Verjum Elliðaárdalinn - skrifum undir Marta Guðjónsdóttir skrifar 22. febrúar 2020 11:00 Nú ríður á að Reykvíkingar, jafnt í efri byggðum sem neðri, fylki sér saman, skrifi undir áskorun Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, og leggi þar með sitt á vogarskálarnar, gegn því að meirihluti borgarstjórnar leyfi dularfullum milljarðamæringum að breyta suðurmörkum Elliðaárdalsins í Disneyland fyrir túrista. Í Elliðaárdalnum eigum við Reykvíkingar okkar náttúruperlur, minjar og sögusöfn sem vitna um okkar eigin sögu og sérkenni. Risavöxnum alþjóðlegum túristatraksjónum með yfirbyggðum suðrænum pálmatrjám, börum og kaffistofum, yrði þar ofaukið með sína bílaumferð, bílastæði og ljósadýrð. Borgarstjórnarmeirihlutinn breytti skipulagsskilmálum syðst í Elliðaárdalnum í nóvember síðastliðnum til að heimila þar túristabyggingu að grunnfleti 4.500 fermetrar auk þess sem þar er gert ráð fyrir tveimur öðrum stórbyggingum og risa bílastæði. Á sama borgarstjórnarfundi hafnaði borgarstjórnarmeirihlutinn þeirri tillögu okkar í minnihlutanum um að Reykvíkingar fengju að kjósa um þessar framkvæmdir. Og þetta er því miður einungis byrjunin á aðförinni að „Græna treflinum“ sem nær frá Hljómskálagarðinum og upp í Heiðmörk. Í bígerð eru fleiri slíkar aðfarir með tilheyrandi stórbyggingjum, m.a. í Víðidalnum. Það er ekki að ástæðulausu að Umhverfisstofun ríkisins lagðist gegn þessum áformum, sem og formaður og stjórn Landverndar. Allir raunverulegir náttúruvermdarsinnar vilja vernda Elliðaárdalinn fyrir gróðabralli af þessum toga. Á skal að ósi stemma. Við skulum því skrifa undir áskorun Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins og gera þannig borgaryfirvöldum það ljóst í eitt skipti fyrir öll, að við höfnum þessari aðför að Elliðaárdalnum og stöndum vörð um „græna trefla“ Reykjavíkur sem í raun eru lungu borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Reykjavík Skipulag Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Nú ríður á að Reykvíkingar, jafnt í efri byggðum sem neðri, fylki sér saman, skrifi undir áskorun Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, og leggi þar með sitt á vogarskálarnar, gegn því að meirihluti borgarstjórnar leyfi dularfullum milljarðamæringum að breyta suðurmörkum Elliðaárdalsins í Disneyland fyrir túrista. Í Elliðaárdalnum eigum við Reykvíkingar okkar náttúruperlur, minjar og sögusöfn sem vitna um okkar eigin sögu og sérkenni. Risavöxnum alþjóðlegum túristatraksjónum með yfirbyggðum suðrænum pálmatrjám, börum og kaffistofum, yrði þar ofaukið með sína bílaumferð, bílastæði og ljósadýrð. Borgarstjórnarmeirihlutinn breytti skipulagsskilmálum syðst í Elliðaárdalnum í nóvember síðastliðnum til að heimila þar túristabyggingu að grunnfleti 4.500 fermetrar auk þess sem þar er gert ráð fyrir tveimur öðrum stórbyggingum og risa bílastæði. Á sama borgarstjórnarfundi hafnaði borgarstjórnarmeirihlutinn þeirri tillögu okkar í minnihlutanum um að Reykvíkingar fengju að kjósa um þessar framkvæmdir. Og þetta er því miður einungis byrjunin á aðförinni að „Græna treflinum“ sem nær frá Hljómskálagarðinum og upp í Heiðmörk. Í bígerð eru fleiri slíkar aðfarir með tilheyrandi stórbyggingjum, m.a. í Víðidalnum. Það er ekki að ástæðulausu að Umhverfisstofun ríkisins lagðist gegn þessum áformum, sem og formaður og stjórn Landverndar. Allir raunverulegir náttúruvermdarsinnar vilja vernda Elliðaárdalinn fyrir gróðabralli af þessum toga. Á skal að ósi stemma. Við skulum því skrifa undir áskorun Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins og gera þannig borgaryfirvöldum það ljóst í eitt skipti fyrir öll, að við höfnum þessari aðför að Elliðaárdalnum og stöndum vörð um „græna trefla“ Reykjavíkur sem í raun eru lungu borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun