Komu ökumönnum til bjargar í alla nótt Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 07:12 Það má með sanni segja að færð sé slæm á Suðurnesjum í dag. Lögregla á Suðurnesjum Björgunarsveitir og lögregla á Suðurnesjum voru önnum kafnar í alla nótt við að aðstoða ökumenn sem fest höfðu bíla sína á svæðinu. Þá var einnig nóg að gera hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í gærkvöldi og í nótt, þar sem víða er þungfært. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurnesjum var ófærð mikil í nótt og voru allar björgunarsveitir á svæðinu kallaðar út til að losa fasta bíla. Nokkur slík útköll voru í gangi nú skömmu fyrir klukkan sjö í morgun og færð enn talsvert þung, sérstaklega við Ásbrú. Reynt er eftir fremsta megni að halda stofnæðum opnum. Þá beinir lögregla því til fólks að mikilvægt sé að vera á vel búnum bílum í ófærðinni. Um fjörutíu tilkynningar höfðu borist Landsbjörg á Suðurnesjum á tíunda tímanum í gær. Þá myndaðist umferðarteppa á Grindavíkurvegi við Bláa lónið vegna ófærðar. Talsverðan tíma tók að greiða úr þeirri flækju og var veginum lokað um tíma. Lokað um Þrengsli og óvíst með Hellisheiði Þá sátu tugir bíla fastir á Sólheimasandi í gærkvöldi, þar sem var mjög hvasst og mikill skafrenningur. Veginum á milli Hvolsvallar og Víkur var lokað en samkvæmt korti Vegagerðarinnar er enn ófært um veginn nú. Þá var Hellisheiði lokað í morgun vegna fannfergis en hún opnuð aftur snemma á sjöunda tímanum, þó með þeim skilaboðum Vegagerðarinnar að henni gæti verið lokað aftur með litlum sem engum fyrirvara ef veður versnar. Veginum um Þrengsli var einnig lokað snemma í morgun og er hann enn lokaður. Fram kom í dagbók lögreglu í morgun að björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið ræstar út í gærkvöldi og í nótt til að aðstoða ökumenn sem sátu fastir á Hafravatnsvegi, Þingvallavegi og Suðurlandsvegi. Þá má búast við verulegum töfum á akstursþjónustu fatlaðra hjá Strætó í höfuðborginni í dag sökum ófærðar. Nær allir bílar sem sinna þeirri þjónustu sitja nú fastir heima en færð í íbúðahverfum er einkar slæm. Upplýsingar um færð má finna á vef Vegagerðarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Sjá meira
Björgunarsveitir og lögregla á Suðurnesjum voru önnum kafnar í alla nótt við að aðstoða ökumenn sem fest höfðu bíla sína á svæðinu. Þá var einnig nóg að gera hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í gærkvöldi og í nótt, þar sem víða er þungfært. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurnesjum var ófærð mikil í nótt og voru allar björgunarsveitir á svæðinu kallaðar út til að losa fasta bíla. Nokkur slík útköll voru í gangi nú skömmu fyrir klukkan sjö í morgun og færð enn talsvert þung, sérstaklega við Ásbrú. Reynt er eftir fremsta megni að halda stofnæðum opnum. Þá beinir lögregla því til fólks að mikilvægt sé að vera á vel búnum bílum í ófærðinni. Um fjörutíu tilkynningar höfðu borist Landsbjörg á Suðurnesjum á tíunda tímanum í gær. Þá myndaðist umferðarteppa á Grindavíkurvegi við Bláa lónið vegna ófærðar. Talsverðan tíma tók að greiða úr þeirri flækju og var veginum lokað um tíma. Lokað um Þrengsli og óvíst með Hellisheiði Þá sátu tugir bíla fastir á Sólheimasandi í gærkvöldi, þar sem var mjög hvasst og mikill skafrenningur. Veginum á milli Hvolsvallar og Víkur var lokað en samkvæmt korti Vegagerðarinnar er enn ófært um veginn nú. Þá var Hellisheiði lokað í morgun vegna fannfergis en hún opnuð aftur snemma á sjöunda tímanum, þó með þeim skilaboðum Vegagerðarinnar að henni gæti verið lokað aftur með litlum sem engum fyrirvara ef veður versnar. Veginum um Þrengsli var einnig lokað snemma í morgun og er hann enn lokaður. Fram kom í dagbók lögreglu í morgun að björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið ræstar út í gærkvöldi og í nótt til að aðstoða ökumenn sem sátu fastir á Hafravatnsvegi, Þingvallavegi og Suðurlandsvegi. Þá má búast við verulegum töfum á akstursþjónustu fatlaðra hjá Strætó í höfuðborginni í dag sökum ófærðar. Nær allir bílar sem sinna þeirri þjónustu sitja nú fastir heima en færð í íbúðahverfum er einkar slæm. Upplýsingar um færð má finna á vef Vegagerðarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Sjá meira
Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. 27. febrúar 2020 21:41