Með gríðarlegt magn fíkniefna falið í fjarstýrðu leynihólfi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2020 21:56 Norræna við bryggju á Seyðisfirði. Vísir/JóiK Rúmeninn Victor Sorin Epifanov gaf þá skýringu á Íslandsför hans og Þjóðverjans Heinz Bernhard Sommer að þeir hafi átt að sækja peninga fyrir þriðja aðila, þar sem of dýrt væri að senda þá milli landa með peningamillifærslu Western Union. Þeir voru dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir eitt eitt mesta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar. Efnin voru falin í fjarstýrðu leynihólfi. Mennirnir voru handteknir laugardaginn 3. ágúst síðastliðinn við komuna til landsins með Norrænu. Fíkniefnin voru falin í innanverðri farangursgeymslu bíls af gerðinni Austin Mini Cooper, í sérútbúnu hólfi. Voru þeir dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. Að því er fram kom í ákærunni var amfetamínið að 70 prósent styrkleika en kókaínið tæp 82 prósent. Um er að ræða eitt mesta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á hér á landi. Þótti ekki grunsamlegt að fá fría ferð með uppihaldi og gistingu Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Sorin og Sommer hafi ferðast til Íslands árið 2018 á sama bíl og þeir voru á þegar þeir voru handteknir á síðasta ári. Sommer sagðist þá hafa verið í fríi hér á landi og ekki þótt neitt undarlegt við það að Sorin hafi greitt allt fyrir Sommer í ferðinni. Hér má sjá hvernig fíkniefnin voru falin í bílnum, í leynihólfi fyrir neðan farangursgeymsluna. Sorin gaf þá skýringu á Íslandsförinni árið 2018 að þeim hafi verið boðið að fara til Íslands að sækja peninga. Eina útskýringin sem hann hafi fengið væri sú að einhver ætti að afhenda honum pening hér á landi því það væri svo dýrt að greiða Western Union þóknun fyrir senda peninga á milli landa. Aðspurður um tilgang ferðarinnar á síðasta ári sagðist hann hafa fengið símtal og hann beðinn um að fara til Íslands og sækja peninga hér á landi, eins og hann hafði gert árið áður. Sagðist hann ekki hafa grunað að tilgangur ferðarinnar væri að smygla eiturlyfjum en taldi þó líklegt að peningurinn sem hann hafði sótt væri ólöglegur. Ótrúverðugt að þeir hafi ekki vitað af fíkniefnunum Í dómi héraðsdóms er leynihólfinu einnig lýst nánar en þar segir að hólfið hafi verið læst með raflokum sem voru tengdar við stýribúnað með þráðlausu aðgengi eða fjarstýringarbúnaði. Austin Mini bíllinn sem fíkniefnin fundust í. Lögreglu var unnt að komast inn í hólfið með því að fjarlægja ytri afturstuðara og opna rennispjald sem búið var að koma fyrir á innri stuðara. Þessu til viðbótar reyndist staðsetningarbúnaður með hollensku símkorti vera falinn í mælaborði bifreiðarinnar. Í dómi héraðdóms segir einnig að framburður mannanna tveggja yrði, í ljósi allra atvika, að teljast í meginatriðum ótrúverðugur um það að þeim hafi verið alls ókunnugt um raunverulegan tilgang fararinnar og að þeir hafi ekki vitað um fíkniefnin falin í leynihólfi bifreiðarinnar þegar þeir komu til landsins.Voru þeir því sakfelldir og dæmdir í sjö ára fangelsi. Dómsmál Tengdar fréttir Sjö ára fangelsi fyrir eitt mesta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar Þjóðverjinn Heinz Bernhard Sommer og Rúmeninn Victor Sorin Epifanov hafa verið dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. 10. febrúar 2020 13:52 Tveir ákærðir í einu umfangsmesta fíkniefnasmygli sögunnar Gefin hefur verið út ákæra á hendur tveimur mönnum fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu. 25. október 2019 20:27 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Rúmeninn Victor Sorin Epifanov gaf þá skýringu á Íslandsför hans og Þjóðverjans Heinz Bernhard Sommer að þeir hafi átt að sækja peninga fyrir þriðja aðila, þar sem of dýrt væri að senda þá milli landa með peningamillifærslu Western Union. Þeir voru dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir eitt eitt mesta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar. Efnin voru falin í fjarstýrðu leynihólfi. Mennirnir voru handteknir laugardaginn 3. ágúst síðastliðinn við komuna til landsins með Norrænu. Fíkniefnin voru falin í innanverðri farangursgeymslu bíls af gerðinni Austin Mini Cooper, í sérútbúnu hólfi. Voru þeir dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. Að því er fram kom í ákærunni var amfetamínið að 70 prósent styrkleika en kókaínið tæp 82 prósent. Um er að ræða eitt mesta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á hér á landi. Þótti ekki grunsamlegt að fá fría ferð með uppihaldi og gistingu Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Sorin og Sommer hafi ferðast til Íslands árið 2018 á sama bíl og þeir voru á þegar þeir voru handteknir á síðasta ári. Sommer sagðist þá hafa verið í fríi hér á landi og ekki þótt neitt undarlegt við það að Sorin hafi greitt allt fyrir Sommer í ferðinni. Hér má sjá hvernig fíkniefnin voru falin í bílnum, í leynihólfi fyrir neðan farangursgeymsluna. Sorin gaf þá skýringu á Íslandsförinni árið 2018 að þeim hafi verið boðið að fara til Íslands að sækja peninga. Eina útskýringin sem hann hafi fengið væri sú að einhver ætti að afhenda honum pening hér á landi því það væri svo dýrt að greiða Western Union þóknun fyrir senda peninga á milli landa. Aðspurður um tilgang ferðarinnar á síðasta ári sagðist hann hafa fengið símtal og hann beðinn um að fara til Íslands og sækja peninga hér á landi, eins og hann hafði gert árið áður. Sagðist hann ekki hafa grunað að tilgangur ferðarinnar væri að smygla eiturlyfjum en taldi þó líklegt að peningurinn sem hann hafði sótt væri ólöglegur. Ótrúverðugt að þeir hafi ekki vitað af fíkniefnunum Í dómi héraðsdóms er leynihólfinu einnig lýst nánar en þar segir að hólfið hafi verið læst með raflokum sem voru tengdar við stýribúnað með þráðlausu aðgengi eða fjarstýringarbúnaði. Austin Mini bíllinn sem fíkniefnin fundust í. Lögreglu var unnt að komast inn í hólfið með því að fjarlægja ytri afturstuðara og opna rennispjald sem búið var að koma fyrir á innri stuðara. Þessu til viðbótar reyndist staðsetningarbúnaður með hollensku símkorti vera falinn í mælaborði bifreiðarinnar. Í dómi héraðdóms segir einnig að framburður mannanna tveggja yrði, í ljósi allra atvika, að teljast í meginatriðum ótrúverðugur um það að þeim hafi verið alls ókunnugt um raunverulegan tilgang fararinnar og að þeir hafi ekki vitað um fíkniefnin falin í leynihólfi bifreiðarinnar þegar þeir komu til landsins.Voru þeir því sakfelldir og dæmdir í sjö ára fangelsi.
Dómsmál Tengdar fréttir Sjö ára fangelsi fyrir eitt mesta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar Þjóðverjinn Heinz Bernhard Sommer og Rúmeninn Victor Sorin Epifanov hafa verið dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. 10. febrúar 2020 13:52 Tveir ákærðir í einu umfangsmesta fíkniefnasmygli sögunnar Gefin hefur verið út ákæra á hendur tveimur mönnum fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu. 25. október 2019 20:27 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Sjö ára fangelsi fyrir eitt mesta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar Þjóðverjinn Heinz Bernhard Sommer og Rúmeninn Victor Sorin Epifanov hafa verið dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. 10. febrúar 2020 13:52
Tveir ákærðir í einu umfangsmesta fíkniefnasmygli sögunnar Gefin hefur verið út ákæra á hendur tveimur mönnum fyrir stórfellt fíkniefnasmygl með Norrænu. 25. október 2019 20:27
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent