Segir ekki verið að skera niður stuðning við nýsköpun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 17:23 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, tilkynnti í dag um ákvörðun sína um að leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands niður. vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, segir að stór ákvörðun á borð við þá að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands sé erfið. Slíka ákvörðun þurfi að undirbyggja vel þegar áhrifin eru augljós á jafnmargt starfsfólk og raun ber vitni. Hún segir ákvörðunina ekki fela í sér niðurskurð ríkisins þegar kemur að stuðningi við nýsköpun heldur sé verið að forgangsraða fjármunum upp á nýtt. Ráðherra tilkynnti um ákvörðun sína að leggja stofnunina niður um næstu áramót á ríkisstjórnarfundi í morgun. Starfsfólki var svo kynnt ákvörðunin á fundi með ráðuneytisstjóra eftir hádegi. Hjá miðstöðinni starfa 81 í 73 stöðugildum, þar af fimm á landsbyggðinni. Engum var sagt upp í dag en það liggur í hlutarins að enginn mun starfa hjá Nýsköpunarmiðstöðinni eftir áramót. „Auðvitað er stór ákvörðun erfið og hana þarf að undirbyggja mjög vel þegar áhrifin eru augljós á þetta margt starfsfólk. Þess vegna höfum við líka gefið okkar góðan tíma í að undirbyggja hana og greina. Við gáfum út nýsköpunarstefnu sem var unnin í þverpólitískri nálgun þar sem eitt leiðarljósanna er auðvitað að nýta eigi fjármagn til rannsókna og frumkvöðla umfram umsýslu og yfirbyggingu. Við fórum síðan í greiningu og úr því kemur ákveðin niðurstaða. Við erum að segja upphátt og skýrt hvert við viljum fara en við erum líka að gefa okkur góðan tíma til að gera það,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við Vísi. Nýsköpunarmiðstöð Íslands í Keldnaholti.Vísir/Vilhelm Vilja byggja upp sterkara stuðningsumhverfi úti á landi Ákveðin verkefni sem verið hafa hjá Nýsköpunarmiðstöð munu lifa áfram á nýjum stað á meðan öðrum verður hætt. „Svo er áformað að byggja upp sterkara stuðningsumhverfi úti á landi þannig að það er hrein byggðaaðgerð. Hluti af því að ná meiri árangri sem nýsköpunarland er að umhverfið sé sterkara úti á landi fyrir alla þá sem þar búa og tækifærin sem eru þar,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún segir að hlutverk Nýsköpunarmiðstöðvarinnar hafi verið mikilvægt og það sé meðal annars út af stofnuninni og því sem starfsfólkið þar hefur áorkað sem íslenskt samfélag sé komið lengra í þróun og þroskaðra nýsköpunarumhverfi. Þess þá heldur eigi að endurskoða hvar stuðningi ríkisins sé best varið. Þórdís Kolbrún segir að sér hafi fundið skipta máli af virðingu við starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar að gera hlutina í réttri röð. „Auðvitað er það þannig að það eru mörg samtöl sem eru eftir, við hagsmunaaðila og stofnunina. Við gátum ekki hafið það samtal því mér fannst skipta máli af virðingu við starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar að þetta yrði gert í réttri röð, að þau fengju fyrst að vita um áformin þannig að nú er svo vinna eftir,“ segir ráðherra. Sigríður Ingvarsdóttir, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar. Hún sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að ákvörðun ráðherra hefði komið starfsfólki á óvart.Vísir/vilhelm Leggur áherslu á mikilvægi nýsköpunar hjá hinu opinbera Þórdís Kolbrún segir hugmyndina ekki vera þá að ríkið skeri niður þegar kemur að stuðningi við nýsköpun heldur að forgangsraða fjármunum upp á nýtt. Ríkið bakki þannig þar sem ekki sé lengur þörf fyrir stuðning með jafnsterkum hætti og áður en auki stuðning annars staðar, til dæmis úti á landi. Þá leggur ráðherra áherslu á mikilvægi nýsköpunar hjá hinu opinbera. „Ég get ekki sagt það nógu oft að það er okkur sem samfélagi lífsnauðsynlegt að stórauka nýsköpun hjá hinu opinbera, hvort sem það er í heilbrigðiskerfi, velferðarkerfi eða þjónustu hins opinbera gagnvart borgurum. Mér finnst það eiga að vera forgangsatriði hjá stjórnvöldum að styðja við það og flýta þeirri þróun og þegar þú forgangsraðar fjármunum þá myndast svigrúm til að gera það,“ segir Þórdís Kolbrún. Að því er fram kom í tilkynningu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna málsins í dag hafa bein framlög úr ríkissjóði til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands verið rúmlega 700 milljónir króna árlega. Ráðgert er að tæplega helmingur þess fjármagns verði notaður til að fylgja eftir þeim verkefnum stofnunarinnar sem framhald verður á. Aðspurð í þessu ljósi hvort ríkið sé ekki bara að draga saman seglin þegar kemur að nýsköpun svarar Þórdís Kolbrún neitandi. „Hugmyndin er, eins og lagt er upp með og eins og áætlanir líta út núna sem geta tekið breytingum, að um það bil helmingur fari í verkefni áfram sem í dag eru hjá Nýsköpunarmiðstöð á nýjum stað, í nýju umhverfi og svo framvegis. Þá snýst það um forgangsröðun fjármuna. Við erum ekki að tala um neinn niðurskurð í stuðningi ríkisins þegar kemur að nýsköpun. Við erum í rauninni að endurskoða hvað er forgangsmál hjá hinu opinbera að beina stuðningi hins opinbera í þessu nýsköpunarumhverfi. Það snýst þá um það að horfa til þess hvert eru peningarnir fara og eru þeir á réttum stað.“ Nýsköpun Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands Nýsköpunarráðherra ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands um næstu áramót og finna nýjan farveg þeim verkefnum sem haldið verður áfram. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra tilkynnti þetta á fundi ríkisstjórnar í morgun. 25. febrúar 2020 14:19 „Fólk er auðvitað dálítið hissa“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, hefur tekið ákvörðun um að leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands niður frá næstu áramótum. 25. febrúar 2020 16:03 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, segir að stór ákvörðun á borð við þá að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands sé erfið. Slíka ákvörðun þurfi að undirbyggja vel þegar áhrifin eru augljós á jafnmargt starfsfólk og raun ber vitni. Hún segir ákvörðunina ekki fela í sér niðurskurð ríkisins þegar kemur að stuðningi við nýsköpun heldur sé verið að forgangsraða fjármunum upp á nýtt. Ráðherra tilkynnti um ákvörðun sína að leggja stofnunina niður um næstu áramót á ríkisstjórnarfundi í morgun. Starfsfólki var svo kynnt ákvörðunin á fundi með ráðuneytisstjóra eftir hádegi. Hjá miðstöðinni starfa 81 í 73 stöðugildum, þar af fimm á landsbyggðinni. Engum var sagt upp í dag en það liggur í hlutarins að enginn mun starfa hjá Nýsköpunarmiðstöðinni eftir áramót. „Auðvitað er stór ákvörðun erfið og hana þarf að undirbyggja mjög vel þegar áhrifin eru augljós á þetta margt starfsfólk. Þess vegna höfum við líka gefið okkar góðan tíma í að undirbyggja hana og greina. Við gáfum út nýsköpunarstefnu sem var unnin í þverpólitískri nálgun þar sem eitt leiðarljósanna er auðvitað að nýta eigi fjármagn til rannsókna og frumkvöðla umfram umsýslu og yfirbyggingu. Við fórum síðan í greiningu og úr því kemur ákveðin niðurstaða. Við erum að segja upphátt og skýrt hvert við viljum fara en við erum líka að gefa okkur góðan tíma til að gera það,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við Vísi. Nýsköpunarmiðstöð Íslands í Keldnaholti.Vísir/Vilhelm Vilja byggja upp sterkara stuðningsumhverfi úti á landi Ákveðin verkefni sem verið hafa hjá Nýsköpunarmiðstöð munu lifa áfram á nýjum stað á meðan öðrum verður hætt. „Svo er áformað að byggja upp sterkara stuðningsumhverfi úti á landi þannig að það er hrein byggðaaðgerð. Hluti af því að ná meiri árangri sem nýsköpunarland er að umhverfið sé sterkara úti á landi fyrir alla þá sem þar búa og tækifærin sem eru þar,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún segir að hlutverk Nýsköpunarmiðstöðvarinnar hafi verið mikilvægt og það sé meðal annars út af stofnuninni og því sem starfsfólkið þar hefur áorkað sem íslenskt samfélag sé komið lengra í þróun og þroskaðra nýsköpunarumhverfi. Þess þá heldur eigi að endurskoða hvar stuðningi ríkisins sé best varið. Þórdís Kolbrún segir að sér hafi fundið skipta máli af virðingu við starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar að gera hlutina í réttri röð. „Auðvitað er það þannig að það eru mörg samtöl sem eru eftir, við hagsmunaaðila og stofnunina. Við gátum ekki hafið það samtal því mér fannst skipta máli af virðingu við starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar að þetta yrði gert í réttri röð, að þau fengju fyrst að vita um áformin þannig að nú er svo vinna eftir,“ segir ráðherra. Sigríður Ingvarsdóttir, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar. Hún sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að ákvörðun ráðherra hefði komið starfsfólki á óvart.Vísir/vilhelm Leggur áherslu á mikilvægi nýsköpunar hjá hinu opinbera Þórdís Kolbrún segir hugmyndina ekki vera þá að ríkið skeri niður þegar kemur að stuðningi við nýsköpun heldur að forgangsraða fjármunum upp á nýtt. Ríkið bakki þannig þar sem ekki sé lengur þörf fyrir stuðning með jafnsterkum hætti og áður en auki stuðning annars staðar, til dæmis úti á landi. Þá leggur ráðherra áherslu á mikilvægi nýsköpunar hjá hinu opinbera. „Ég get ekki sagt það nógu oft að það er okkur sem samfélagi lífsnauðsynlegt að stórauka nýsköpun hjá hinu opinbera, hvort sem það er í heilbrigðiskerfi, velferðarkerfi eða þjónustu hins opinbera gagnvart borgurum. Mér finnst það eiga að vera forgangsatriði hjá stjórnvöldum að styðja við það og flýta þeirri þróun og þegar þú forgangsraðar fjármunum þá myndast svigrúm til að gera það,“ segir Þórdís Kolbrún. Að því er fram kom í tilkynningu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna málsins í dag hafa bein framlög úr ríkissjóði til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands verið rúmlega 700 milljónir króna árlega. Ráðgert er að tæplega helmingur þess fjármagns verði notaður til að fylgja eftir þeim verkefnum stofnunarinnar sem framhald verður á. Aðspurð í þessu ljósi hvort ríkið sé ekki bara að draga saman seglin þegar kemur að nýsköpun svarar Þórdís Kolbrún neitandi. „Hugmyndin er, eins og lagt er upp með og eins og áætlanir líta út núna sem geta tekið breytingum, að um það bil helmingur fari í verkefni áfram sem í dag eru hjá Nýsköpunarmiðstöð á nýjum stað, í nýju umhverfi og svo framvegis. Þá snýst það um forgangsröðun fjármuna. Við erum ekki að tala um neinn niðurskurð í stuðningi ríkisins þegar kemur að nýsköpun. Við erum í rauninni að endurskoða hvað er forgangsmál hjá hinu opinbera að beina stuðningi hins opinbera í þessu nýsköpunarumhverfi. Það snýst þá um það að horfa til þess hvert eru peningarnir fara og eru þeir á réttum stað.“
Nýsköpun Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands Nýsköpunarráðherra ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands um næstu áramót og finna nýjan farveg þeim verkefnum sem haldið verður áfram. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra tilkynnti þetta á fundi ríkisstjórnar í morgun. 25. febrúar 2020 14:19 „Fólk er auðvitað dálítið hissa“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, hefur tekið ákvörðun um að leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands niður frá næstu áramótum. 25. febrúar 2020 16:03 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands Nýsköpunarráðherra ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands um næstu áramót og finna nýjan farveg þeim verkefnum sem haldið verður áfram. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra tilkynnti þetta á fundi ríkisstjórnar í morgun. 25. febrúar 2020 14:19
„Fólk er auðvitað dálítið hissa“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, hefur tekið ákvörðun um að leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands niður frá næstu áramótum. 25. febrúar 2020 16:03