Minni skjálftavirkni við Þorbjörn og lítið landris Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 16:00 Frá Grindavík en fjallið Þorbjörn er í nágrenni bæjarins. vísir/vilhelm „Þetta er nú allt að róast. Ég myndi nú ekki segja að þetta væri búið, það eru alveg að koma inn skjálftar þarna og við sjáum alveg á Grindavíkurstöðinni að það er enn þá svolítil virkni en hún er mjög lítil þannig að við náum ekki að staðsetja þá,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi spurður út í stöðuna við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Enn er í gildi óvissustig vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir svæðinu við Þorbjörn. Frá 21. janúar hafa yfir 1600 skjálftar verið staðsettir á svæðinu og hafa þeir flestir orðið í suðvestur/norðaustur stefnu um tvo kílómetra norðaustur af Grindavík, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Þá hefur verið líka verið landris á svæðinu, mest um fimm sentimetrar, en Benedikt segir að landrisið sé orðið frekar flatt, það er að punktarnir sem mæla það færast ekki upp á við heldur eru alltaf í sömu stöðu meira og minna. „Og við sjáum það líka í þenslunni eða landrisinu að það er eiginlega orðið svolítið flatt. En við erum aftur á móti að sjá landbreytingar enn þá. Við erum að sjá aflögun á svæðinu þannig að þetta er svolítið öðruvísi merki,“ segir Benedikt. Þannig sé lárétt aflögun í gangi sem geti verið þensla en hún sé svo lítil að ekkert landris sjáist. „En það getur líka verið jarðskorpan að laga sig að því sem var í gangi síðustu tvær, þrjár vikur og ég myndi halda að það væri bæði, það lítur þannig út, að það sé enn þá eitthvað í gangi en bara minna,“ segir Benedikt. Þrátt fyrir að rólegra sé yfir svæðinu nú en verið hefur síðustu vikur fylgjast vísindamenn áfram með allan sólarhringinn enda er alls ekki hægt að segja að þetta sé búið að sögn Benedikts þótt þetta sé á rólegri nótunum. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Telja nú að kvikan sé á þriggja til fimm kílómetra dýpi Vísindaráð Almannavarna kom saman til fundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. 6. febrúar 2020 17:53 „Þetta magn af kviku myndi aldrei geta búið til neitt eldgos“ Kvikan sem er að safnast saman á um þriggja til fimm kílómetra dýpi við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi er í mjög litlu magni að sögn Benedikts Ófeigssonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands. 7. febrúar 2020 12:00 Þrjátíu skjálftar frá miðnætti Áfram hafa mælst skjálftar í grennd við Grindavík og einkenndist nóttin af smáskjálftavirkni. 4. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira
„Þetta er nú allt að róast. Ég myndi nú ekki segja að þetta væri búið, það eru alveg að koma inn skjálftar þarna og við sjáum alveg á Grindavíkurstöðinni að það er enn þá svolítil virkni en hún er mjög lítil þannig að við náum ekki að staðsetja þá,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi spurður út í stöðuna við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Enn er í gildi óvissustig vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir svæðinu við Þorbjörn. Frá 21. janúar hafa yfir 1600 skjálftar verið staðsettir á svæðinu og hafa þeir flestir orðið í suðvestur/norðaustur stefnu um tvo kílómetra norðaustur af Grindavík, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Þá hefur verið líka verið landris á svæðinu, mest um fimm sentimetrar, en Benedikt segir að landrisið sé orðið frekar flatt, það er að punktarnir sem mæla það færast ekki upp á við heldur eru alltaf í sömu stöðu meira og minna. „Og við sjáum það líka í þenslunni eða landrisinu að það er eiginlega orðið svolítið flatt. En við erum aftur á móti að sjá landbreytingar enn þá. Við erum að sjá aflögun á svæðinu þannig að þetta er svolítið öðruvísi merki,“ segir Benedikt. Þannig sé lárétt aflögun í gangi sem geti verið þensla en hún sé svo lítil að ekkert landris sjáist. „En það getur líka verið jarðskorpan að laga sig að því sem var í gangi síðustu tvær, þrjár vikur og ég myndi halda að það væri bæði, það lítur þannig út, að það sé enn þá eitthvað í gangi en bara minna,“ segir Benedikt. Þrátt fyrir að rólegra sé yfir svæðinu nú en verið hefur síðustu vikur fylgjast vísindamenn áfram með allan sólarhringinn enda er alls ekki hægt að segja að þetta sé búið að sögn Benedikts þótt þetta sé á rólegri nótunum.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Telja nú að kvikan sé á þriggja til fimm kílómetra dýpi Vísindaráð Almannavarna kom saman til fundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. 6. febrúar 2020 17:53 „Þetta magn af kviku myndi aldrei geta búið til neitt eldgos“ Kvikan sem er að safnast saman á um þriggja til fimm kílómetra dýpi við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi er í mjög litlu magni að sögn Benedikts Ófeigssonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands. 7. febrúar 2020 12:00 Þrjátíu skjálftar frá miðnætti Áfram hafa mælst skjálftar í grennd við Grindavík og einkenndist nóttin af smáskjálftavirkni. 4. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira
Telja nú að kvikan sé á þriggja til fimm kílómetra dýpi Vísindaráð Almannavarna kom saman til fundar í dag þar sem farið var yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. 6. febrúar 2020 17:53
„Þetta magn af kviku myndi aldrei geta búið til neitt eldgos“ Kvikan sem er að safnast saman á um þriggja til fimm kílómetra dýpi við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi er í mjög litlu magni að sögn Benedikts Ófeigssonar, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands. 7. febrúar 2020 12:00
Þrjátíu skjálftar frá miðnætti Áfram hafa mælst skjálftar í grennd við Grindavík og einkenndist nóttin af smáskjálftavirkni. 4. febrúar 2020 09:02