Fjöldi smitaðra utan Kína tvöfaldast á einni viku Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. febrúar 2020 21:00 Svona hefur þróunin verið undanfarna daga. Vísir/AP Óttast er að heimsfaraldur verði vegna nýju kórónaveirunnar, sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Fjöldi smita utan meginlands Kína hefur meira en tvöfaldast á einni viku. Enn hafa langflest smit greinst í Kína, eða rúm 77 þúsund. Smitum hefur fjölgað í nágrannalöndunum Suður-Kóreu og Japan. Þá er ótalið skemmtiferðaskipið Diamond Princess, þar sem á sjöunda hundrað sjúklinga voru í sóttkví. Tugir smita hafa nú greinst í Íran og fyrstu tilfellin bárust þaðan til Íraks, Afganistna, Kúveit og Barein í dag. Stjórnvöld í Íran neituðu í dag þeim fréttum að fimmtíu hafi látist vegna veirunnar í borginni Qom, líkt og greint hafði verið frá. Þingmaður stjórnarandstöðunnar sagði yfirvöld ljúga um ástandið. Ef við lítum til Evrópu má sjá að ástandið er verst í Ítalíu. Rúm 200 hafa smitast og að minnsta kosti sex látið lífið. Í þremur öðrum Evrópulöndum hefur fjöldi smita farið yfir tíu; Þýskalandi, Bretlandi og Frakklandi. Undanfarna viku hefur fjöldi smita utan meginlands Kína tekið kipp og meira en tvöfaldast. Farið úr um þúsund í um 2400. Útbreiðslan ótrúleg Tedros Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninna, sagði á fundi í dag að þessi hraða útbreiðsla veirunnar sé með ólíkindum. „Það er ótrúlegt að hugsa til þess að við vissum ekki af þessari veiru fyrir tveimur mánuðum. Á síðustu vikum höfum við séð hversu hratt ný veira getur dreift úr sér og valdið víðtækum óttak.“ Hann sagði stofnunina nú sérstaklega fylgjast með þróuninni í Íran, Suður-Kóreu og á Ítalíu og minnti á að stofnunin hafi nú þegar lýst yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna veirunnar. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Óttast er að heimsfaraldur verði vegna nýju kórónaveirunnar, sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Fjöldi smita utan meginlands Kína hefur meira en tvöfaldast á einni viku. Enn hafa langflest smit greinst í Kína, eða rúm 77 þúsund. Smitum hefur fjölgað í nágrannalöndunum Suður-Kóreu og Japan. Þá er ótalið skemmtiferðaskipið Diamond Princess, þar sem á sjöunda hundrað sjúklinga voru í sóttkví. Tugir smita hafa nú greinst í Íran og fyrstu tilfellin bárust þaðan til Íraks, Afganistna, Kúveit og Barein í dag. Stjórnvöld í Íran neituðu í dag þeim fréttum að fimmtíu hafi látist vegna veirunnar í borginni Qom, líkt og greint hafði verið frá. Þingmaður stjórnarandstöðunnar sagði yfirvöld ljúga um ástandið. Ef við lítum til Evrópu má sjá að ástandið er verst í Ítalíu. Rúm 200 hafa smitast og að minnsta kosti sex látið lífið. Í þremur öðrum Evrópulöndum hefur fjöldi smita farið yfir tíu; Þýskalandi, Bretlandi og Frakklandi. Undanfarna viku hefur fjöldi smita utan meginlands Kína tekið kipp og meira en tvöfaldast. Farið úr um þúsund í um 2400. Útbreiðslan ótrúleg Tedros Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninna, sagði á fundi í dag að þessi hraða útbreiðsla veirunnar sé með ólíkindum. „Það er ótrúlegt að hugsa til þess að við vissum ekki af þessari veiru fyrir tveimur mánuðum. Á síðustu vikum höfum við séð hversu hratt ný veira getur dreift úr sér og valdið víðtækum óttak.“ Hann sagði stofnunina nú sérstaklega fylgjast með þróuninni í Íran, Suður-Kóreu og á Ítalíu og minnti á að stofnunin hafi nú þegar lýst yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna veirunnar.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira