Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn, systkini sem öll eru yngri en níu ára, og unga foreldra þeirra, til Grikklands. Fjölskyldan kemur frá Írak en fékk alþjóðlega vernd í Grikklandi þar sem þau bjuggu við slæmar aðstæður heima fyrir, áttu varla fyrir mat, höfðu orðið fyrir pólitískum ofsóknum og voru beitt ofbeldi.
Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Móðir leikskólabarns sem hefur verið heima í vikunni vegna verkfalls Eflingar segir hvern dag vera púsluspil. Foreldrar um alla Reykjavík hafa misst úr vinnu, tekið börnin með sér í vinnuna eða leitað til foreldra og annarra vandamanna til að bregðast við verkfallinu sem hófst á mánudag. Ekki hefur verið boðaður nýr samningafundar í deilunni. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.
Einnig verður fjallað um nýjan búnað sem kom að góðum notum í eldsvoða í Kópavogi í nótt, gasmengun í Elvörpum á Reykjanesi og nýjungar í matvælaframleiðslu.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.