Fengu miða undir hurðina þar sem tilkynnt var um sóttkvína Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 12:44 Lögregluþjónn stendur vörð fyrir utan Costa Adeje Palace-hótelið á Tenerife í morgun. Vísir/lóa pind Gestir á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, sem sæta nú sóttkví vegna kórónuveirusmits, fengu tilkynningu um sóttkvína á miða sem rennt var undir hurðina að herbergjum þeirra. Þetta hefur BBC eftir gestum á hótelinu. Myndir af miðanum voru birtar á samfélagsmiðlum í dag. Ítalskur læknir sem dvaldi á umræddu hóteli á Tenerife greindist með Covid-19-kórónuveiruna. Talið er að hann sé frá héraði á Norður-Ítalíu, þar sem mörg tilfelli veirunnar hafa greinst undanfarna daga. Sjö Íslendingar eru jafnframt sagðir í sóttkví á hótelinu. Sjá einnig: Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Gestum á hótelinu var í fyrstu sagt að halda kyrru fyrir í herbergjum sínum á meðan læknisskoðanir færu fram, að því er fram kemur í spænskum fjölmiðlum. Gestum var greint frá þessu á miða sem rennt var undir hurðina að herbergjum þeirra í morgun. Mynd af miðanum var birt á Facebook og síðar einnig á Twitter. „Okkur þykir fyrir því að tilkynna ykkur að af heilsufarsástæðum hefur hótelinu verið lokað. Þar til tilkynning berst frá heilbrigðisyfirvöldum verðið þið að halda ykkur inn í herbergjum ykkar,“ stendur á miðanum, sem sjá má hér fyrir neðan. Hotel H10 Costa Adeje Palace hotel in Tenerife #Covid_19 #coronavirus #COVID2019 #Tenerife #Spain pic.twitter.com/dKBeZBxz8L— EOS Flanders (@Cryptomee) February 25, 2020 BBC ræðir við John Turton, gest á hótelinu, sem segir að hann og kona hans hafi séð miðann en svo heyrt í fólk á leið í morgunmat. Hótelið hafi vissulega verið girt af en gestirnir reyni að gera gott úr stöðunni. „Við höfum ekki fengið frekari upplýsingar aðrar en þær sem komu fram á miðanum en við ætlum bara að bíða, reyna að njóta frísins og sjá hvað setur,“ segir Turton. Christopher Betts, annar gestur á hótelinu, segir í samtali við Reuters-fréttaveituna að hann sjái lögreglumenn við gæslu fyrir utan hótelið og um fimmtíu hótelstarfsmenn. Hann segist ekki hafa verið prófaður fyrir kórónuveiru og þá hafi gestir ekki fengið neinar upplýsingar. Grunur um smitið á Tenerife kom upp seint í gærkvöldi. Alls hafa nú þrjú tilfelli kórónaveirunnar verið staðfest á Spáni. Ekkert bendir til þess að faraldur veirunnar geisi á Tenerife og hafa heilbrigðisyfirvöld hér á landi ekki séð ástæðu til að vara við ferðum Íslendinga þangað. Því er þó beint til þeirra sem dvalið hafa á Costa Adeje Palace-hótelinu að sæta tveggja vikna sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52 Fjórtán daga sóttkví fyrir þá sem dvalið hafa á hótelinu Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim Íslendingum sem dvalið hafa á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife að vera í sóttkví í fjórtán daga við heimkomu til Íslands. 25. febrúar 2020 11:15 Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Gestir á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, sem sæta nú sóttkví vegna kórónuveirusmits, fengu tilkynningu um sóttkvína á miða sem rennt var undir hurðina að herbergjum þeirra. Þetta hefur BBC eftir gestum á hótelinu. Myndir af miðanum voru birtar á samfélagsmiðlum í dag. Ítalskur læknir sem dvaldi á umræddu hóteli á Tenerife greindist með Covid-19-kórónuveiruna. Talið er að hann sé frá héraði á Norður-Ítalíu, þar sem mörg tilfelli veirunnar hafa greinst undanfarna daga. Sjö Íslendingar eru jafnframt sagðir í sóttkví á hótelinu. Sjá einnig: Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Gestum á hótelinu var í fyrstu sagt að halda kyrru fyrir í herbergjum sínum á meðan læknisskoðanir færu fram, að því er fram kemur í spænskum fjölmiðlum. Gestum var greint frá þessu á miða sem rennt var undir hurðina að herbergjum þeirra í morgun. Mynd af miðanum var birt á Facebook og síðar einnig á Twitter. „Okkur þykir fyrir því að tilkynna ykkur að af heilsufarsástæðum hefur hótelinu verið lokað. Þar til tilkynning berst frá heilbrigðisyfirvöldum verðið þið að halda ykkur inn í herbergjum ykkar,“ stendur á miðanum, sem sjá má hér fyrir neðan. Hotel H10 Costa Adeje Palace hotel in Tenerife #Covid_19 #coronavirus #COVID2019 #Tenerife #Spain pic.twitter.com/dKBeZBxz8L— EOS Flanders (@Cryptomee) February 25, 2020 BBC ræðir við John Turton, gest á hótelinu, sem segir að hann og kona hans hafi séð miðann en svo heyrt í fólk á leið í morgunmat. Hótelið hafi vissulega verið girt af en gestirnir reyni að gera gott úr stöðunni. „Við höfum ekki fengið frekari upplýsingar aðrar en þær sem komu fram á miðanum en við ætlum bara að bíða, reyna að njóta frísins og sjá hvað setur,“ segir Turton. Christopher Betts, annar gestur á hótelinu, segir í samtali við Reuters-fréttaveituna að hann sjái lögreglumenn við gæslu fyrir utan hótelið og um fimmtíu hótelstarfsmenn. Hann segist ekki hafa verið prófaður fyrir kórónuveiru og þá hafi gestir ekki fengið neinar upplýsingar. Grunur um smitið á Tenerife kom upp seint í gærkvöldi. Alls hafa nú þrjú tilfelli kórónaveirunnar verið staðfest á Spáni. Ekkert bendir til þess að faraldur veirunnar geisi á Tenerife og hafa heilbrigðisyfirvöld hér á landi ekki séð ástæðu til að vara við ferðum Íslendinga þangað. Því er þó beint til þeirra sem dvalið hafa á Costa Adeje Palace-hótelinu að sæta tveggja vikna sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52 Fjórtán daga sóttkví fyrir þá sem dvalið hafa á hótelinu Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim Íslendingum sem dvalið hafa á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife að vera í sóttkví í fjórtán daga við heimkomu til Íslands. 25. febrúar 2020 11:15 Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52
Fjórtán daga sóttkví fyrir þá sem dvalið hafa á hótelinu Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim Íslendingum sem dvalið hafa á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife að vera í sóttkví í fjórtán daga við heimkomu til Íslands. 25. febrúar 2020 11:15
Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45
Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14