Ákveðið að fresta Milljarði rís Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2020 11:55 Milljarður rís verður haldinn í Hörpu föstudaginn 14. febrúar klukkan 12:15. Vísir/Vilhelm Ekkert verður af því að landsmenn fjölmenni í Hörpu á morgun vegna viðburðarins Milljarður rís. Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, sérfræðingur í samfélagsmiðlum hjá UN Women, staðfestir þetta í samtali við Vísi en ástæðan er afar slæm veðurspá á landinu öllu á morgun. Tímasetning á frestuðum viðburði liggur ekki fyrir. Appelsínugul viðvörun er á landinu öllu sem tekur gildi í nótt og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi fyrir allt landið. Stjórnendur Hörpu ákváðu í því ljósi að blása viðburðinn af sem og aðra á morgun. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, sagði í samtali við Vísi í gær að Milljarður rís væri táknrænn viðburður og snúist um samstöðu með þolendum kynbundins ofbeldis. Svaraði hún þar gagnrýni þess efnis að viðburðurinn byggði á sýndarmennsku og hefði engin raunveruleg áhrif í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Þá sé hann iðulega haldinn með alvarlegum undirtón þó að einnig sé dansað. Jafnframt sé alltaf leitast við að veita þeim raddlausu rödd á viðburðinum og umfjöllunarefni valið sem áberandi hefur verið í umræðu tengdri kynbundnu ofbeldi. „Í fyrra var það menntamálaráðherrann okkar, Lilja Alfreðs, sem hafði lent illa í Klaustursmálinu sem talaði. Árið undan fyrra voru það konur af erlendum uppruna út af #MeToo-byltingunni, sem var hópur sem var ótrúlega raddlaus og komst ekki upp á yfirborðið fyrr en með #MeToo-byltingunni. Í ár erum við að tala um stafrænt ofbeldi og erum með unga konu sem heitir Sólborg sem heldur úti síðunni Fávitar,“ segir Stella. Vont veður í kortinu Það verður áfram frekar kalt í dag, frost á bilinu 1 til 7 stig, auk þess sem það bætir smám saman í vindinn. Í kvöld má þannig búast við 10 til 23 metrum á sekúndu, hvassast syðst á landinu og snjókoma þar. Norðaðustan lands verður hægari vindur en kaldara. „Í nótt hvessir mikið og snemma í fyrramálið má víða búast við austan roki eða ofsaveðri, en jafnvel fárviðri í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða er útlit fyrir slyddu eða snjókomu og verður úrkoman mest á sunnan- og austanverðu landinu. Seinnipartinn á morgun snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu með rigningu á láglendi þar sem hefur hlýnað vel upp fyrir frostmark. Þá verður hins vegar áfram austan rok og ofankoma um landið norðanvert með hita nálægt frostmarki. Annað kvöld batnar veður hins vegar svo um munar á öllu landinu þegar vind lægir og dregur úr úrkomu. Undir miðnætti er útlit fyrir strekkingsvind um mest allt land sem væntanlega á eftir að virðast sem logn eftir það sem á undan er gengið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Ekkert verður af því að landsmenn fjölmenni í Hörpu á morgun vegna viðburðarins Milljarður rís. Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, sérfræðingur í samfélagsmiðlum hjá UN Women, staðfestir þetta í samtali við Vísi en ástæðan er afar slæm veðurspá á landinu öllu á morgun. Tímasetning á frestuðum viðburði liggur ekki fyrir. Appelsínugul viðvörun er á landinu öllu sem tekur gildi í nótt og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi fyrir allt landið. Stjórnendur Hörpu ákváðu í því ljósi að blása viðburðinn af sem og aðra á morgun. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, sagði í samtali við Vísi í gær að Milljarður rís væri táknrænn viðburður og snúist um samstöðu með þolendum kynbundins ofbeldis. Svaraði hún þar gagnrýni þess efnis að viðburðurinn byggði á sýndarmennsku og hefði engin raunveruleg áhrif í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Þá sé hann iðulega haldinn með alvarlegum undirtón þó að einnig sé dansað. Jafnframt sé alltaf leitast við að veita þeim raddlausu rödd á viðburðinum og umfjöllunarefni valið sem áberandi hefur verið í umræðu tengdri kynbundnu ofbeldi. „Í fyrra var það menntamálaráðherrann okkar, Lilja Alfreðs, sem hafði lent illa í Klaustursmálinu sem talaði. Árið undan fyrra voru það konur af erlendum uppruna út af #MeToo-byltingunni, sem var hópur sem var ótrúlega raddlaus og komst ekki upp á yfirborðið fyrr en með #MeToo-byltingunni. Í ár erum við að tala um stafrænt ofbeldi og erum með unga konu sem heitir Sólborg sem heldur úti síðunni Fávitar,“ segir Stella. Vont veður í kortinu Það verður áfram frekar kalt í dag, frost á bilinu 1 til 7 stig, auk þess sem það bætir smám saman í vindinn. Í kvöld má þannig búast við 10 til 23 metrum á sekúndu, hvassast syðst á landinu og snjókoma þar. Norðaðustan lands verður hægari vindur en kaldara. „Í nótt hvessir mikið og snemma í fyrramálið má víða búast við austan roki eða ofsaveðri, en jafnvel fárviðri í vindstrengjum á suðurhelmingi landsins. Víða er útlit fyrir slyddu eða snjókomu og verður úrkoman mest á sunnan- og austanverðu landinu. Seinnipartinn á morgun snýst í sunnan hvassviðri sunnan til landinu með rigningu á láglendi þar sem hefur hlýnað vel upp fyrir frostmark. Þá verður hins vegar áfram austan rok og ofankoma um landið norðanvert með hita nálægt frostmarki. Annað kvöld batnar veður hins vegar svo um munar á öllu landinu þegar vind lægir og dregur úr úrkomu. Undir miðnætti er útlit fyrir strekkingsvind um mest allt land sem væntanlega á eftir að virðast sem logn eftir það sem á undan er gengið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira