Tvö andlát ungmenna vegna ofneyslu lyfja til rannsóknar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. febrúar 2020 22:00 Tvö ungmenni hafa látist af völdum ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á síðustu þremur mánuðum. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar vill auka aðgengi fólks í áhættuhegðun að mótefni sem getur komið í veg fyrir ofneyslu eða jafnvel andláti. Tvö mál eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem grunur leikur á að ofneysla morfínskyldra lyfja hafi verið orsök andláta tveggja ungmenna á síðustu þremur mánuðum. Annað þeirra var tæplega tvítugt en hitt tæplega þrítugt. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar.Vísir/Jóhann K. Mótefni getur komið í veg fyrir ofskömmtun og jafnvel andlát Morfínskyld lyf sem eru misnotuð hér á landi eru, Contalgin, Oxycontin og Fentanyl. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins vill auka aðgengi að öðru lyfi, Naloxon, og getur komið í veg fyrir andlát sé það gefið nægilega fljótt eftir ofskömmtun. „Einu aðilarnir sem eru með Naloxon eru sjúkrabílarnir og sjúkrahúsin, segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Hér á landi í dag þurfa heilbrigðisstarfsmenn að draga lyfið í sprautu og gefa í æði en til skoðunar er að lyfið verði selt í nefúðaformi til almennings í apótekum. „Það sem er kannski vandamálið er að lyfið mun kosta mikið og það mun verða lyfseðilsskylt,“ segir Svala. Þannig er aðgengi að lyfinu takmörkuð. „Og ef við förum þá leið, eins og er verið að huga að núna, að þá mun lyfið ekki komast í hendurnar á fólki sem þarf mest á því að halda,“ segir Svala. Naloxon í nefúðaformi verður brátt til sölu hér á landi. Lyfið er mótefni gegn morfínskyldum lyfjum.Vísir/Jóhann K. Fleiri skjólstæðingar væru á lífi í dag hefðu þeir haft aðgang að mótefninu Svala segir að í nágrannalöndum og löndum sem Ísland ber sig saman við sé aðgangur að Naloxon mun frjálsari. „Noregur er að standa sig mjög vel í að dreifa Naloxon. Þá er þetta svona pakki sem hver einstaklingur fær. Það er sem sagt nefúði og blástursmaski og leiðbeiningar og það er farið mjög vel yfir þær með hverjum og einum,“ segir Svala. Svala segir nokkur dæmi til, þar sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát, ef aðgengi að lyfinu væri til staðar. „Já klárlega, við vitum að nokkrir af skjólstæðingum, ef vinir eða makar hefðu aðgengi að Naloxon að þá hefði það mögulega dregið úr líkum á að einstaklingurinn hefði látist,“ segir Svala. Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira
Tvö ungmenni hafa látist af völdum ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á síðustu þremur mánuðum. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar vill auka aðgengi fólks í áhættuhegðun að mótefni sem getur komið í veg fyrir ofneyslu eða jafnvel andláti. Tvö mál eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem grunur leikur á að ofneysla morfínskyldra lyfja hafi verið orsök andláta tveggja ungmenna á síðustu þremur mánuðum. Annað þeirra var tæplega tvítugt en hitt tæplega þrítugt. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar.Vísir/Jóhann K. Mótefni getur komið í veg fyrir ofskömmtun og jafnvel andlát Morfínskyld lyf sem eru misnotuð hér á landi eru, Contalgin, Oxycontin og Fentanyl. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins vill auka aðgengi að öðru lyfi, Naloxon, og getur komið í veg fyrir andlát sé það gefið nægilega fljótt eftir ofskömmtun. „Einu aðilarnir sem eru með Naloxon eru sjúkrabílarnir og sjúkrahúsin, segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Hér á landi í dag þurfa heilbrigðisstarfsmenn að draga lyfið í sprautu og gefa í æði en til skoðunar er að lyfið verði selt í nefúðaformi til almennings í apótekum. „Það sem er kannski vandamálið er að lyfið mun kosta mikið og það mun verða lyfseðilsskylt,“ segir Svala. Þannig er aðgengi að lyfinu takmörkuð. „Og ef við förum þá leið, eins og er verið að huga að núna, að þá mun lyfið ekki komast í hendurnar á fólki sem þarf mest á því að halda,“ segir Svala. Naloxon í nefúðaformi verður brátt til sölu hér á landi. Lyfið er mótefni gegn morfínskyldum lyfjum.Vísir/Jóhann K. Fleiri skjólstæðingar væru á lífi í dag hefðu þeir haft aðgang að mótefninu Svala segir að í nágrannalöndum og löndum sem Ísland ber sig saman við sé aðgangur að Naloxon mun frjálsari. „Noregur er að standa sig mjög vel í að dreifa Naloxon. Þá er þetta svona pakki sem hver einstaklingur fær. Það er sem sagt nefúði og blástursmaski og leiðbeiningar og það er farið mjög vel yfir þær með hverjum og einum,“ segir Svala. Svala segir nokkur dæmi til, þar sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát, ef aðgengi að lyfinu væri til staðar. „Já klárlega, við vitum að nokkrir af skjólstæðingum, ef vinir eða makar hefðu aðgengi að Naloxon að þá hefði það mögulega dregið úr líkum á að einstaklingurinn hefði látist,“ segir Svala.
Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Sjá meira