Nóg að gera hjá björgunarsveitum Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2020 21:41 Tugir bíla eru fastir á Sólheimasandi en einnig hefur mikið verið að gera á Suðurnesjum þar sem rúmlega 40 aðstoðarbeiðnir hafa borist til Landsbjargar. Vísir/Vilhelm Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. Tugir bíla eru fastir á Sólheimasandi en einnig hefur mikið verið að gera á Suðurnesjum þar sem rúmlega 40 aðstoðarbeiðnir hafa borist til Landsbjargar. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir mikla ófærð hafa verið á Grindavíkurvegi, nálægt Bláa lóninu, og þar hafi flækja myndast vegna ófærðar. Björgunarsveitarmenn hafi enn verið að störfum um klukkan níu við að greiða úr þeirri flækju og losa umferðina frá Bláa lóninu. Vegurinn lokaðist um tíma en hefur verið opnaður aftur. Á Suðurlandi er búið að loka veginum á milli Hvolsvallar og Víkur og lentu fjöldi ökumanna í vandræðum á Sólheimasandi. Þar var mjög hvasst og mikill skafrenningur. Davíð segir þetta hafa verið helstu verkefni björgunarsveita í dag og í kvöld. „Það er mikilvægt, eins og svo oft áður síðustu mánuði, að fólk fylgist vel með veðri og færð,“ segir Davíð. Eins og áður segir búið að loka veginum á milli Hvolsvallar og Víkur. Suðurstrandarvegi hefur einnig verið lokað. Óvissustig er á Reykjanesbraut, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Vetrarfærð er í öllum landshlutum. Tweets by Vegagerdin Björgunarsveitir Samgöngur Veður Tengdar fréttir Biðu í tvo tíma eftir afísingu Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í morgunsárið er ekki það eina sem gengið hefur hægt í morgun. Nokkrar tafir hafa verið á brottförum frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Þar snjóaði töluvert í nótt og hafa farþegar þurft að bíða eftir því að flugvélarnar séu afísaðar. 27. febrúar 2020 10:12 Appelsínugul veðurviðvörun á Suðurlandi Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðurland. Viðvörunin tekur gildi klukkan 18 í kvöld og gildir til miðnættis. 27. febrúar 2020 15:13 „Rysjótt veður“ næstu sólarhringa og gular viðvaranir Veðurstofan spáir rysjóttu veðri næstu tvo sólarhringa, með allhvassri eða hvassri austanátt, stormi eða roki syðst í dag og á Suðausturlandi á morgun. 27. febrúar 2020 06:39 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. Tugir bíla eru fastir á Sólheimasandi en einnig hefur mikið verið að gera á Suðurnesjum þar sem rúmlega 40 aðstoðarbeiðnir hafa borist til Landsbjargar. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir mikla ófærð hafa verið á Grindavíkurvegi, nálægt Bláa lóninu, og þar hafi flækja myndast vegna ófærðar. Björgunarsveitarmenn hafi enn verið að störfum um klukkan níu við að greiða úr þeirri flækju og losa umferðina frá Bláa lóninu. Vegurinn lokaðist um tíma en hefur verið opnaður aftur. Á Suðurlandi er búið að loka veginum á milli Hvolsvallar og Víkur og lentu fjöldi ökumanna í vandræðum á Sólheimasandi. Þar var mjög hvasst og mikill skafrenningur. Davíð segir þetta hafa verið helstu verkefni björgunarsveita í dag og í kvöld. „Það er mikilvægt, eins og svo oft áður síðustu mánuði, að fólk fylgist vel með veðri og færð,“ segir Davíð. Eins og áður segir búið að loka veginum á milli Hvolsvallar og Víkur. Suðurstrandarvegi hefur einnig verið lokað. Óvissustig er á Reykjanesbraut, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Vetrarfærð er í öllum landshlutum. Tweets by Vegagerdin
Björgunarsveitir Samgöngur Veður Tengdar fréttir Biðu í tvo tíma eftir afísingu Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í morgunsárið er ekki það eina sem gengið hefur hægt í morgun. Nokkrar tafir hafa verið á brottförum frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Þar snjóaði töluvert í nótt og hafa farþegar þurft að bíða eftir því að flugvélarnar séu afísaðar. 27. febrúar 2020 10:12 Appelsínugul veðurviðvörun á Suðurlandi Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðurland. Viðvörunin tekur gildi klukkan 18 í kvöld og gildir til miðnættis. 27. febrúar 2020 15:13 „Rysjótt veður“ næstu sólarhringa og gular viðvaranir Veðurstofan spáir rysjóttu veðri næstu tvo sólarhringa, með allhvassri eða hvassri austanátt, stormi eða roki syðst í dag og á Suðausturlandi á morgun. 27. febrúar 2020 06:39 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Biðu í tvo tíma eftir afísingu Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í morgunsárið er ekki það eina sem gengið hefur hægt í morgun. Nokkrar tafir hafa verið á brottförum frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Þar snjóaði töluvert í nótt og hafa farþegar þurft að bíða eftir því að flugvélarnar séu afísaðar. 27. febrúar 2020 10:12
Appelsínugul veðurviðvörun á Suðurlandi Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðurland. Viðvörunin tekur gildi klukkan 18 í kvöld og gildir til miðnættis. 27. febrúar 2020 15:13
„Rysjótt veður“ næstu sólarhringa og gular viðvaranir Veðurstofan spáir rysjóttu veðri næstu tvo sólarhringa, með allhvassri eða hvassri austanátt, stormi eða roki syðst í dag og á Suðausturlandi á morgun. 27. febrúar 2020 06:39
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?