Birta myndband af umdeildri handtöku sex ára stúlku í Flórída Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 08:52 Lögreglumaður sést hér leiða Kaiu handjárnaða út í lögreglubíl. Skjáskot Myndband sem sýnir lögreglumenn í Flórída handtaka sex ára stúlku í september síðastliðnum var birt í byrjun vikunnar. Í myndbandinu má sjá stúlkuna kalla á hjálp og grátbiðja lögreglumennina um að hafa sig ekki á brott úr skólanum. Málið vakti mikla athygli í fyrra en myndband af handtökunni hefur ekki verið gert opinbert fyrr en nú. Sjá einnig: Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Stúlkan heitir Kaia Rolle en lögreglumenn voru kallaðir út að skóla hennar í Orlando í september síðastliðnum þegar kennarar náðu ekki að róa hana niður. Hún er sögð hafa tekið „æðiskast“ í skólanum og sparkað og lamið starfsmenn. Kaia var þó þegar orðin róleg þegar lögreglumennirnir mættu í skólann. Í myndbandinu, sem tekið er upp á myndavél sem fest var á einkennisbúning annars lögregluþjónsins, sést hvernig Kaia er leidd handjárnuð út úr skólanum á meðan hún hrópar á hjálp og hágrætur. Þá biður hún lögreglumennina að gefa sér annað tækifæri en þeir fara með hana upp í lögreglubíl. Dennis Turner, annar lögreglumannanna, var síðar rekinn vegna handtökunnar. Hann lét yfirmann ekki vita af handtökunni, líkt og honum er skylt að gera þegar barn yngra en tólf ára er handtekið, og gerðist því sekur um brot í starfi. Í myndbandinu sést Turner stæra sig af því að hann hafi oft handtekið börn, þar á meðal sjö ára barn fyrir búðarhnupl. Þegar hann fær að vita að Kaia sé sex ára segir hann hana hafa „slegið metið“. Turner handtók einnig sex ára dreng í öðrum skóla í Orlando sama dag. Drengurinn og Kaia voru upphaflega ákærð fyrir lítilvæga líkamsárás en ákærurnar voru báðar látnar niður falla. Málið vakti mikla reiði víðsvegar um Bandaríkin á sínum tíma. Fjölskylda Kaiu berst nú fyrir því að lágmarksaldur handtöku verði gerður 12 ára í Flórída. Enginn lágmarksaldur þess efnis er í gildi í ríkinu. Bandaríkin Tengdar fréttir Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Lögreglan í Orlando hefur rekið fyrrverandi lögregluþjón sem starfaði sem öryggisvörður skóla og handtók tvö sex ára börn á sama degi í síðustu viku. 24. september 2019 11:19 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Myndband sem sýnir lögreglumenn í Flórída handtaka sex ára stúlku í september síðastliðnum var birt í byrjun vikunnar. Í myndbandinu má sjá stúlkuna kalla á hjálp og grátbiðja lögreglumennina um að hafa sig ekki á brott úr skólanum. Málið vakti mikla athygli í fyrra en myndband af handtökunni hefur ekki verið gert opinbert fyrr en nú. Sjá einnig: Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Stúlkan heitir Kaia Rolle en lögreglumenn voru kallaðir út að skóla hennar í Orlando í september síðastliðnum þegar kennarar náðu ekki að róa hana niður. Hún er sögð hafa tekið „æðiskast“ í skólanum og sparkað og lamið starfsmenn. Kaia var þó þegar orðin róleg þegar lögreglumennirnir mættu í skólann. Í myndbandinu, sem tekið er upp á myndavél sem fest var á einkennisbúning annars lögregluþjónsins, sést hvernig Kaia er leidd handjárnuð út úr skólanum á meðan hún hrópar á hjálp og hágrætur. Þá biður hún lögreglumennina að gefa sér annað tækifæri en þeir fara með hana upp í lögreglubíl. Dennis Turner, annar lögreglumannanna, var síðar rekinn vegna handtökunnar. Hann lét yfirmann ekki vita af handtökunni, líkt og honum er skylt að gera þegar barn yngra en tólf ára er handtekið, og gerðist því sekur um brot í starfi. Í myndbandinu sést Turner stæra sig af því að hann hafi oft handtekið börn, þar á meðal sjö ára barn fyrir búðarhnupl. Þegar hann fær að vita að Kaia sé sex ára segir hann hana hafa „slegið metið“. Turner handtók einnig sex ára dreng í öðrum skóla í Orlando sama dag. Drengurinn og Kaia voru upphaflega ákærð fyrir lítilvæga líkamsárás en ákærurnar voru báðar látnar niður falla. Málið vakti mikla reiði víðsvegar um Bandaríkin á sínum tíma. Fjölskylda Kaiu berst nú fyrir því að lágmarksaldur handtöku verði gerður 12 ára í Flórída. Enginn lágmarksaldur þess efnis er í gildi í ríkinu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Lögreglan í Orlando hefur rekið fyrrverandi lögregluþjón sem starfaði sem öryggisvörður skóla og handtók tvö sex ára börn á sama degi í síðustu viku. 24. september 2019 11:19 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn Lögreglan í Orlando hefur rekið fyrrverandi lögregluþjón sem starfaði sem öryggisvörður skóla og handtók tvö sex ára börn á sama degi í síðustu viku. 24. september 2019 11:19