Með gríðarlegt magn fíkniefna falið í fjarstýrðu leynihólfi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2020 21:56 Norræna við bryggju á Seyðisfirði. Vísir/JóiK Rúmeninn Victor Sorin Epifanov gaf þá skýringu á Íslandsför hans og Þjóðverjans Heinz Bernhard Sommer að þeir hafi átt að sækja peninga fyrir þriðja aðila, þar sem of dýrt væri að senda þá milli landa með peningamillifærslu Western Union. Þeir voru dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir eitt eitt mesta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar. Efnin voru falin í fjarstýrðu leynihólfi. Mennirnir voru handteknir laugardaginn 3. ágúst síðastliðinn við komuna til landsins með Norrænu. Fíkniefnin voru falin í innanverðri farangursgeymslu bíls af gerðinni Austin Mini Cooper, í sérútbúnu hólfi. Voru þeir dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. Að því er fram kom í ákærunni var amfetamínið að 70 prósent styrkleika en kókaínið tæp 82 prósent. Um er að ræða eitt mesta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á hér á landi. Þótti ekki grunsamlegt að fá fría ferð með uppihaldi og gistingu Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Sorin og Sommer hafi ferðast til Íslands árið 2018 á sama bíl og þeir voru á þegar þeir voru handteknir á síðasta ári. Sommer sagðist þá hafa verið í fríi hér á landi og ekki þótt neitt undarlegt við það að Sorin hafi greitt allt fyrir Sommer í ferðinni. Hér má sjá hvernig fíkniefnin voru falin í bílnum, í leynihólfi fyrir neðan farangursgeymsluna. Sorin gaf þá skýringu á Íslandsförinni árið 2018 að þeim hafi verið boðið að fara til Íslands að sækja peninga. Eina útskýringin sem hann hafi fengið væri sú að einhver ætti að afhenda honum pening hér á landi því það væri svo dýrt að greiða Western Union þóknun fyrir senda peninga á milli landa. Aðspurður um tilgang ferðarinnar á síðasta ári sagðist hann hafa fengið símtal og hann beðinn um að fara til Íslands og sækja peninga hér á landi, eins og hann hafði gert árið áður. Sagðist hann ekki hafa grunað að tilgangur ferðarinnar væri að smygla eiturlyfjum en taldi þó líklegt að peningurinn sem hann hafði sótt væri ólöglegur. Ótrúverðugt að þeir hafi ekki vitað af fíkniefnunum Í dómi héraðsdóms er leynihólfinu einnig lýst nánar en þar segir að hólfið hafi verið læst með raflokum sem voru tengdar við stýribúnað með þráðlausu aðgengi eða fjarstýringarbúnaði. Austin Mini bíllinn sem fíkniefnin fundust í. Lögreglu var unnt að komast inn í hólfið með því að fjarlægja ytri afturstuðara og opna rennispjald sem búið var að koma fyrir á innri stuðara. Þessu til viðbótar reyndist staðsetningarbúnaður með hollensku símkorti vera falinn í mælaborði bifreiðarinnar. Í dómi héraðdóms segir einnig að framburður mannanna tveggja yrði, í ljósi allra atvika, að teljast í meginatriðum ótrúverðugur um það að þeim hafi verið alls ókunnugt um raunverulegan tilgang fararinnar og að þeir hafi ekki vitað um fíkniefnin falin í leynihólfi bifreiðarinnar þegar þeir komu til landsins.Voru þeir því sakfelldir og dæmdir í sjö ára fangelsi. Dómsmál Tengdar fréttir Sjö ára fangelsi fyrir eitt mesta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar Þjóðverjinn Heinz Bernhard Sommer og Rúmeninn Victor Sorin Epifanov hafa verið dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. 10. febrúar 2020 13:52 Tveir ákærðir í einu umfangsmesta fíkniefnasmygli sögunnar Gefin hefur verið út ákæra á hendur tveimur mönnum fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu. 25. október 2019 20:27 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Rúmeninn Victor Sorin Epifanov gaf þá skýringu á Íslandsför hans og Þjóðverjans Heinz Bernhard Sommer að þeir hafi átt að sækja peninga fyrir þriðja aðila, þar sem of dýrt væri að senda þá milli landa með peningamillifærslu Western Union. Þeir voru dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir eitt eitt mesta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar. Efnin voru falin í fjarstýrðu leynihólfi. Mennirnir voru handteknir laugardaginn 3. ágúst síðastliðinn við komuna til landsins með Norrænu. Fíkniefnin voru falin í innanverðri farangursgeymslu bíls af gerðinni Austin Mini Cooper, í sérútbúnu hólfi. Voru þeir dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. Að því er fram kom í ákærunni var amfetamínið að 70 prósent styrkleika en kókaínið tæp 82 prósent. Um er að ræða eitt mesta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á hér á landi. Þótti ekki grunsamlegt að fá fría ferð með uppihaldi og gistingu Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Sorin og Sommer hafi ferðast til Íslands árið 2018 á sama bíl og þeir voru á þegar þeir voru handteknir á síðasta ári. Sommer sagðist þá hafa verið í fríi hér á landi og ekki þótt neitt undarlegt við það að Sorin hafi greitt allt fyrir Sommer í ferðinni. Hér má sjá hvernig fíkniefnin voru falin í bílnum, í leynihólfi fyrir neðan farangursgeymsluna. Sorin gaf þá skýringu á Íslandsförinni árið 2018 að þeim hafi verið boðið að fara til Íslands að sækja peninga. Eina útskýringin sem hann hafi fengið væri sú að einhver ætti að afhenda honum pening hér á landi því það væri svo dýrt að greiða Western Union þóknun fyrir senda peninga á milli landa. Aðspurður um tilgang ferðarinnar á síðasta ári sagðist hann hafa fengið símtal og hann beðinn um að fara til Íslands og sækja peninga hér á landi, eins og hann hafði gert árið áður. Sagðist hann ekki hafa grunað að tilgangur ferðarinnar væri að smygla eiturlyfjum en taldi þó líklegt að peningurinn sem hann hafði sótt væri ólöglegur. Ótrúverðugt að þeir hafi ekki vitað af fíkniefnunum Í dómi héraðsdóms er leynihólfinu einnig lýst nánar en þar segir að hólfið hafi verið læst með raflokum sem voru tengdar við stýribúnað með þráðlausu aðgengi eða fjarstýringarbúnaði. Austin Mini bíllinn sem fíkniefnin fundust í. Lögreglu var unnt að komast inn í hólfið með því að fjarlægja ytri afturstuðara og opna rennispjald sem búið var að koma fyrir á innri stuðara. Þessu til viðbótar reyndist staðsetningarbúnaður með hollensku símkorti vera falinn í mælaborði bifreiðarinnar. Í dómi héraðdóms segir einnig að framburður mannanna tveggja yrði, í ljósi allra atvika, að teljast í meginatriðum ótrúverðugur um það að þeim hafi verið alls ókunnugt um raunverulegan tilgang fararinnar og að þeir hafi ekki vitað um fíkniefnin falin í leynihólfi bifreiðarinnar þegar þeir komu til landsins.Voru þeir því sakfelldir og dæmdir í sjö ára fangelsi.
Dómsmál Tengdar fréttir Sjö ára fangelsi fyrir eitt mesta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar Þjóðverjinn Heinz Bernhard Sommer og Rúmeninn Victor Sorin Epifanov hafa verið dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. 10. febrúar 2020 13:52 Tveir ákærðir í einu umfangsmesta fíkniefnasmygli sögunnar Gefin hefur verið út ákæra á hendur tveimur mönnum fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu. 25. október 2019 20:27 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Sjö ára fangelsi fyrir eitt mesta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar Þjóðverjinn Heinz Bernhard Sommer og Rúmeninn Victor Sorin Epifanov hafa verið dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. 10. febrúar 2020 13:52
Tveir ákærðir í einu umfangsmesta fíkniefnasmygli sögunnar Gefin hefur verið út ákæra á hendur tveimur mönnum fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu. 25. október 2019 20:27