Íslandsbanki hefur greitt ríkinu um 70 milljarða í arð Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2020 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lýst yfir vilja til að allt að 25 prósenta hlutur í bankanum verði seldur á þessu ári og að bankinn verði að fullu seldur á allra næstu árum. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki hefur greitt ríkissjóði rétt tæpa 70 milljarða króna í arð frá því bankinn komst að fullu í eigu ríkissjóðs. Dósent í hagfræði og fyrrverandi viðskiptaráðherra segir menn hljóta að meta áhrif af sölu bankans á hagkerfið í heild. Íslenska ríkið á Íslandsbanka að fullu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lýst yfir vilja til að allt að 25 prósenta hlutur í bankanum verði seldur á þessu ári og að bankinn verði að fullu seldur á allra næstu árum. Gylfi Magnússon dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra segir tímann nú hvorki betri né verri en annan til að selja bankann. „Það liggur fyrir að það er kannski helst til of mikið að ríkið eigi tvo af þremur viðskiptabönkum. Þannig að einhvern tíma þurfi eða muni vera undið ofan af því,“ segir Gylfi. Hins vegar liggi fyrir að ekki sé mikil stemming fyrir hlutabréfum í bönkum í Evrópu um þessar mundir og fáir nægjanlega sterkir kaupendur aðrir en lífeyrissjóðir. „Þannig að verðið yrði nú ekkert óskaplega hátt. Það yrði líklega lægra en eigið fé. Kannski eitthvað svipað og með Arion banka núna,“ segir Gylfi. Eigið fé Íslandsbanka er um 170 milljarðar króna. Ef hluturinn seldist á um 75 prósent af eigið fé, fengjust um 32 milljarðar fyrir fjórðungshlut í bankanum. Hann hefur hins vegar greitt ríkinu töluverðan arð frá því hann komst að fullu í ríkiseigu. Allt frá 37 milljörðum árið 2016 niður í 4,2 milljarða áætlaða arðgreiðslu á þessu ári. Samanlagt nema arðgreiðslurnar 65,5 milljörðum síðast liðinn fimm ár. Gylfi segir að vega verði og meta kosti arðgreiðslna annars vegar og söluverðs hins vegar. „Ríkið er náttúrlega óvenjulegur eigandi af því að það hugsar ekki bara um arð af hlutabréfum eða einhverja vexti. Heldur líka samfélagsleg áhrif, eða áhrif á hagkerfið af því að þessi banki sé í þeim rekstri sem hann er og því eignarhaldi sem hann er. Þannig að menn hljóta að horfa til þess að hvort það sé gott fyrir hagkerfið í heilda að selja bankann en ekki bara horfa á niðurstöðutölurnar fyrir ríkissjóð,“ segir Gylfi. Aftur á móti sé ekki vænlegt að sameina bankann Landsbankanum því þá yrði til of stór og ráðandi banki, hvort sem hann yrði í ríkis- eða einkaeign. Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira