Sex sveitarfélög fá styrk vegna hruns í ferðaþjónustu Sylvía Hall skrifar 18. ágúst 2020 14:48 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt skiptinguna fyrir ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt ríkisstjórn skiptingu 150 milljóna króna fjárveitingar sem sex sveitarfélög munu fá vegna hruns í ferðaþjónustu í kjölfar Covid-19. Framlagið mun fara í að styðja við atvinnulíf og samfélag sveitarfélaganna og styrkja stoðir þeirra. Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur munu hvert um sig fá 32 milljónir króna. Bláskógabyggð, Rangárþing eystra og Hornafjörður fá 18 milljónir króna. Er fjárveitingunni ætlað að skapa betri grundvöll fyrir fjölbreyttara atvinnulíf til lengri tíma og stuðla að nýsköpun. Staða sveitarfélaganna og áskoranir þeirra voru teknar til skoðunar í greinargerð eftir að samantekt Byggðastofnunar gaf vísbendingar um að þessi sveitarfélög kynnu að standa verst að vígi vegna tímabundins hruns í ferðaþjónustu. Staða sveitarfélaganna var metin innbyrðis við gerð greinargerðarinnar og skoðað hlutfall ferðaþjónustu af atvinnulífi, möguleikar á annarri vinnusókn og framkomin áhrif, t.d. atvinnuleysi og lýðfræðileg samsetning íbúa. Niðurstaðan var sú að Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur stæðu verst að vígi en að Bláskógabyggð, Rangárþing eystra og Sveitarfélagið Hornafjörður gætu brugðist betur við afleiðingum faraldursins. Í greinargerðinni kemur fram að atvinnuleysi í þessum sveitarfélögum í júnílok var á bilinu 13 til 34 prósent. Meðaltal atvinnuleysis á landinu öllu á sama tíma var um tíu prósent. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Rangárþing eystra Hornafjörður Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Skútustaðahreppur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt ríkisstjórn skiptingu 150 milljóna króna fjárveitingar sem sex sveitarfélög munu fá vegna hruns í ferðaþjónustu í kjölfar Covid-19. Framlagið mun fara í að styðja við atvinnulíf og samfélag sveitarfélaganna og styrkja stoðir þeirra. Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur munu hvert um sig fá 32 milljónir króna. Bláskógabyggð, Rangárþing eystra og Hornafjörður fá 18 milljónir króna. Er fjárveitingunni ætlað að skapa betri grundvöll fyrir fjölbreyttara atvinnulíf til lengri tíma og stuðla að nýsköpun. Staða sveitarfélaganna og áskoranir þeirra voru teknar til skoðunar í greinargerð eftir að samantekt Byggðastofnunar gaf vísbendingar um að þessi sveitarfélög kynnu að standa verst að vígi vegna tímabundins hruns í ferðaþjónustu. Staða sveitarfélaganna var metin innbyrðis við gerð greinargerðarinnar og skoðað hlutfall ferðaþjónustu af atvinnulífi, möguleikar á annarri vinnusókn og framkomin áhrif, t.d. atvinnuleysi og lýðfræðileg samsetning íbúa. Niðurstaðan var sú að Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur stæðu verst að vígi en að Bláskógabyggð, Rangárþing eystra og Sveitarfélagið Hornafjörður gætu brugðist betur við afleiðingum faraldursins. Í greinargerðinni kemur fram að atvinnuleysi í þessum sveitarfélögum í júnílok var á bilinu 13 til 34 prósent. Meðaltal atvinnuleysis á landinu öllu á sama tíma var um tíu prósent.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Rangárþing eystra Hornafjörður Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Skútustaðahreppur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira