Innlent

Alvarleg líkamsárás á Kópaskeri

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Sérsveit ríkislögreglustjóra var fengin til aðstoðar.
Sérsveit ríkislögreglustjóra var fengin til aðstoðar. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um alvarlega líkamsárás á Kópaskeri á tíunda tímanum í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var eggvopni beitt í árásinni.

Vont veður hefur verið á þessum slóðum og viðbragðsaðilar sem komu frá Húsavík, Raufarhöfn og Reykjavík komu seint á vettvang. Mikil ófærð er og allir vegir að Kópaskeri lokaðir vegna óveðurs, samkvæmt vef Vegagerðinarinnar.

Samkvæmt heimildum Vísis var óskað eftir aðstoð sérsveitar Ríkislögreglustjóra og var þyrla Landhelgisgæslunnar fengin til þess að ferja viðbragðsaðila norður. Þyrlan lenti á Kópaskeri skömmu fyrir klukkan tólf.

Ekki hefur fengist staðfest hversu alvarleg meiðsli mannsins eru. Þrjú hafa verið handtekin í tengslum við málið.

Einu uppslýsingar sem Lögreglan á Norðurlandi eystra gaf vegna málsins var að tilkynning vegna málsins yrði gefin út vegna málsins klukkan átta í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×