Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Kristján Már Unnarsson skrifar 27. febrúar 2020 11:45 Jóna Kristín Sigurðardóttir, frá Karlsstöðum í Berufirði, starfar núna sem gæðamatsmaður í Búlandstindi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti vorið 2014 að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. Saga endurreisnarinnar og hvernig nýjum stoðum var hleypt undir samfélagið á sunnanverðum Austfjörðum er rakin í þættinum Um land allt á Stöð 2. „Við erum bara í góðum málum í dag. Þökk sé eldislaxinum. Við hefðum ekki neitt ef við hefðum ekki laxeldið. Það er bara þannig. Þetta er lífæðin okkar hérna,“ segir Jóna Kristín Sigurðardóttir, gæðamatsmaður í Búlandstindi, sem er meðal þeirra sem rætt er við. Jóna Kristín er frá Karlsstöðum í Berufirði en hefur búið á Djúpavogi í þrjátíu ár. Francisco Vides er í hópi margra erlendra starfsmanna en hann flutti til Íslands alla leið frá Mið-Ameríku, frá Hondúras. Hann talar íslensku og segist ekki vera á leið til baka, fjölskyldunni líði vel á Djúpavogi, hann sé að verða Íslendingur. Francisco Gomez Vides, starfsmaður Búlandstinds, flutti frá Hondúras en býr á Djúpavogi með fjölskyldu sinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Búlandstindur er núna í jafnri eigu þriggja aðila, tveggja laxeldisfyrirtækja; Fiskeldis Austfjarða og Laxa fiskeldis, og Ósness, sem er í hefðbundnum fiskveiðum. Slátrun og vinnsla á eldislaxi er nýr grunnur starfseminnar. Jafnframt sinnir Búlandstindur hefðbundinni vinnslu á þorski og öðrum botnfiski. Elís Hlynur Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds, lýsir því markmiði fyrirtækisins að verða sláturhús fyrir allt fiskeldi á Austurlandi. Árið 2019 fóru um tvöþúsund tonn af veiddum bolfiski í gegnum húsið en 7-8 þúsund tonn af eldislaxi og gerir hann ráð fyrir að laxinn tvöfaldist á þessu ári. Elís Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Umsvifin í höfninni hafa líka breyst. Komin er ný tegund skipa, sem sérhæfð eru til að þjóna fiskeldinu, eins og brunnbátur á stærð við togara, sem sækir laxinn í kvíarnar. Það er liðin tíð á Djúpavogi að togarinn komi með mesta aflann til vinnslu í landi, núna er það brunnbáturinn. Þátturinn er sá fyrri af tveimur frá Djúpavogi og verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag kl. 15.45. Seinni þátturinn verður svo frumsýndur næstkomandi mánudag kl. 19.10. Hér má sjá kafla úr fyrri þættinum: Djúpivogur Fiskeldi Sjávarútvegur Um land allt Vinnumarkaður Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24 Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Sveitastjórn Djúpavogs fer óhefðbundnar leiðir til þess að mótmæla áhrifum fiskveiðistjórnunarkerfisins á sveitarfélagið. Tveir kvikmyndagerðarmenn, sem ólust þar upp, hafa nú gert áhrifaríkt myndband sem sýnir samstöðu íbúa Djúpavogs í baráttunni gegn stjórnvöldum. 20. maí 2014 14:01 Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Sjá meira
Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti vorið 2014 að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. Saga endurreisnarinnar og hvernig nýjum stoðum var hleypt undir samfélagið á sunnanverðum Austfjörðum er rakin í þættinum Um land allt á Stöð 2. „Við erum bara í góðum málum í dag. Þökk sé eldislaxinum. Við hefðum ekki neitt ef við hefðum ekki laxeldið. Það er bara þannig. Þetta er lífæðin okkar hérna,“ segir Jóna Kristín Sigurðardóttir, gæðamatsmaður í Búlandstindi, sem er meðal þeirra sem rætt er við. Jóna Kristín er frá Karlsstöðum í Berufirði en hefur búið á Djúpavogi í þrjátíu ár. Francisco Vides er í hópi margra erlendra starfsmanna en hann flutti til Íslands alla leið frá Mið-Ameríku, frá Hondúras. Hann talar íslensku og segist ekki vera á leið til baka, fjölskyldunni líði vel á Djúpavogi, hann sé að verða Íslendingur. Francisco Gomez Vides, starfsmaður Búlandstinds, flutti frá Hondúras en býr á Djúpavogi með fjölskyldu sinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Búlandstindur er núna í jafnri eigu þriggja aðila, tveggja laxeldisfyrirtækja; Fiskeldis Austfjarða og Laxa fiskeldis, og Ósness, sem er í hefðbundnum fiskveiðum. Slátrun og vinnsla á eldislaxi er nýr grunnur starfseminnar. Jafnframt sinnir Búlandstindur hefðbundinni vinnslu á þorski og öðrum botnfiski. Elís Hlynur Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds, lýsir því markmiði fyrirtækisins að verða sláturhús fyrir allt fiskeldi á Austurlandi. Árið 2019 fóru um tvöþúsund tonn af veiddum bolfiski í gegnum húsið en 7-8 þúsund tonn af eldislaxi og gerir hann ráð fyrir að laxinn tvöfaldist á þessu ári. Elís Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Umsvifin í höfninni hafa líka breyst. Komin er ný tegund skipa, sem sérhæfð eru til að þjóna fiskeldinu, eins og brunnbátur á stærð við togara, sem sækir laxinn í kvíarnar. Það er liðin tíð á Djúpavogi að togarinn komi með mesta aflann til vinnslu í landi, núna er það brunnbáturinn. Þátturinn er sá fyrri af tveimur frá Djúpavogi og verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag kl. 15.45. Seinni þátturinn verður svo frumsýndur næstkomandi mánudag kl. 19.10. Hér má sjá kafla úr fyrri þættinum:
Djúpivogur Fiskeldi Sjávarútvegur Um land allt Vinnumarkaður Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24 Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Sveitastjórn Djúpavogs fer óhefðbundnar leiðir til þess að mótmæla áhrifum fiskveiðistjórnunarkerfisins á sveitarfélagið. Tveir kvikmyndagerðarmenn, sem ólust þar upp, hafa nú gert áhrifaríkt myndband sem sýnir samstöðu íbúa Djúpavogs í baráttunni gegn stjórnvöldum. 20. maí 2014 14:01 Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Sjá meira
Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45
Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45
Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24
Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Sveitastjórn Djúpavogs fer óhefðbundnar leiðir til þess að mótmæla áhrifum fiskveiðistjórnunarkerfisins á sveitarfélagið. Tveir kvikmyndagerðarmenn, sem ólust þar upp, hafa nú gert áhrifaríkt myndband sem sýnir samstöðu íbúa Djúpavogs í baráttunni gegn stjórnvöldum. 20. maí 2014 14:01
Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30