Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 06:45 Sótthreinsandi efnum dreift í Seoul í Suður-Kóreu í dag. Vísir/getty 169 tilfelli kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 greindust í Suður-Kóreu í dag. Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. Þá hefur bandarískur hermaður í Suður-Kóreu nú greinst með veiruna, sá fyrsti innan sinna raða í landinu. Flest tilfellin sem greindust í dag, eða 134, eru í borginni Daegu í suðurhluta landsins. Hin tilfellin greindust öll í nærliggjandi bæjum. Sjá einnig: Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Þá greindist bandarískur hermaður í Suður-Kóreu með veiruna. AP-fréttastofan greinir frá því að hermaðurinn sé 23 ára og sé í heimasóttkví í herstöðinni Camp Carroll, steinsnar frá Daegu. Hann er sagður hafa farið víða í Carroll og einnig heimsótt Camp Walker, nærliggjandi herstöð, dagana í aðdraganda greiningarinnar. Nær þrjátíu þúsund bandarískir hermenn eru í Suður-Kóreu. AP greinir frá því að kvikmyndahúsum, keiluhöllum og golfvelli hafi verið lokað á fjórum herstöðum Bandaríkjahers í landinu eftir að smit hermannsins var staðfest. Þá greinir fréttaritar BBC í Suður-Kóreu frá því að embættismaður í Daegu, sem fundaði með forseta landsins, hafi greinst með kórónuveiru. There has been a confirmed case of coronavirus in a Daegu city hall official. People who'd been working with that official were in the meeting with the South Korean President yesterday. https://t.co/MINC3cDA7B— Laura Bicker (@BBCLBicker) February 26, 2020 Eins og áður segir eru kórónuveirutilfellin í Suður-Kóreu nú orðin ríflega 1.100 og ellefu hafa látist af völdum veirunnar. Enn hafa langflest tilfelli veirunnar greinst í Kína en í dag hafa þar verið staðfest 406 ný tilfelli og 52 dauðsföll, öll í borginni Wuhan eða nágrenni hennar þar sem veiran á upptök sín. Á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína fjölgar smituðum hratt annars staðar í heiminum. Bara í fyrradag og í gær hafa komið upp ný smit í Króatíu, Austurríki, Sviss og Alsír. Í heildina hefur verið staðfest að rúmlega 80 þúsund eru smitaðir í rúmlega 30 löndum. Útbreiðsla veirunnar hefur valdið óróleika á fjármálamörkuðum og er fólk um allan heim að hætta við fyrirhuguð ferðalög. Sjö Íslendingar eru á meðal þúsund gesta sem eru í sóttkví á hóteli á Tenerife eftir að kórónuveirusmit greindist á eyjunni. Ítalskur læknir greindist með veiruna aðfaranótt þriðjudags og nú hefur verið staðfest að kona hans smitaðist einnig. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir „Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00 „Gæti verið verri staður til að vera fastur á“ Sigvaldi Kaldalóns, fararstjóri á Tenerife, segir að líðan Íslendinganna sem séu í sóttkví sé góð og að fólk sé skilningsríkt. Unnið er að því að rannsaka alla gesti hótelsins. 25. febrúar 2020 22:45 Annað kórónuveirusmit staðfest á Tenerife Tveir hafa nú greinst með kórónuveiruna á Tenerife en spænsk heilbrigðisyfirvöld hafa nú staðfest að eiginkona ítalska læknisins sem reyndist smitaður hafi einnig greinst með veiruna. 25. febrúar 2020 20:40 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira
169 tilfelli kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 greindust í Suður-Kóreu í dag. Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. Þá hefur bandarískur hermaður í Suður-Kóreu nú greinst með veiruna, sá fyrsti innan sinna raða í landinu. Flest tilfellin sem greindust í dag, eða 134, eru í borginni Daegu í suðurhluta landsins. Hin tilfellin greindust öll í nærliggjandi bæjum. Sjá einnig: Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Þá greindist bandarískur hermaður í Suður-Kóreu með veiruna. AP-fréttastofan greinir frá því að hermaðurinn sé 23 ára og sé í heimasóttkví í herstöðinni Camp Carroll, steinsnar frá Daegu. Hann er sagður hafa farið víða í Carroll og einnig heimsótt Camp Walker, nærliggjandi herstöð, dagana í aðdraganda greiningarinnar. Nær þrjátíu þúsund bandarískir hermenn eru í Suður-Kóreu. AP greinir frá því að kvikmyndahúsum, keiluhöllum og golfvelli hafi verið lokað á fjórum herstöðum Bandaríkjahers í landinu eftir að smit hermannsins var staðfest. Þá greinir fréttaritar BBC í Suður-Kóreu frá því að embættismaður í Daegu, sem fundaði með forseta landsins, hafi greinst með kórónuveiru. There has been a confirmed case of coronavirus in a Daegu city hall official. People who'd been working with that official were in the meeting with the South Korean President yesterday. https://t.co/MINC3cDA7B— Laura Bicker (@BBCLBicker) February 26, 2020 Eins og áður segir eru kórónuveirutilfellin í Suður-Kóreu nú orðin ríflega 1.100 og ellefu hafa látist af völdum veirunnar. Enn hafa langflest tilfelli veirunnar greinst í Kína en í dag hafa þar verið staðfest 406 ný tilfelli og 52 dauðsföll, öll í borginni Wuhan eða nágrenni hennar þar sem veiran á upptök sín. Á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína fjölgar smituðum hratt annars staðar í heiminum. Bara í fyrradag og í gær hafa komið upp ný smit í Króatíu, Austurríki, Sviss og Alsír. Í heildina hefur verið staðfest að rúmlega 80 þúsund eru smitaðir í rúmlega 30 löndum. Útbreiðsla veirunnar hefur valdið óróleika á fjármálamörkuðum og er fólk um allan heim að hætta við fyrirhuguð ferðalög. Sjö Íslendingar eru á meðal þúsund gesta sem eru í sóttkví á hóteli á Tenerife eftir að kórónuveirusmit greindist á eyjunni. Ítalskur læknir greindist með veiruna aðfaranótt þriðjudags og nú hefur verið staðfest að kona hans smitaðist einnig.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Tengdar fréttir „Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00 „Gæti verið verri staður til að vera fastur á“ Sigvaldi Kaldalóns, fararstjóri á Tenerife, segir að líðan Íslendinganna sem séu í sóttkví sé góð og að fólk sé skilningsríkt. Unnið er að því að rannsaka alla gesti hótelsins. 25. febrúar 2020 22:45 Annað kórónuveirusmit staðfest á Tenerife Tveir hafa nú greinst með kórónuveiruna á Tenerife en spænsk heilbrigðisyfirvöld hafa nú staðfest að eiginkona ítalska læknisins sem reyndist smitaður hafi einnig greinst með veiruna. 25. febrúar 2020 20:40 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira
„Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00
„Gæti verið verri staður til að vera fastur á“ Sigvaldi Kaldalóns, fararstjóri á Tenerife, segir að líðan Íslendinganna sem séu í sóttkví sé góð og að fólk sé skilningsríkt. Unnið er að því að rannsaka alla gesti hótelsins. 25. febrúar 2020 22:45
Annað kórónuveirusmit staðfest á Tenerife Tveir hafa nú greinst með kórónuveiruna á Tenerife en spænsk heilbrigðisyfirvöld hafa nú staðfest að eiginkona ítalska læknisins sem reyndist smitaður hafi einnig greinst með veiruna. 25. febrúar 2020 20:40