eldurinn út um þakið á yfirborði eftir pappa en síðan fór okkar fólk inn og náði fljótlega að komast í aðaleldinn,“ segir Vernharð. Vernharð sést hér á vettvangi með sérsveitarmönnum.vísir/jói k. Húsið sem um ræðir er mjög stórt, á milli 3000 til 4000 fermetrar og á tveimur hæðum. „Þarna eru fyrirtæki með starfsemi þar sem er gas og önnur hættuleg efni þarna er plastframleiðsla og annað þannig að já, þetta var hættulegt,“ segir Vernharð. Búið er að ná tökum á eldinum núna en enn er unnið í því að slökkva glæður, hreinsa og reykræsta. Ekki er hægt að segja til um hversu langan tíma það tekur. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins í nótt.vísir/jói k. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir það hafa verið mikla vinnu að ná tökum á eldinum vegna þess hversu stórt og umfangsmikið húsið er. „Þannig að það var heilmikil vinna að rífa og ná tökum og slökkva. Síðan höfum við líka þurft að manna allar útstöðvar út af öðrum verkefnum,“ segir Jón Viðar en allir starfsmenn á frívakt voru kallaðir út í nótt. Spurður út í tjónið hjá þeim fyrirtækjum sem eru með starfsemi í húsinu segir Jón Viðar að það sé örugglega umtalsvert. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að svo stöddu.Fréttin var uppfærð kl. 06:45. Útkallið barst lögreglu rétt upp úr klukkan 3 og var töluverður eldur á staðnum.vísir/jói k. Sælgætisverksmiðja og vélsmiðja er í húsinu auk bátasmiðju og plastverksmiðju.vísir/friðrik þór Það var mikil vinna fyrir slökkviliðsmenn að ná tökum á eldinum.vísir/friðrik þór
Kópavogur Slökkvilið Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Sjá meira