Leik Berglindar frestað vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar á Ítalíu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. febrúar 2020 12:13 Berglind Björg Þorvaldsdóttir er markahrókur. vísir/Getty Íslensk knattspyrnukona sem leikur með ítalska liðinu AC Mílan segir að þungt sé yfir fólki vegna kórónaveirunnar Covid-19 . Leik sem liðið átti að spila í morgun var frestað vegna veirunnar en leikmenn mega ekki yfirgefa húsnæði sín í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikur með ítalska liðinu AC Mílan. Í morgun var leik liðsins gegn Fiorentina frestað vegna kórónaveirunnar Covid-19. „Þegar við vöknuðum í morgun fengum við þau skilaboð að leik karlanna hafi verið aflýst og svo sömuleiðis okkar leik. Dagurinn byrjaði bara þannig,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Leikmenn hafa fengið þau skilaboð að halda sig innandyra í dag. „Við fengum plan sem við áttum að fylgja eftir. Við megum ekki fara út eða fara út að borða eða neitt. Við eigum að halda okkur innandyra í dag og svo verður talað betur við okkur á morgun,“ sagði Berglind. Hún segir þungt yfir fólki vegna ástandsins á Ítalíu. „Það voru allir frekar smeykir í morgun þegar við fengum þessar fréttir. Svo lásum við greinar á netinu um að tveir hafi látist á Ítalíu í gær vegna veirunnar þannig það er ekki létt yfir fólkinu en ekkert til að panikka yfir,“ sagði Berglind. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu til þessa. Forsætisráðherra landsins kynnti áætlunina í gærkvöldi eftir að staðfest var að 79 hafi smitast af veirunni í landinu og tveir látist. Ferðafrelsi um fimmtíu þúsund íbúa Í Langbarða- og Venetohéraði á Norður-Ítalíu hefur verið skert verulega og fólk beðið um að halda kyrru fyrir heima. Íslendingar erlendis Ítalía Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Íslensk knattspyrnukona sem leikur með ítalska liðinu AC Mílan segir að þungt sé yfir fólki vegna kórónaveirunnar Covid-19 . Leik sem liðið átti að spila í morgun var frestað vegna veirunnar en leikmenn mega ekki yfirgefa húsnæði sín í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikur með ítalska liðinu AC Mílan. Í morgun var leik liðsins gegn Fiorentina frestað vegna kórónaveirunnar Covid-19. „Þegar við vöknuðum í morgun fengum við þau skilaboð að leik karlanna hafi verið aflýst og svo sömuleiðis okkar leik. Dagurinn byrjaði bara þannig,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Leikmenn hafa fengið þau skilaboð að halda sig innandyra í dag. „Við fengum plan sem við áttum að fylgja eftir. Við megum ekki fara út eða fara út að borða eða neitt. Við eigum að halda okkur innandyra í dag og svo verður talað betur við okkur á morgun,“ sagði Berglind. Hún segir þungt yfir fólki vegna ástandsins á Ítalíu. „Það voru allir frekar smeykir í morgun þegar við fengum þessar fréttir. Svo lásum við greinar á netinu um að tveir hafi látist á Ítalíu í gær vegna veirunnar þannig það er ekki létt yfir fólkinu en ekkert til að panikka yfir,“ sagði Berglind. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu til þessa. Forsætisráðherra landsins kynnti áætlunina í gærkvöldi eftir að staðfest var að 79 hafi smitast af veirunni í landinu og tveir látist. Ferðafrelsi um fimmtíu þúsund íbúa Í Langbarða- og Venetohéraði á Norður-Ítalíu hefur verið skert verulega og fólk beðið um að halda kyrru fyrir heima.
Íslendingar erlendis Ítalía Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46