Rooney spilar fimmhundruðasta leikinn sinn í Englandi í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2020 15:00 Wayne Rooney snéri aftur í enska boltann í síðasta mánuði. Getty/Harry Trump Wayne Rooney verður í sviðsljósinu í kvöld og það í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Ástæðan er tímamótaleikur hjá þessum fyrrum stórstjörnu og fyrirliða Manchester United. Næsti deildarleikur Wayne Rooney verður hans fimmhundruðasti í Englandi og í kvöld fær Derby County lið Fulham í heimsókn á Pride Park leikvanginn í Derby. Rooney kom til Derby um áramótin en hafði spilað undanfarin tvö ár með D.C. United í bandarísku MLS-deildinni. Wayne Rooney er alls kominn með 499 deildarleiki á Englandi og í þeim hefur hann skorað 210 mörk og gefið 105 stoðsendingar. 500@WayneRooney The former England captain is set to make his 500th English league appearance tonight for Derby v Fulham. Relive his best moments https://t.co/FNtPzydvXG— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 21, 2020 Í tilefni af þessum stóru tímamótum á merkum ferli Wayne Rooney þá hefur Sky Sports tekið saman skemmtilegt yfirlit yfir eftirminnilegustu deildarleiki hans í Englandi. Þar má sjá finna upprifjun á bæði hæðum og lægðum hans allt frá fyrsta leiknum, fyrsta markinu og fyrsta rauða spjaldinu í stærstu stundirnar á glæsilegum tíma hans hjá Manchester United. Wayne Rooney er uppalinn hjá Everton og hóf meistaraflokksferil sinn þar á 2002-03 tímabilinu. Ronney náði að spila í tvö tímabil með Everton áður en Manchester United keypti hann haustið 2004. Wayne Rooney náði síðan að spila þrettán tímabil með Manchester United og vinna enska meistaratitilinn fimm sinnum. Hann spilaði síðan eitt tímabil með Everton (2017-18) áður en hann fór til Bandaríkjanna. Í samantekt Sky Sports má líka sjá fróðlega tölfræði frá ferli Rooney en hann hefur spilað deildarleiki á móti 43 félögum og skorað gegn 37 þeirra. Bretland Enski boltinn Tímamót Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Wayne Rooney verður í sviðsljósinu í kvöld og það í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Ástæðan er tímamótaleikur hjá þessum fyrrum stórstjörnu og fyrirliða Manchester United. Næsti deildarleikur Wayne Rooney verður hans fimmhundruðasti í Englandi og í kvöld fær Derby County lið Fulham í heimsókn á Pride Park leikvanginn í Derby. Rooney kom til Derby um áramótin en hafði spilað undanfarin tvö ár með D.C. United í bandarísku MLS-deildinni. Wayne Rooney er alls kominn með 499 deildarleiki á Englandi og í þeim hefur hann skorað 210 mörk og gefið 105 stoðsendingar. 500@WayneRooney The former England captain is set to make his 500th English league appearance tonight for Derby v Fulham. Relive his best moments https://t.co/FNtPzydvXG— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 21, 2020 Í tilefni af þessum stóru tímamótum á merkum ferli Wayne Rooney þá hefur Sky Sports tekið saman skemmtilegt yfirlit yfir eftirminnilegustu deildarleiki hans í Englandi. Þar má sjá finna upprifjun á bæði hæðum og lægðum hans allt frá fyrsta leiknum, fyrsta markinu og fyrsta rauða spjaldinu í stærstu stundirnar á glæsilegum tíma hans hjá Manchester United. Wayne Rooney er uppalinn hjá Everton og hóf meistaraflokksferil sinn þar á 2002-03 tímabilinu. Ronney náði að spila í tvö tímabil með Everton áður en Manchester United keypti hann haustið 2004. Wayne Rooney náði síðan að spila þrettán tímabil með Manchester United og vinna enska meistaratitilinn fimm sinnum. Hann spilaði síðan eitt tímabil með Everton (2017-18) áður en hann fór til Bandaríkjanna. Í samantekt Sky Sports má líka sjá fróðlega tölfræði frá ferli Rooney en hann hefur spilað deildarleiki á móti 43 félögum og skorað gegn 37 þeirra.
Bretland Enski boltinn Tímamót Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira