Mikil uppbygging í þágu fatlaðs fólks í Reykjavík Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 24. febrúar 2020 12:00 Húsnæðismál eru brýn velferðarmál. Mikið hefur áunnist í réttindabaráttu fatlaðs fólks síðustu ár. En ljóst var strax árið 2011, þegar sveitarfélög tóku yfir málaflokkinn, að þörf var á gríðarlegri uppbyggingu í búsetuúrræðum fatlaðs fólks, enda hafði málaflokkurinn verði vanræktur um langt skeið. Þegar ég tók tímabundið við formennsku í velferðarráði í upphafi árs 2014 lagði ég áherslu á að framkvæma fyrstu heildstæðu þarfagreininguna á húsnæðisþörf fatlaðs fólks í Reykjavík. Árið 2016 var síðan samþykkt ákveðin neyðaruppbyggingaráætlun til að bregðast við þeim bráðavanda sem uppi varð. Sú áætlun gilti til 2018 og komst að fullu til framkvæmda. Árið 2017 var síðan samþykkt samhljóma uppbyggingaráætlun í húsnæðismálum fatlaðra sem gildir til ársins 2030. Ljóst er að vandinn var mikill og uppsafnaður, en þó að verkefnin séu ærin og umfangsmikil dugar ekki að leggja árar í bát. Vinstri græn í borginni höfðu kjark til að setja búsetumál fatlaðra á oddinn og tryggja fullt fjármagn til að fylgja eftir metnaðarfullri uppbyggingaráætlun í málaflokknum allt til ársins 2030. Á árunum 2016-2019 hefur sértækum búsetuúrræðum fjölgað um 71 í Reykjavík. Á rúmlega tveimur árum bíða 48 færri eftir sértæku húsnæði auk þess sem 38 einstaklingar hafa fengið milliflutning í nýtt og betra húsnæði. Meðal annars samhliða innleiðingu áætlunar um niðurlagningu herbergjasambýla. Til stendur að fjölga íbúðum fyrir fatlað fólk í Reykjavík um allt að 183 til ársins 2030. Við Vinstri græn munum áfram vinna að því að tryggja öllum viðeigandi húsnæði óháð fötlun eða félagslegri stöðu. Samhliða mikilli uppbyggingu í húsnæðismálum fatlaðs fólks hefur orðið mikil breyting á allri þjónustu við fatlað fólk, m.a vegna nýrra laga. Unnið er að því að auka val fatlaðs fólks þegar kemur að búsetu og þjónustu og tryggja fólki þjónustu óháð búsetuformi. Þjónusta út frá kjarna, færanleg búsetuteymi, NPA og öflug stuðningsþjónusta eru nú í mikilli framþróun til að mæta kröfum nútímans um að allir geti lifað með reisn í okkar samfélagi. Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Félagsmál Reykjavík Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Húsnæðismál eru brýn velferðarmál. Mikið hefur áunnist í réttindabaráttu fatlaðs fólks síðustu ár. En ljóst var strax árið 2011, þegar sveitarfélög tóku yfir málaflokkinn, að þörf var á gríðarlegri uppbyggingu í búsetuúrræðum fatlaðs fólks, enda hafði málaflokkurinn verði vanræktur um langt skeið. Þegar ég tók tímabundið við formennsku í velferðarráði í upphafi árs 2014 lagði ég áherslu á að framkvæma fyrstu heildstæðu þarfagreininguna á húsnæðisþörf fatlaðs fólks í Reykjavík. Árið 2016 var síðan samþykkt ákveðin neyðaruppbyggingaráætlun til að bregðast við þeim bráðavanda sem uppi varð. Sú áætlun gilti til 2018 og komst að fullu til framkvæmda. Árið 2017 var síðan samþykkt samhljóma uppbyggingaráætlun í húsnæðismálum fatlaðra sem gildir til ársins 2030. Ljóst er að vandinn var mikill og uppsafnaður, en þó að verkefnin séu ærin og umfangsmikil dugar ekki að leggja árar í bát. Vinstri græn í borginni höfðu kjark til að setja búsetumál fatlaðra á oddinn og tryggja fullt fjármagn til að fylgja eftir metnaðarfullri uppbyggingaráætlun í málaflokknum allt til ársins 2030. Á árunum 2016-2019 hefur sértækum búsetuúrræðum fjölgað um 71 í Reykjavík. Á rúmlega tveimur árum bíða 48 færri eftir sértæku húsnæði auk þess sem 38 einstaklingar hafa fengið milliflutning í nýtt og betra húsnæði. Meðal annars samhliða innleiðingu áætlunar um niðurlagningu herbergjasambýla. Til stendur að fjölga íbúðum fyrir fatlað fólk í Reykjavík um allt að 183 til ársins 2030. Við Vinstri græn munum áfram vinna að því að tryggja öllum viðeigandi húsnæði óháð fötlun eða félagslegri stöðu. Samhliða mikilli uppbyggingu í húsnæðismálum fatlaðs fólks hefur orðið mikil breyting á allri þjónustu við fatlað fólk, m.a vegna nýrra laga. Unnið er að því að auka val fatlaðs fólks þegar kemur að búsetu og þjónustu og tryggja fólki þjónustu óháð búsetuformi. Þjónusta út frá kjarna, færanleg búsetuteymi, NPA og öflug stuðningsþjónusta eru nú í mikilli framþróun til að mæta kröfum nútímans um að allir geti lifað með reisn í okkar samfélagi. Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar