Morðingjarnir sem segjast fá samþykki Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2020 23:15 Grace Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt. Réttarhöldin yfir manninum sem myrti breska bakpokaferðalanginn Grace Millane þykja lýsandi fyrir réttarhöld í sambærilegum málum, þar sem sakborningar bera því fyrir sig að andlát hafi borið að við „óhapp“ í kynlífi. Slík málsvörn hefur verið kennd við skáldsöguna „Fimmtíu gráir skuggar“ – og málum þar sem henni bregður fyrir fer fjölgandi. Grace Millane var 22 ára á ferðalagi um Nýja-Sjáland þegar hún mælti sér mót við morðingja sinn, 28 ára Nýsjálending, í gegnum stefnumótaforritið Tinder í lok árs 2018. Maðurinn var í vikunni dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa kyrkt Millane á hótelherbergi í Auckland er þau stunduðu kynlíf, troðið líki hennar í ferðatösku og grafið það í töskunni rétt fyrir utan borgarmörkin. Sagðist hafa fengið samþykki Bæði dómari í málinu og saksóknari sögðu manninn hafa sýnt einbeittan brotavilja. Sá síðarnefndi lýsti verknaðinum jafnframt sem sérstaklega „siðspilltum“ í ljósi þess að eftir að maðurinn myrti Millane hafi hann horft á klám og tekið myndir af nöktu líki hennar. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, hefur ávallt neitað sök. Málflutningur verjanda hans við réttarhöldin var einkum byggður á því að Millane hefði notið þess að stunda „harkalegt kynlíf“ og að andlát hennar hefði verið slys. Maðurinn hefði þannig fengið samþykki Millane áður en hann herti að hálsi hennar, og það hefði verið gert til að „ná fram unaði“. Af þessum sökum var einkalíf og kynhegðun Millane mjög til umræðu við réttarhöldin, líkt og rakið hefur verið í umfjöllun fjölmiðla um málið. Foreldrar Grace Millane mæta í dómsal í Auckland í fyrra.Getty/Phil Walter Mildari dómar Þekkt er að sakborningar, sem ákærðir eru fyrir morð á konum, hafi uppi sambærilegar varnir í réttarsal, þ.e. að um hafi verið að ræða óhapp í kynlífi sem stundað var með samþykki beggja aðila. Samkvæmt frétt CNN hefur slíkur málflutningur oft verið kenndur við skáldsöguna Fimmtíu gráir skuggar (e. 50 Shades of Grey), sem hverfist að stórum hluta um ástarsamband konu og karls, og BDSM-kynlíf sem þau stunda. CNN greinir jafnframt frá því að það færist nú í aukana að gripið sé til slíkra varna. Þannig hefur kynferðisofbeldi, þar sem báðir aðilar voru sagðir „samþykkir“ athæfinu, komið við sögu við andlát sextíu breskra kvenna frá árinu 1972, samkvæmt tölum frá samtökunum We Can‘t Consent to This (ísl. Við getum ekki samþykkt þetta). Átján þessara kvenna eru sagðar hafa látist á síðustu fimm árum. Þá segja samtökin að í nær helmingi málanna hafi sakborningar hlotið vægari dóma, verið sýknaðir eða aðild þeirra að endingu ekki rannsökuð ef þeir báru því fyrir sig að áverka kvennanna mætti rekja til óhapps í kynlífi. Sökinni varpað á þolandann Susan Edward, lögfræðingur og prófessor við Buckingham-háskóla, segir í samtali við CNN að umrædd málsvörn, þ.e. „óhapp í harkalegu kynlífi“, hefði lítið upp á sig ein og sér. Slík rök gætu þó mildað dóma í morðmálum. „Til að sanna morð þarf að sýna fram á ásetning. Þannig að, ef þau geta samþykkt kviðdóminn um að það hafi ekki verið ásetningur til að drepa, þá er dæmt fyrir manndráp.“ Þá hefur CNN eftir Fionu Mackenzie, stofnanda We Can‘t Consent to This, að öll málin eigi það sameiginlegt að fara ítarlega ofan í saumana á einkalífi og kynhegðun þolandans, konunnar. Sökin sé þannig oft færð yfir á þolandann, bæði í réttarsalnum og umfjöllun fjölmiðla. Morðið á Grace Millane hefur vakið mikinn óhugnað meðal Nýsjálendinga, einkum ungra kvenna. Saksóknari sagði við réttarhöldin að með verknaðinum hefði maðurinn gert Nýja-Sjáland að hættulegri stað og knúið konur til að endurhugsa sambönd sín við karlmenn. Umfjöllun CNN. Kynferðisofbeldi Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36 Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 „Hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér“ Maðurinn sem fundinn var sekur um morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi. 21. febrúar 2020 09:07 Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Réttarhöldin yfir manninum sem myrti breska bakpokaferðalanginn Grace Millane þykja lýsandi fyrir réttarhöld í sambærilegum málum, þar sem sakborningar bera því fyrir sig að andlát hafi borið að við „óhapp“ í kynlífi. Slík málsvörn hefur verið kennd við skáldsöguna „Fimmtíu gráir skuggar“ – og málum þar sem henni bregður fyrir fer fjölgandi. Grace Millane var 22 ára á ferðalagi um Nýja-Sjáland þegar hún mælti sér mót við morðingja sinn, 28 ára Nýsjálending, í gegnum stefnumótaforritið Tinder í lok árs 2018. Maðurinn var í vikunni dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa kyrkt Millane á hótelherbergi í Auckland er þau stunduðu kynlíf, troðið líki hennar í ferðatösku og grafið það í töskunni rétt fyrir utan borgarmörkin. Sagðist hafa fengið samþykki Bæði dómari í málinu og saksóknari sögðu manninn hafa sýnt einbeittan brotavilja. Sá síðarnefndi lýsti verknaðinum jafnframt sem sérstaklega „siðspilltum“ í ljósi þess að eftir að maðurinn myrti Millane hafi hann horft á klám og tekið myndir af nöktu líki hennar. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, hefur ávallt neitað sök. Málflutningur verjanda hans við réttarhöldin var einkum byggður á því að Millane hefði notið þess að stunda „harkalegt kynlíf“ og að andlát hennar hefði verið slys. Maðurinn hefði þannig fengið samþykki Millane áður en hann herti að hálsi hennar, og það hefði verið gert til að „ná fram unaði“. Af þessum sökum var einkalíf og kynhegðun Millane mjög til umræðu við réttarhöldin, líkt og rakið hefur verið í umfjöllun fjölmiðla um málið. Foreldrar Grace Millane mæta í dómsal í Auckland í fyrra.Getty/Phil Walter Mildari dómar Þekkt er að sakborningar, sem ákærðir eru fyrir morð á konum, hafi uppi sambærilegar varnir í réttarsal, þ.e. að um hafi verið að ræða óhapp í kynlífi sem stundað var með samþykki beggja aðila. Samkvæmt frétt CNN hefur slíkur málflutningur oft verið kenndur við skáldsöguna Fimmtíu gráir skuggar (e. 50 Shades of Grey), sem hverfist að stórum hluta um ástarsamband konu og karls, og BDSM-kynlíf sem þau stunda. CNN greinir jafnframt frá því að það færist nú í aukana að gripið sé til slíkra varna. Þannig hefur kynferðisofbeldi, þar sem báðir aðilar voru sagðir „samþykkir“ athæfinu, komið við sögu við andlát sextíu breskra kvenna frá árinu 1972, samkvæmt tölum frá samtökunum We Can‘t Consent to This (ísl. Við getum ekki samþykkt þetta). Átján þessara kvenna eru sagðar hafa látist á síðustu fimm árum. Þá segja samtökin að í nær helmingi málanna hafi sakborningar hlotið vægari dóma, verið sýknaðir eða aðild þeirra að endingu ekki rannsökuð ef þeir báru því fyrir sig að áverka kvennanna mætti rekja til óhapps í kynlífi. Sökinni varpað á þolandann Susan Edward, lögfræðingur og prófessor við Buckingham-háskóla, segir í samtali við CNN að umrædd málsvörn, þ.e. „óhapp í harkalegu kynlífi“, hefði lítið upp á sig ein og sér. Slík rök gætu þó mildað dóma í morðmálum. „Til að sanna morð þarf að sýna fram á ásetning. Þannig að, ef þau geta samþykkt kviðdóminn um að það hafi ekki verið ásetningur til að drepa, þá er dæmt fyrir manndráp.“ Þá hefur CNN eftir Fionu Mackenzie, stofnanda We Can‘t Consent to This, að öll málin eigi það sameiginlegt að fara ítarlega ofan í saumana á einkalífi og kynhegðun þolandans, konunnar. Sökin sé þannig oft færð yfir á þolandann, bæði í réttarsalnum og umfjöllun fjölmiðla. Morðið á Grace Millane hefur vakið mikinn óhugnað meðal Nýsjálendinga, einkum ungra kvenna. Saksóknari sagði við réttarhöldin að með verknaðinum hefði maðurinn gert Nýja-Sjáland að hættulegri stað og knúið konur til að endurhugsa sambönd sín við karlmenn. Umfjöllun CNN.
Kynferðisofbeldi Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36 Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 „Hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér“ Maðurinn sem fundinn var sekur um morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi. 21. febrúar 2020 09:07 Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36
Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56
„Hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér“ Maðurinn sem fundinn var sekur um morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi. 21. febrúar 2020 09:07
Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29