Átökin koma sérstaklega niður á börnum Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2020 22:45 Nýjustu tölur SÞ segja 948 þúsund manns á flótta og þar af séu rúmlega 80 prósent konur og börn. Vísir/AP Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum vegna stöðunni og segja hana sjaldan hafa verið verri í átökum í Sýrlandi sem hafa nú staðið yfir í níu ár. Nýjustu tölur SÞ segja 948 þúsund manns á flótta og þar af séu rúmlega 80 prósent konur og börn. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna segir loftárásir hafa verið gerðar á skóla og sjúkrahús þar sem flóttafólk hefur haldið til. Minnst 21 almennur borgari er sagður hafa fallið á síðustu dögum. Auk þeirrar milljónar sem þegar hafa flúið heimili sín eru tvær milljónir til viðbótar í Idlib. Margir þeirra höfðu flúið til Idlib vegna átaka annars staðar í landinu og gætu þau þurft að flýja á nýjan leik. Hluti vandans er þó að þau geta hvergi flúið og ástandið gæti versnað til muna. Fólkið hefur flúið í átt til Tyrklands en þar eru fyrir um 3,7 milljónir flóttamanna frá Tyrklandi. Yfirvöld þar segjast ekki geta tekið við fleiri flóttamönnum og hafa hótað því að gera innrás á svæðið til að stöðva sókn stjórnarhersins. Sjá einnig: Hótar því að ráðast enn eina ferðina inn í Sýrland Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ítrekaði hótun sína í dag og sagði að innrás Tyrklands myndi hefjast í vikunni. Tyrkir og Rússar skrifuðu árið 2018 undir samkomulag um að gera nokkurs konar friðarsvæði í Idlib. Báðar fylkingar settu upp eftirlitsstöðvar í héraðinu en nú saka bæði Tyrkir og Rússar hvora aðra um að brjóta gegn samkomulaginu. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. NW Syria: A sea of tents in one of the massive camps for displaced people near the Turkish border A million people already in camps like this. But huge shortage of shelters for all those who fled recently. Humanitarian crisis growing by the day Pictures from Atmeh yesterday pic.twitter.com/mygrdEqddi— Mark Cutts (@MarkCutts) February 23, 2020 Flóttafólkið í Idlib sefur í tjöldum eða jafnvel undir berum himni og þá í miklum kulda. Blaðamenn New York Times hafa staðfest að minnst níu ungabörn hafa dáið úr kulda á undanförnum vikum en veturinn hefur ekki þótt svona slæmur í mörg ár. Fólkið brennir allt sem þau geta til að halda á sér hita að nóttu til. Þegar viðurinn klárast þá brennir fólkið rusl og jafnvel föt. Meðlimir einnar fjölskyldu kveiktu eld inn í tjaldi þeirra fyrr í mánuðinum með þeim afleiðingum að tjaldið brann. Tvö börn dóu í eldinum. Washington Post hefur eftir meðlimum mannréttindasamtakanna Syrian American Medical Society að minnst tíu skólar í héraðinu hafi orðið fyrir árásum á þriðjudaginn. „Manni finnst eins og dauðinn umkringi mann. Alls staðar,“ sagði Ikrem, læknir sem bað um að fullt nafn hennar yrði ekki birt því Assad-liðar myndu fljótt ná tökum á svæðinu. „Það er enginn matur. Það eru engin hús.“ Hún sagði tvö nýfædd börn sem hafi fæðst á sjúkrahúsi hennar hafa dáið úr kulda á undanförnum vikum. Blaðamenn Washington Post ræddu einnig við fjölskyldur sem hafa leitað skjóls í hellum í Idlib. Þau hafa enga leið til að hita hellana og flestir meðlimir fjölskyldnanna eru nú með sýkingar vegna rakans í hellunum. Átta fjölskyldur búa í hellunum tveimur. Þar eru engin klósett og lítill matur. Sýrland Tengdar fréttir Hótar því að ráðast enn eina ferðina inn í Sýrland Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir viðræður við Rússa um átökin í Idlib-héraði í Sýrlandi hafa verið vonbrigði. Þær hafi jafnvel verið móðgandi og einungis tímaspursmál sé hvenær Tyrkir grípa til aðgerða í héraðinu. 19. febrúar 2020 11:14 SÞ óttast blóðbað en Rússar segja allt í lagi Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNOCHA, óttast blóðbað í Idlib-héraði í Sýrlandi. 21. febrúar 2020 14:30 Ástandið aldrei verið verra í Sýrlandi, segir UNICEF Rúmlega hálf milljón barna í norðvesturhluta Sýrlands hefur neyðst til að flýja heimili sín frá 1. desember síðastliðnum. Tugþúsundir barna og fjölskyldur þeirra búa nú ýmist í tjöldum eða undir berum himni. 20. febrúar 2020 13:52 Rúmlega 400 milljónir barna búa á átakasvæðum Stríðs- og átakasvæði verða sífellt hættulegri fyrir börn, segir í árlegri skýrslu sem Barnaheill - Save the Children sendi frá sér á dögunum. Samkvæmt skýrslunni hefur ofbeldi gegn börnum á átakasvæðum aldrei verið meira frá því skráningar hófust. 13. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Sjá meira
Um milljón manna hafa flúið undan sókn stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í Idlib-héraði. Sóknin nýtur stuðnings Rússa, sem hafa verið sakaðir af mannréttindasamtökum um loftárásir á sjúkrahús og skóla. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum vegna stöðunni og segja hana sjaldan hafa verið verri í átökum í Sýrlandi sem hafa nú staðið yfir í níu ár. Nýjustu tölur SÞ segja 948 þúsund manns á flótta og þar af séu rúmlega 80 prósent konur og börn. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna segir loftárásir hafa verið gerðar á skóla og sjúkrahús þar sem flóttafólk hefur haldið til. Minnst 21 almennur borgari er sagður hafa fallið á síðustu dögum. Auk þeirrar milljónar sem þegar hafa flúið heimili sín eru tvær milljónir til viðbótar í Idlib. Margir þeirra höfðu flúið til Idlib vegna átaka annars staðar í landinu og gætu þau þurft að flýja á nýjan leik. Hluti vandans er þó að þau geta hvergi flúið og ástandið gæti versnað til muna. Fólkið hefur flúið í átt til Tyrklands en þar eru fyrir um 3,7 milljónir flóttamanna frá Tyrklandi. Yfirvöld þar segjast ekki geta tekið við fleiri flóttamönnum og hafa hótað því að gera innrás á svæðið til að stöðva sókn stjórnarhersins. Sjá einnig: Hótar því að ráðast enn eina ferðina inn í Sýrland Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ítrekaði hótun sína í dag og sagði að innrás Tyrklands myndi hefjast í vikunni. Tyrkir og Rússar skrifuðu árið 2018 undir samkomulag um að gera nokkurs konar friðarsvæði í Idlib. Báðar fylkingar settu upp eftirlitsstöðvar í héraðinu en nú saka bæði Tyrkir og Rússar hvora aðra um að brjóta gegn samkomulaginu. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. NW Syria: A sea of tents in one of the massive camps for displaced people near the Turkish border A million people already in camps like this. But huge shortage of shelters for all those who fled recently. Humanitarian crisis growing by the day Pictures from Atmeh yesterday pic.twitter.com/mygrdEqddi— Mark Cutts (@MarkCutts) February 23, 2020 Flóttafólkið í Idlib sefur í tjöldum eða jafnvel undir berum himni og þá í miklum kulda. Blaðamenn New York Times hafa staðfest að minnst níu ungabörn hafa dáið úr kulda á undanförnum vikum en veturinn hefur ekki þótt svona slæmur í mörg ár. Fólkið brennir allt sem þau geta til að halda á sér hita að nóttu til. Þegar viðurinn klárast þá brennir fólkið rusl og jafnvel föt. Meðlimir einnar fjölskyldu kveiktu eld inn í tjaldi þeirra fyrr í mánuðinum með þeim afleiðingum að tjaldið brann. Tvö börn dóu í eldinum. Washington Post hefur eftir meðlimum mannréttindasamtakanna Syrian American Medical Society að minnst tíu skólar í héraðinu hafi orðið fyrir árásum á þriðjudaginn. „Manni finnst eins og dauðinn umkringi mann. Alls staðar,“ sagði Ikrem, læknir sem bað um að fullt nafn hennar yrði ekki birt því Assad-liðar myndu fljótt ná tökum á svæðinu. „Það er enginn matur. Það eru engin hús.“ Hún sagði tvö nýfædd börn sem hafi fæðst á sjúkrahúsi hennar hafa dáið úr kulda á undanförnum vikum. Blaðamenn Washington Post ræddu einnig við fjölskyldur sem hafa leitað skjóls í hellum í Idlib. Þau hafa enga leið til að hita hellana og flestir meðlimir fjölskyldnanna eru nú með sýkingar vegna rakans í hellunum. Átta fjölskyldur búa í hellunum tveimur. Þar eru engin klósett og lítill matur.
Sýrland Tengdar fréttir Hótar því að ráðast enn eina ferðina inn í Sýrland Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir viðræður við Rússa um átökin í Idlib-héraði í Sýrlandi hafa verið vonbrigði. Þær hafi jafnvel verið móðgandi og einungis tímaspursmál sé hvenær Tyrkir grípa til aðgerða í héraðinu. 19. febrúar 2020 11:14 SÞ óttast blóðbað en Rússar segja allt í lagi Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNOCHA, óttast blóðbað í Idlib-héraði í Sýrlandi. 21. febrúar 2020 14:30 Ástandið aldrei verið verra í Sýrlandi, segir UNICEF Rúmlega hálf milljón barna í norðvesturhluta Sýrlands hefur neyðst til að flýja heimili sín frá 1. desember síðastliðnum. Tugþúsundir barna og fjölskyldur þeirra búa nú ýmist í tjöldum eða undir berum himni. 20. febrúar 2020 13:52 Rúmlega 400 milljónir barna búa á átakasvæðum Stríðs- og átakasvæði verða sífellt hættulegri fyrir börn, segir í árlegri skýrslu sem Barnaheill - Save the Children sendi frá sér á dögunum. Samkvæmt skýrslunni hefur ofbeldi gegn börnum á átakasvæðum aldrei verið meira frá því skráningar hófust. 13. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Sjá meira
Hótar því að ráðast enn eina ferðina inn í Sýrland Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir viðræður við Rússa um átökin í Idlib-héraði í Sýrlandi hafa verið vonbrigði. Þær hafi jafnvel verið móðgandi og einungis tímaspursmál sé hvenær Tyrkir grípa til aðgerða í héraðinu. 19. febrúar 2020 11:14
SÞ óttast blóðbað en Rússar segja allt í lagi Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNOCHA, óttast blóðbað í Idlib-héraði í Sýrlandi. 21. febrúar 2020 14:30
Ástandið aldrei verið verra í Sýrlandi, segir UNICEF Rúmlega hálf milljón barna í norðvesturhluta Sýrlands hefur neyðst til að flýja heimili sín frá 1. desember síðastliðnum. Tugþúsundir barna og fjölskyldur þeirra búa nú ýmist í tjöldum eða undir berum himni. 20. febrúar 2020 13:52
Rúmlega 400 milljónir barna búa á átakasvæðum Stríðs- og átakasvæði verða sífellt hættulegri fyrir börn, segir í árlegri skýrslu sem Barnaheill - Save the Children sendi frá sér á dögunum. Samkvæmt skýrslunni hefur ofbeldi gegn börnum á átakasvæðum aldrei verið meira frá því skráningar hófust. 13. febrúar 2020 13:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila