Aðalsteinn nýr ríkissáttasemjari Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 11:35 Aðalsteinn Leifsson hefur verið aðstoðarsáttasemjari frá því í byrjun árs 2019. ríkissáttasemjari Aðalsteinn Leifsson, framkvæmdastjóri hjá EFTA og aðstoðarsáttasemjari, er nýr ríkissáttasemjari. Félags- og barnamálaráðherra taldi hann hæfastan til starfsins, en ráðgefandi hæfnisnefnd sem skipuð var í aðdraganda ráðningarinnar taldi þrjá umsækjendur jafn hæfa. Helga Jónsdóttir, sem hefur verið settur ríkissáttasemjari síðan Bryndís Hlöðversdóttir lét af störfum um áramót, mun gegna embætti ríkissáttasemjara þar til Aðalsteinn tekur við starfinu þann 1. apríl næstkomandi. Ráðningarferlið þótti langt, staða ríkissáttasemjara var auglýst laus til umsóknar 5. desember og var umsóknarfrestur til og með 20. desember. Alls bárust sex umsóknir en einn dró umsókn sína til baka á síðari stigum. Félagsmálaráðherra skipaði ráðgefandi hæfnisnefnd sem í áttu sæti skrifstofustjóri ráðuneytis hans, Drífa Snædal forseti ASÍ og Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins. Nefndin taldi þrjá umsækjendur jafn hæfa og skilaði nefndin tillögum sínum þann 27. janúar síðastliðinn. „Það er mat félags- og barnamálaráðherra að af þessum þremur einstaklingum uppfylli Aðalsteinn Leifsson best þær kröfur sem gerðar eru til þess sem skipaður verður í embættið,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins um skipun Aðalsteins og ferill hans rakinn. Það er gert með neðangreindum hætti: Aðalsteinn lauk MBA námi frá Edinburgh Business School / Herriot Watt University í október 2004. Auk þess hefur hann lokið MSc námi frá London School of Economics (LSE). Þá stundaði hann doktorsnám í samningatækni hjá Greneoble Ecole de Management samhliða vinnu á árunum 2016-2018. Frá því í janúar 2014 hefur Aðalsteinn leitt daglegan rekstur EFTA sem hefur starfstöðvar í Genf, Brussel og Luxemburg og tæplega eitt hundrað starfsmenn en í því starfi hefur meðal annars reynt á verkstjórn og forystuhæfileika Aðalsteins, oft og tíðum við krefjandi aðstæður.Einnig hefur hann leitt skrifstofu aðalframkvæmdastjóra EFTA. Samhliða starfi sínu hjá EFTA hefur Aðalsteinn starfað sem lektor við Háskólann í Reykjavík þar sem hann hefur meðal annars kennt samningatækni og lausn deilumála í MBA námi og í meistaranámi innan hinna ýmsu deilda skólans. Í framangreindri kennslu, við ráðgjöf og í nýlegri bók sinni sem og samningaviðræðum almennt hefur Aðalsteinn lagt áherslu á traust, heiðarleika, opin samskipti og gagnkvæman ávinning. Þá hefur Aðalsteinn, eins og áður er nefnt, starfað sem aðstoðarríkissáttasemjari frá því í byrjun árs 2019 vegna samninga á almennum vinnumarkaði og hefur hann veitt embættinu liðsinni og verið til ráðgjafar auk þess að sitja fundi með samningsaðilum þar sem meðal annars hefur reynt á hæfni hans í mannlegum samskiptum. Aðalsteinn hefur því víðtæka þekkingu og reynslu á samningamálum en auk fræðilegrar þekkingar hefur hann reynslu af þátttöku í samningaviðræðum, kennslu í samningatækni, ráðgjöf við samningsaðila og aðstoð við deiluaðila við að bæta samskipti en allt er þetta reynsla og þekking sem talin er mikilvæg þegar kemur að því að skipa í embætti ríkissáttasemjara. Í ljósi framangreinds er það mat félags- og barnamálaráðherra að Aðalsteinn sé best til þess fallin, af þeim umsækjendum sem framangreind nefnd taldi hæfasta til að gegna embætti ríkissáttasemjara, til að annast sáttastörf í vinnudeilum milli launafólks og félaga þess annars vegar og atvinnurekenda og félaga þeirra hins vegar. Kjaramál Vistaskipti Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Aðalsteinn Leifsson, framkvæmdastjóri hjá EFTA og aðstoðarsáttasemjari, er nýr ríkissáttasemjari. Félags- og barnamálaráðherra taldi hann hæfastan til starfsins, en ráðgefandi hæfnisnefnd sem skipuð var í aðdraganda ráðningarinnar taldi þrjá umsækjendur jafn hæfa. Helga Jónsdóttir, sem hefur verið settur ríkissáttasemjari síðan Bryndís Hlöðversdóttir lét af störfum um áramót, mun gegna embætti ríkissáttasemjara þar til Aðalsteinn tekur við starfinu þann 1. apríl næstkomandi. Ráðningarferlið þótti langt, staða ríkissáttasemjara var auglýst laus til umsóknar 5. desember og var umsóknarfrestur til og með 20. desember. Alls bárust sex umsóknir en einn dró umsókn sína til baka á síðari stigum. Félagsmálaráðherra skipaði ráðgefandi hæfnisnefnd sem í áttu sæti skrifstofustjóri ráðuneytis hans, Drífa Snædal forseti ASÍ og Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins. Nefndin taldi þrjá umsækjendur jafn hæfa og skilaði nefndin tillögum sínum þann 27. janúar síðastliðinn. „Það er mat félags- og barnamálaráðherra að af þessum þremur einstaklingum uppfylli Aðalsteinn Leifsson best þær kröfur sem gerðar eru til þess sem skipaður verður í embættið,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins um skipun Aðalsteins og ferill hans rakinn. Það er gert með neðangreindum hætti: Aðalsteinn lauk MBA námi frá Edinburgh Business School / Herriot Watt University í október 2004. Auk þess hefur hann lokið MSc námi frá London School of Economics (LSE). Þá stundaði hann doktorsnám í samningatækni hjá Greneoble Ecole de Management samhliða vinnu á árunum 2016-2018. Frá því í janúar 2014 hefur Aðalsteinn leitt daglegan rekstur EFTA sem hefur starfstöðvar í Genf, Brussel og Luxemburg og tæplega eitt hundrað starfsmenn en í því starfi hefur meðal annars reynt á verkstjórn og forystuhæfileika Aðalsteins, oft og tíðum við krefjandi aðstæður.Einnig hefur hann leitt skrifstofu aðalframkvæmdastjóra EFTA. Samhliða starfi sínu hjá EFTA hefur Aðalsteinn starfað sem lektor við Háskólann í Reykjavík þar sem hann hefur meðal annars kennt samningatækni og lausn deilumála í MBA námi og í meistaranámi innan hinna ýmsu deilda skólans. Í framangreindri kennslu, við ráðgjöf og í nýlegri bók sinni sem og samningaviðræðum almennt hefur Aðalsteinn lagt áherslu á traust, heiðarleika, opin samskipti og gagnkvæman ávinning. Þá hefur Aðalsteinn, eins og áður er nefnt, starfað sem aðstoðarríkissáttasemjari frá því í byrjun árs 2019 vegna samninga á almennum vinnumarkaði og hefur hann veitt embættinu liðsinni og verið til ráðgjafar auk þess að sitja fundi með samningsaðilum þar sem meðal annars hefur reynt á hæfni hans í mannlegum samskiptum. Aðalsteinn hefur því víðtæka þekkingu og reynslu á samningamálum en auk fræðilegrar þekkingar hefur hann reynslu af þátttöku í samningaviðræðum, kennslu í samningatækni, ráðgjöf við samningsaðila og aðstoð við deiluaðila við að bæta samskipti en allt er þetta reynsla og þekking sem talin er mikilvæg þegar kemur að því að skipa í embætti ríkissáttasemjara. Í ljósi framangreinds er það mat félags- og barnamálaráðherra að Aðalsteinn sé best til þess fallin, af þeim umsækjendum sem framangreind nefnd taldi hæfasta til að gegna embætti ríkissáttasemjara, til að annast sáttastörf í vinnudeilum milli launafólks og félaga þess annars vegar og atvinnurekenda og félaga þeirra hins vegar.
Kjaramál Vistaskipti Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?