Sjáðu mörkin er Breiðablik valtaði yfir ÍA Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. febrúar 2020 22:00 Blikar skoruðu sjö gegn ÍA í kvöld. Vísir/Bára Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjubikar karla og kvenna í kvöld. Breiðablik kjöldró ÍA í Kópavoginum, lokatölur 7-1. Mörkin úr leiknum má finna hér að neðan. Þá voru einkar óvænt úrslit í leik Stjörnunnar og Vals. Tveir leikir fóru fram í 1. riðli A-deildar Lengjubikars karla. Skagamenn áttu aldrei roð í Breiðablik en leikið var á Kópavogsvelli. Bæði liðin leika í Pepsi Max deildinni næsta sumar. Eftir bragðdaufan fyrsta hálftíma skoruðu Blikar þrívegis áður en flautað var til hálfleiks. Gísli Eyjólfsson, Alexander Helgi Sigurðarson og Thomas Mikkelsen með mörkin. Í síðari hálfleik minnkaði Tryggvi Hrafn Haraldsson muninn fyrir ÍA áður en Blikar tóku aftur öll völd á vellinum. Davíð Ingvarsson kom heimamönnum í 4-1 á 71. mínútu. Svo þegar fimm mínútur voru til leiksloka bættu Blikar við þremur mörkum. Viktor Karl Einarsson skoraði tvö og Mikkelsen bætti við sínu öðru marki. Lokatölur 7-1 og blikar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki með markatöluna 13-3. Í hefur á sama tíma unnið aðeins einn leik. Þá vann Leiknir Reykjavík 2-1 sigur á Aftureldingu en bæði lið leika í 1. deild. Bjarki Aðalsteinsson kom Leikni yfir á 10. mínútut og þannig var staðan þangað til Jason Daði Svanþórsson jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Shkelzen Veseli skoraði hins vegar fyrir Leikni á 87. mínútu og tryggði þeim þar með sinn fyrsta sigur í mótinu. Í 2. riðli A-deildar unnu bikarmeistarar Víkings sannfærandi sigur á Fylki í Árbænum með tveimur mörkum gegn engu. Óttar Magnús Karlsson skoraði bæði mörkin um miðbik fyrri hálfleiks en Ásgeir Eyþórsson, varnarmaður Fylkis, lét reka sig út af þegar tíu mínútur voru eftir. Lokatölur 2-0 og Víkingar búnir að vinna alla þrjá leiki sína án þess að fá á sig mark. Þá vann Stjarnan mjög óvæntan 1-0 sigur á Val í A-deild Lengjubikars kvenna þökk sé marki Helgu Guðrúarn Kristinsdóttur . Markið kom í síðari hálfleik en Valur brenndi af víti í þeim fyrri. Íslandsmeistarar Vals hafa nú tapað tveimur af þremur leikjum sínum en þetta var fyrsti sigur Garðbæinga. Klippa: Mörkin úr Breiðablik-ÍA Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjubikar karla og kvenna í kvöld. Breiðablik kjöldró ÍA í Kópavoginum, lokatölur 7-1. Mörkin úr leiknum má finna hér að neðan. Þá voru einkar óvænt úrslit í leik Stjörnunnar og Vals. Tveir leikir fóru fram í 1. riðli A-deildar Lengjubikars karla. Skagamenn áttu aldrei roð í Breiðablik en leikið var á Kópavogsvelli. Bæði liðin leika í Pepsi Max deildinni næsta sumar. Eftir bragðdaufan fyrsta hálftíma skoruðu Blikar þrívegis áður en flautað var til hálfleiks. Gísli Eyjólfsson, Alexander Helgi Sigurðarson og Thomas Mikkelsen með mörkin. Í síðari hálfleik minnkaði Tryggvi Hrafn Haraldsson muninn fyrir ÍA áður en Blikar tóku aftur öll völd á vellinum. Davíð Ingvarsson kom heimamönnum í 4-1 á 71. mínútu. Svo þegar fimm mínútur voru til leiksloka bættu Blikar við þremur mörkum. Viktor Karl Einarsson skoraði tvö og Mikkelsen bætti við sínu öðru marki. Lokatölur 7-1 og blikar með fullt hús stiga eftir þrjá leiki með markatöluna 13-3. Í hefur á sama tíma unnið aðeins einn leik. Þá vann Leiknir Reykjavík 2-1 sigur á Aftureldingu en bæði lið leika í 1. deild. Bjarki Aðalsteinsson kom Leikni yfir á 10. mínútut og þannig var staðan þangað til Jason Daði Svanþórsson jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Shkelzen Veseli skoraði hins vegar fyrir Leikni á 87. mínútu og tryggði þeim þar með sinn fyrsta sigur í mótinu. Í 2. riðli A-deildar unnu bikarmeistarar Víkings sannfærandi sigur á Fylki í Árbænum með tveimur mörkum gegn engu. Óttar Magnús Karlsson skoraði bæði mörkin um miðbik fyrri hálfleiks en Ásgeir Eyþórsson, varnarmaður Fylkis, lét reka sig út af þegar tíu mínútur voru eftir. Lokatölur 2-0 og Víkingar búnir að vinna alla þrjá leiki sína án þess að fá á sig mark. Þá vann Stjarnan mjög óvæntan 1-0 sigur á Val í A-deild Lengjubikars kvenna þökk sé marki Helgu Guðrúarn Kristinsdóttur . Markið kom í síðari hálfleik en Valur brenndi af víti í þeim fyrri. Íslandsmeistarar Vals hafa nú tapað tveimur af þremur leikjum sínum en þetta var fyrsti sigur Garðbæinga. Klippa: Mörkin úr Breiðablik-ÍA
Íslenski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira