Kórónuveiran komin til Danmerkur Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 06:34 Frá Hróarskeldu. Maðurinn leitaði til læknis á háskólasjúkrahúsinu í borginni þegar hann fór að finna fyrir einkennum í gærmorgun. Vísir/Getty Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19-sjúkdómnum hefur verið staðfest í Danmörku. Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu, að því er fram kemur í dönskum fjölmiðlum. Haft er eftir Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra Danmerkur að málið sé tekið mjög alvarlega. Unnið sé að því að rekja ferðir mannsins og gera viðeigandi ráðstafanir vegna smitsins. Danskir fjölmiðlar nafngreina manninn en hann heitir Jakob Tage Ramlyng og sneri heim úr skíðaferð í Langbarðalandi á Ítalíu með fjölskyldu sinni á mánudag. Hann hóf að finna fyrir einkennum Covid-19 í gærmorgun og leitaði til læknis á háskólasjúkrahúsinu í Hróarskeldu, þar sem hann var greindur með kórónuveiruna. Borgin er um þrjátíu kílómetra vestur af Kaupmannahöfn. Maðurinn sætir nú heimasóttkví. Eiginkona hans og sonur hafa einnig verið prófuð fyrir veirunni en sýnin reyndust neikvæð, að því er fram kemur í frétt DR. „Við erum auðvitað mjög slegin yfir því að það sem við töldum afar ólíklegt sé nú raunveruleiki okkar. […] Við erum hress, þótt við séum þreytt og þjökuð af hausverk, hálsbólgu og hósta. Það verður óraunverulegt að vera læstur inni í tvær vikur en við reynum að gera það besta úr þessu,“ skrifar Ramlyng á Facebook-síðu sinni. Kórónuveiran er nú komin til allra ríkja Norðurlandanna nema Íslands. Fyrsta tilfelli hennar í Noregi greindist í gær en þar er um að ræða konu sem nýlega hafði dvalið í Kína. Þá greindist finnsk kona með kórónuveiru í gær eftir að hafa verið á ferðalagi um Norður-Ítalíu. Um er að ræða annað tilfellið í landinu. Þá hafa tvö tilfelli einnig greinst í Svíþjóð, hið seinna í gær. Langflestir sem greinst hafa með veiruna í Evrópu hafa smitast innan Ítalíu. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Kórónuveirusmit staðfest í Noregi Hin smitaða kom til landsins frá Kína um síðastliðna helgi og er nú í sóttkví. 26. febrúar 2020 21:05 Íslendingar á heimleið frá Norður-Ítalíu fari í sóttkví Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til Íslendinga á skíðum á Ítalíu og víðar, sem fara um flugvelli á Norður-Ítalíu, fari í sóttkví við komuna til Íslands. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarnadeildar síðdegis í dag. 26. febrúar 2020 16:48 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19-sjúkdómnum hefur verið staðfest í Danmörku. Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu, að því er fram kemur í dönskum fjölmiðlum. Haft er eftir Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra Danmerkur að málið sé tekið mjög alvarlega. Unnið sé að því að rekja ferðir mannsins og gera viðeigandi ráðstafanir vegna smitsins. Danskir fjölmiðlar nafngreina manninn en hann heitir Jakob Tage Ramlyng og sneri heim úr skíðaferð í Langbarðalandi á Ítalíu með fjölskyldu sinni á mánudag. Hann hóf að finna fyrir einkennum Covid-19 í gærmorgun og leitaði til læknis á háskólasjúkrahúsinu í Hróarskeldu, þar sem hann var greindur með kórónuveiruna. Borgin er um þrjátíu kílómetra vestur af Kaupmannahöfn. Maðurinn sætir nú heimasóttkví. Eiginkona hans og sonur hafa einnig verið prófuð fyrir veirunni en sýnin reyndust neikvæð, að því er fram kemur í frétt DR. „Við erum auðvitað mjög slegin yfir því að það sem við töldum afar ólíklegt sé nú raunveruleiki okkar. […] Við erum hress, þótt við séum þreytt og þjökuð af hausverk, hálsbólgu og hósta. Það verður óraunverulegt að vera læstur inni í tvær vikur en við reynum að gera það besta úr þessu,“ skrifar Ramlyng á Facebook-síðu sinni. Kórónuveiran er nú komin til allra ríkja Norðurlandanna nema Íslands. Fyrsta tilfelli hennar í Noregi greindist í gær en þar er um að ræða konu sem nýlega hafði dvalið í Kína. Þá greindist finnsk kona með kórónuveiru í gær eftir að hafa verið á ferðalagi um Norður-Ítalíu. Um er að ræða annað tilfellið í landinu. Þá hafa tvö tilfelli einnig greinst í Svíþjóð, hið seinna í gær. Langflestir sem greinst hafa með veiruna í Evrópu hafa smitast innan Ítalíu.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Kórónuveirusmit staðfest í Noregi Hin smitaða kom til landsins frá Kína um síðastliðna helgi og er nú í sóttkví. 26. febrúar 2020 21:05 Íslendingar á heimleið frá Norður-Ítalíu fari í sóttkví Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til Íslendinga á skíðum á Ítalíu og víðar, sem fara um flugvelli á Norður-Ítalíu, fari í sóttkví við komuna til Íslands. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarnadeildar síðdegis í dag. 26. febrúar 2020 16:48 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Tíu Íslendingar á hótelinu á Tenerife Alls eru tíu Íslendingar í sóttkví á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife en ekki sjö eins og áður var talið. 26. febrúar 2020 16:57
Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16
Kórónuveirusmit staðfest í Noregi Hin smitaða kom til landsins frá Kína um síðastliðna helgi og er nú í sóttkví. 26. febrúar 2020 21:05
Íslendingar á heimleið frá Norður-Ítalíu fari í sóttkví Sóttvarnalæknir beinir þeim tilmælum til Íslendinga á skíðum á Ítalíu og víðar, sem fara um flugvelli á Norður-Ítalíu, fari í sóttkví við komuna til Íslands. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarnadeildar síðdegis í dag. 26. febrúar 2020 16:48