Solskjær: Fernandes blanda af Scholes og Veron Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2020 20:00 Bruno Fernandes skorar sitt fyrsta mark fyrir Manchester United. vísir/getty „Hann er svolítil blanda af Scholes og Veron,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hæstánægður með hinn portúgalska Bruno Fernandes sem slegið hefur í gegn á fyrstu vikum sínum hjá enska félaginu. Fernandes skoraði sitt fyrsta mark fyrir United í dag, úr víti sem hann náði í sjálfur, og átti sinn þátt í hinum tveimur mörkunum í 3-0 sigri á Watford. United keypti þennan sóknarsinnnaða miðjumann fyrir 47 milljónir punda (sú upphæð getur hækkað í 67,6 milljónir punda) frá Sporting Lissabon í janúar. „Miðað við markaðinn í dag þá held ég að við höfum gert góð kaup. Hann hefur komið inn og staðið sig mjög vel, gefið öllum aukakraft og þannig gert meira en að vera bara nýr leikmaður. Hann hefur líka gert eitthvað fyrir áhorfendurna. Maður sér að stuðningsmennirnir eru vanir svona persónuleika, hugarfari og hæfileikum. Þetta er það sem stuðningsmenn hafa séð hjá mörgum United-leikmönnum í gegnum tíðina,“ sagði Solskjær eftir leikinn í dag. „Frá fyrsta degi, frá fyrstu mínútu, hefur hann skapað sér sess í hópnum, heimtandi boltann á sinni fyrstu æfingu. Sumir leikmenn þurfa tíma til að komast inn í hlutina en hann var fullur sjálfstrausts frá upphafi,“ sagði Solskjær, og líkti Fernandes svo við tvo fyrrverandi leikmenn United: „Hann er svolítil blanda af [Paul] Scholes og [Juan Sebastian] Veron, í rauninni. Hann er með skapgerð Verons og marga af hæfileikum hans og Scholes. Hann hefur staðið sig stórkostlega. Hann hefur sýnt hvaða persónuleika hann hefur, að hann er Manchester United-maður sem vill stíga út á Old Trafford, stöðugt vera að fá boltann, vill stjórna ferðinni og hjálpa liðsfélögum sínum. Það var frábært hvernig hann afgreiddi vítaspyrnuna,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Tengdar fréttir Glæsimörk í öruggum sigri United Bruno Fernandes skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United þegar liðið sigraði Watford á heimavelli. 23. febrúar 2020 15:45 Hefur elskað Man. United síðan hann sá Ronaldo spila með liðinu Portúgalinn Bruno Fernandes varð í gær leikmaður Manchester United og segist ætla að gera allt til þess að vinna titla með félaginu. 31. janúar 2020 09:00 Tók Bruno Fernandes einn leik að komast í lið umferðarinnar hjá BBC Bruno Fernandes lék sinn fyrsta leik fyrir Manchester United um helgina eftir að hafa gengið í raðir liðsins í síðustu viku frá Sporting Lisbon. 3. febrúar 2020 12:30 Ronaldo og Nani gefa Fernandes sín bestu meðmæli Gamlar United-hetjur eru hrifnar af nýjasta leikmanni liðsins. 31. janúar 2020 12:30 Bruno Fernandes orðinn leikmaður United Manchester United hefur staðfest félagaskipti Brunos Fernandes. 30. janúar 2020 17:03 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira
„Hann er svolítil blanda af Scholes og Veron,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hæstánægður með hinn portúgalska Bruno Fernandes sem slegið hefur í gegn á fyrstu vikum sínum hjá enska félaginu. Fernandes skoraði sitt fyrsta mark fyrir United í dag, úr víti sem hann náði í sjálfur, og átti sinn þátt í hinum tveimur mörkunum í 3-0 sigri á Watford. United keypti þennan sóknarsinnnaða miðjumann fyrir 47 milljónir punda (sú upphæð getur hækkað í 67,6 milljónir punda) frá Sporting Lissabon í janúar. „Miðað við markaðinn í dag þá held ég að við höfum gert góð kaup. Hann hefur komið inn og staðið sig mjög vel, gefið öllum aukakraft og þannig gert meira en að vera bara nýr leikmaður. Hann hefur líka gert eitthvað fyrir áhorfendurna. Maður sér að stuðningsmennirnir eru vanir svona persónuleika, hugarfari og hæfileikum. Þetta er það sem stuðningsmenn hafa séð hjá mörgum United-leikmönnum í gegnum tíðina,“ sagði Solskjær eftir leikinn í dag. „Frá fyrsta degi, frá fyrstu mínútu, hefur hann skapað sér sess í hópnum, heimtandi boltann á sinni fyrstu æfingu. Sumir leikmenn þurfa tíma til að komast inn í hlutina en hann var fullur sjálfstrausts frá upphafi,“ sagði Solskjær, og líkti Fernandes svo við tvo fyrrverandi leikmenn United: „Hann er svolítil blanda af [Paul] Scholes og [Juan Sebastian] Veron, í rauninni. Hann er með skapgerð Verons og marga af hæfileikum hans og Scholes. Hann hefur staðið sig stórkostlega. Hann hefur sýnt hvaða persónuleika hann hefur, að hann er Manchester United-maður sem vill stíga út á Old Trafford, stöðugt vera að fá boltann, vill stjórna ferðinni og hjálpa liðsfélögum sínum. Það var frábært hvernig hann afgreiddi vítaspyrnuna,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Tengdar fréttir Glæsimörk í öruggum sigri United Bruno Fernandes skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United þegar liðið sigraði Watford á heimavelli. 23. febrúar 2020 15:45 Hefur elskað Man. United síðan hann sá Ronaldo spila með liðinu Portúgalinn Bruno Fernandes varð í gær leikmaður Manchester United og segist ætla að gera allt til þess að vinna titla með félaginu. 31. janúar 2020 09:00 Tók Bruno Fernandes einn leik að komast í lið umferðarinnar hjá BBC Bruno Fernandes lék sinn fyrsta leik fyrir Manchester United um helgina eftir að hafa gengið í raðir liðsins í síðustu viku frá Sporting Lisbon. 3. febrúar 2020 12:30 Ronaldo og Nani gefa Fernandes sín bestu meðmæli Gamlar United-hetjur eru hrifnar af nýjasta leikmanni liðsins. 31. janúar 2020 12:30 Bruno Fernandes orðinn leikmaður United Manchester United hefur staðfest félagaskipti Brunos Fernandes. 30. janúar 2020 17:03 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira
Glæsimörk í öruggum sigri United Bruno Fernandes skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United þegar liðið sigraði Watford á heimavelli. 23. febrúar 2020 15:45
Hefur elskað Man. United síðan hann sá Ronaldo spila með liðinu Portúgalinn Bruno Fernandes varð í gær leikmaður Manchester United og segist ætla að gera allt til þess að vinna titla með félaginu. 31. janúar 2020 09:00
Tók Bruno Fernandes einn leik að komast í lið umferðarinnar hjá BBC Bruno Fernandes lék sinn fyrsta leik fyrir Manchester United um helgina eftir að hafa gengið í raðir liðsins í síðustu viku frá Sporting Lisbon. 3. febrúar 2020 12:30
Ronaldo og Nani gefa Fernandes sín bestu meðmæli Gamlar United-hetjur eru hrifnar af nýjasta leikmanni liðsins. 31. janúar 2020 12:30
Bruno Fernandes orðinn leikmaður United Manchester United hefur staðfest félagaskipti Brunos Fernandes. 30. janúar 2020 17:03