Björn rekinn frá Sorpu Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. febrúar 2020 15:49 Björn H. Halldórsson, fyrir miðju, tekur í höndina á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þegar skrifað var undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum árið 2015. Sorpa Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. Stjórn félagsins tók ákvörðun þess efnis í dag, byggða á niðurstöðum skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Björn fær sex mánaða uppsagnarfrest en Helgi Þór Ingason, prófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, tekur tímabundið við framkvæmdastjórastöðunni. Frá þessu greindi stjórn Sorpu í tilkynningu til fjölmiðla nú síðdegis. Þar er uppsögnin m.a. sögð grundvallast á fyrrnefndi skýrslu innri endurskoðunar, sem ráðist var í eftir 1,4 milljarða krónu framúrkeyrslu við áætluðan framkvæmdakostnað vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi. Þar var mikið gert úr hlut framkvæmdastjórans; hann t.a.m. sagður hafa trassað að upplýsa stjórn Sorpu um stöðu framkvæmdanna með eðlilegum hætti. Skýrslan var kynnt í janúar og var Björn sendur í leyfi meðan á úrvinnslu hennar stóð. Björn mótmælti harðlega niðurstöðum skýrslunnar, sem hann sagði „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda,“ eins og Björn orðaði það í yfirlýsingu sinni. Stjórn Sorpu ákvað að sparka Birni. Þessi mynd er tekin á stjórnarfundi í lok janúar. „Á þeim 12 ára tíma sem undirritaður hefur gegn stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. hafa aldrei verið gerðar athugasemdir við störf mín. Á það m.a. við um framsetningu rekstraráætlana á stjórnarfundum, frávikagreiningu vegna þeirra og áætlanagerð vegna framkvæmda á vegum fyrirtækisins,“ sagði Björn ennfremur í yfirlýsingunni. Birni gafst færi á að skila inn formlegum andmælum vegna skýrslunnar sem stjórn Sorpu fékk til úrvinnslu. „Að fengnum andmælum framkvæmdastjórans við efni skýrslunnar var ákveðið að veita honum áminningu í samræmi við ákvæði kjarasamnings og gefa honum kost á frekari skýringum og athugasemdum. Að þeim fengnum og í ljósi annarra aðstæðna var tekin ákvörðun um uppsögn,“ segir í tilkynningunni. Því næst er vikið að ráðningu Helga og stiklað á stóru úr ferli hans, t.a.m. minnst á að hann hafi verið ráðinn tímabundið sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á árunum 2010 til 2011. Það falli í hans skaut að aðstoða við yfirhalningu á rekstri Sorpu á næstu misserum. „Stjórn SORPU bs. mun ásamt Helga Þór og starfsmönnum SORPU bs. vinna að endurskipulagningu rekstrar fyrirtækisins með sjálfbærni, umhverfisvernd og samfélagslega þjónustu að leiðarljósi. Stjórnin mun í þeirri vinnu kappkosta að eiga náið samráð við eigendur SORPU bs. en félagið er rekið sem byggðasamlag sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.“ Reykjavík Sorpa Vistaskipti Tengdar fréttir Hætt verði að rusla út stjórn Sorpu á tveggja ára fresti Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vill að aukin krafa verði gerði um hæfni þeirra sem sitja í stjórn Sorpu. 23. janúar 2020 18:30 Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24 Framkvæmdin var byggð á sandi Bæjarfulltrúar Viðreisnar á höfuðborgarsvæðinu lögðu til á haustmánuðum að skipuð yrði neyðarstjórn sem færi með stjórn Sorpu eftir að í ljós kom að kostnaður við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar var verulega vanáætlaður, mistök sem kosta skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu hátt á annan milljarð. 24. janúar 2020 16:45 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. Stjórn félagsins tók ákvörðun þess efnis í dag, byggða á niðurstöðum skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Björn fær sex mánaða uppsagnarfrest en Helgi Þór Ingason, prófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, tekur tímabundið við framkvæmdastjórastöðunni. Frá þessu greindi stjórn Sorpu í tilkynningu til fjölmiðla nú síðdegis. Þar er uppsögnin m.a. sögð grundvallast á fyrrnefndi skýrslu innri endurskoðunar, sem ráðist var í eftir 1,4 milljarða krónu framúrkeyrslu við áætluðan framkvæmdakostnað vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi. Þar var mikið gert úr hlut framkvæmdastjórans; hann t.a.m. sagður hafa trassað að upplýsa stjórn Sorpu um stöðu framkvæmdanna með eðlilegum hætti. Skýrslan var kynnt í janúar og var Björn sendur í leyfi meðan á úrvinnslu hennar stóð. Björn mótmælti harðlega niðurstöðum skýrslunnar, sem hann sagði „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda,“ eins og Björn orðaði það í yfirlýsingu sinni. Stjórn Sorpu ákvað að sparka Birni. Þessi mynd er tekin á stjórnarfundi í lok janúar. „Á þeim 12 ára tíma sem undirritaður hefur gegn stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. hafa aldrei verið gerðar athugasemdir við störf mín. Á það m.a. við um framsetningu rekstraráætlana á stjórnarfundum, frávikagreiningu vegna þeirra og áætlanagerð vegna framkvæmda á vegum fyrirtækisins,“ sagði Björn ennfremur í yfirlýsingunni. Birni gafst færi á að skila inn formlegum andmælum vegna skýrslunnar sem stjórn Sorpu fékk til úrvinnslu. „Að fengnum andmælum framkvæmdastjórans við efni skýrslunnar var ákveðið að veita honum áminningu í samræmi við ákvæði kjarasamnings og gefa honum kost á frekari skýringum og athugasemdum. Að þeim fengnum og í ljósi annarra aðstæðna var tekin ákvörðun um uppsögn,“ segir í tilkynningunni. Því næst er vikið að ráðningu Helga og stiklað á stóru úr ferli hans, t.a.m. minnst á að hann hafi verið ráðinn tímabundið sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á árunum 2010 til 2011. Það falli í hans skaut að aðstoða við yfirhalningu á rekstri Sorpu á næstu misserum. „Stjórn SORPU bs. mun ásamt Helga Þór og starfsmönnum SORPU bs. vinna að endurskipulagningu rekstrar fyrirtækisins með sjálfbærni, umhverfisvernd og samfélagslega þjónustu að leiðarljósi. Stjórnin mun í þeirri vinnu kappkosta að eiga náið samráð við eigendur SORPU bs. en félagið er rekið sem byggðasamlag sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.“
Reykjavík Sorpa Vistaskipti Tengdar fréttir Hætt verði að rusla út stjórn Sorpu á tveggja ára fresti Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vill að aukin krafa verði gerði um hæfni þeirra sem sitja í stjórn Sorpu. 23. janúar 2020 18:30 Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24 Framkvæmdin var byggð á sandi Bæjarfulltrúar Viðreisnar á höfuðborgarsvæðinu lögðu til á haustmánuðum að skipuð yrði neyðarstjórn sem færi með stjórn Sorpu eftir að í ljós kom að kostnaður við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar var verulega vanáætlaður, mistök sem kosta skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu hátt á annan milljarð. 24. janúar 2020 16:45 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Hætt verði að rusla út stjórn Sorpu á tveggja ára fresti Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vill að aukin krafa verði gerði um hæfni þeirra sem sitja í stjórn Sorpu. 23. janúar 2020 18:30
Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07
Framkvæmdastjóri Sorpu segir skýrsluna „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum“ Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á stjórnarháttum félagsins. 22. janúar 2020 20:24
Framkvæmdin var byggð á sandi Bæjarfulltrúar Viðreisnar á höfuðborgarsvæðinu lögðu til á haustmánuðum að skipuð yrði neyðarstjórn sem færi með stjórn Sorpu eftir að í ljós kom að kostnaður við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar var verulega vanáætlaður, mistök sem kosta skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu hátt á annan milljarð. 24. janúar 2020 16:45