Biðja almenning um að halda ró sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2020 17:03 Fulltrúar frá ríkislögreglustjóra, Landlækni, Landspítalanum auk sóttvarnalæknis sátu fyrir svörum á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Skilaboðin til almennings í ljósi þess að fyrsta kórónuveirusmitið er komið upp hér á landi eru skýr. Fólk á að halda ró sinni. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Landlæknis, Landspítala og sóttvarnalæknis í Skógarhlíð í dag. Íslendingur á fimmtugsaldri hefur verið greindur með kórónuveiruna. Sá var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. „Áætlunin er óbreytt. Það eru allir á tánum og á varðbergi. Nota sömu skilmerki fyrir sýnatökum. Miða við áhættusvæði og annað. Við munum vinna úr þeim sýnum sem koma og bregðast við þeim niðurstöðum sem við fáum. Ég held að það plan muni halda áfram. Þurfum að leggja í mikla vinnu við smitrakningu þessa manns,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag. Aðspurður um skilaboð til almennings í ljósi nýjustu tíðinda sagði Þórólfur: „Skilaboðin eru eins og við höfum alltaf verið að predika að við vissum að þessi veira myndi koma. Við biðjum fólk um að halda ró sinni. Fara eftir þeim leiðbeiningum og fyrirmælum sem hafa verið gefin út vegna þessarar sýkingar. Leiðbeiningar um hreinlætisaðgerðir og gæta að handþvotti til að forðast sýkingu,“ sagði Þórólfur. Koma veirunnar til landsins setji þó hlutina í nýtt samhengi. „Svo verðum við að sjá hvort fleiri einstaklingar greinist, varðandi hvort nýjar leiðbeiningar þurfi að koma út. En við erum með ýmislegt í pokahorninu sem við munum koma með ef þörf reynist.“ Þeir geri ráð fyrir fleiri smitum en ómögulegt sé að segja hve mörg þau verði. Víðir Reynisson hjá ríkislögreglustjóra tók undir orð Þórólfs. Fólk eigi að halda ró sinni. Standa saman og tala skynsamlega saman, sérstaklega gagnvart börnum. Vinna saman sem ein heild að takast á við þetta verkefni. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag í húsakynnum almannavarnadeildar í Skógarhlíð 14 klukkan 16:00. 28. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Skilaboðin til almennings í ljósi þess að fyrsta kórónuveirusmitið er komið upp hér á landi eru skýr. Fólk á að halda ró sinni. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Landlæknis, Landspítala og sóttvarnalæknis í Skógarhlíð í dag. Íslendingur á fimmtugsaldri hefur verið greindur með kórónuveiruna. Sá var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. „Áætlunin er óbreytt. Það eru allir á tánum og á varðbergi. Nota sömu skilmerki fyrir sýnatökum. Miða við áhættusvæði og annað. Við munum vinna úr þeim sýnum sem koma og bregðast við þeim niðurstöðum sem við fáum. Ég held að það plan muni halda áfram. Þurfum að leggja í mikla vinnu við smitrakningu þessa manns,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag. Aðspurður um skilaboð til almennings í ljósi nýjustu tíðinda sagði Þórólfur: „Skilaboðin eru eins og við höfum alltaf verið að predika að við vissum að þessi veira myndi koma. Við biðjum fólk um að halda ró sinni. Fara eftir þeim leiðbeiningum og fyrirmælum sem hafa verið gefin út vegna þessarar sýkingar. Leiðbeiningar um hreinlætisaðgerðir og gæta að handþvotti til að forðast sýkingu,“ sagði Þórólfur. Koma veirunnar til landsins setji þó hlutina í nýtt samhengi. „Svo verðum við að sjá hvort fleiri einstaklingar greinist, varðandi hvort nýjar leiðbeiningar þurfi að koma út. En við erum með ýmislegt í pokahorninu sem við munum koma með ef þörf reynist.“ Þeir geri ráð fyrir fleiri smitum en ómögulegt sé að segja hve mörg þau verði. Víðir Reynisson hjá ríkislögreglustjóra tók undir orð Þórólfs. Fólk eigi að halda ró sinni. Standa saman og tala skynsamlega saman, sérstaklega gagnvart börnum. Vinna saman sem ein heild að takast á við þetta verkefni.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag í húsakynnum almannavarnadeildar í Skógarhlíð 14 klukkan 16:00. 28. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar á Íslandi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19). 28. febrúar 2020 14:51
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag í húsakynnum almannavarnadeildar í Skógarhlíð 14 klukkan 16:00. 28. febrúar 2020 15:00