„Umhverfisvænt ál“ - úlfur í sauðargæru? Tómas Guðbjartsson skrifar 16. febrúar 2020 10:30 Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs í Hafnarfirði sendir mér tóninn í grein sem kallast Tvískinnungur náttúruverndarsinnans og birtist á visir.is í fyrradag. Tilefnið er ummæli mín um álverið í Straumsvík, fyrirtæki sem ég hef sagt vera í dauðastríði og lækning ekki í sjónmáli. Ég stend við þá skoðun mína en er ósammála því að ég hafi talað af "yfirlæti og í raun niður til þeirra fjölmörgu sem hjá álverinu starfa". Stundum er nauðsynlegt að tala beint út en í viðtölum og greinum hef ég ávallt tekið fram að lokun álversins yrði starfsmönnum þungbær, enda fátt erfiðara en að missa vinnuna. Rekstur Hafnarfjarðarbæjar verður einnig snúnari uns ný atvinnustarfssemi skýtur upp kollinum á rándýrri lóð Straumsvíkur. Mengandi risi í íbúðabyggð Þeirri staðreynd verður ekki haggað að miðaldra álverið er tímaskekkja, enda staðsett nánast í íbúðabyggð. Ekki bætir úr skák að vinnuveitandinn, Rio Tinto, hefur reynst starfsfólki erfiður og ítrekað beitt hótunum í kjarasamningum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur enginn sýnt því áhuga að kaupa álverið af Rio Tinto. Því er ljóst hvert stefnir. Óvissa er það versta fyrir starfsfólk og fjölskyldur þeirra og þess vegna farsælast að fara fyrr en síðar í markvissar aðgerðir í Straumsvík. Þarna leikur Hafnarfjarðarbær mikilvægt hlutverk ásamt ríkisvaldinu og Landsvirkjun. Er til „umhverfisvænt ál“? Það var orðið „umhverfisvænt ál“ sem truflaði mig mest í grein Ágústs. Ef slíkt ál er til þá hlýtur það að vera endurnýtt ál því bræðsla slíks áls krefst aðeins 5% þeirrar orku sem notuð er við bræðslu súráls. Endurvinnsla áls er nefnilega málið – og mun umhverfisvænna ferli en sú álframleiðsla sem stunduð er á Íslandi þar sem flytja þarf hráefnið yfir hálfan hnöttinn. Áldósir eru ágætt dæmi um vægi endurvinnslu en hér á landi eru 95% þeirra endurunnar en í Bandaríkjunum er hlutfallið hins vegar mun lægra. Ef Bandaríkjamenn næðu að endurvinna jafn mikið og við af áldósum væri ársframleiðsla allra íslensku álveranna óþörf. Því miður fellur slík endurvinnsla ekki að hagsmunum fyrirtækja eins og Rio Tinto. Rafmagnað Ísland Ég er heldur ekki að kaupa það að Ísland eigi að verða einhvers konar alþjóðlegur álbræðsluofn, eða að íslensk álframleiðsla leiði sjálfkrafa til minni framleiðslu annarra landa eins og Kína. Í dag framleiðir Ísland í kringum 2% af áli í heiminum og í það fer rúmlega 70% af raforku á Íslandi, orku sem að langmestu leyti kemur frá vatnsaflsvirkjunum. Við höfum því gert okkar í orkukræfri stóriðju og vel það. Engin þjóð í heimi kemst nálægt okkur í rafmagnsframleiðslu á íbúa og næsta þjóð, Norðmenn eru varla hálfdrættingar. Þessi skammsýna stóriðjustefna hefur öll verið á kostnað okkar einstöku náttúru, sem við flest njótum að upplifa. Íslenskt ál bjargar ekki heiminum En er raunhæft að Ísland geti bjargað heiminum með frekari framleiðslu á “umhverfisvænu áli”? Raforkuframleiðsla á Íslandi nam tæpum 20TW stundum á árinu 2018. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaorkuráðinu, sem Ísland er aðili að, mætti nýta um 40TW stundir (TWh/a) af vatnsorku á Íslandi á hagkvæman hátt (e. economically exploitable). Í heiminum öllum er að finna hagkvæma nýtanlega vatnsorku upp á um 9.000 TW stundir (TWh/a). Við Íslendingar gætum því, ef svo ólíklega vildi til að ákveðið yrði að virkja allar okkar jökulár og lindár sem falla undir þessi viðmið, lagt u.þ.b. 0,4 % til heimsframleiðslu á vatnsorku. Tæknilega gætum við svo virkjað 24TW (TWh/a) stundir til viðbótar sem myndi þýða að við virkjuðum allt sem hægt væri að virkja, þar með talið Gullfoss og Dettifoss. Ef við horfum á þessi 0, 4% sem við gætum fræðilega lagt til þá sést að Ísland er örlítil stærð í alþjóðlegu samhengi. Og vel á minnst, við höfum nú þegar nýtt helming af okkar nýtanlegu vatnsorku samkvæmt þessum tölum og fórnað óteljandi náttúruperlum til þess. Viljum við virkilega fórna meiru? Samkvæmt skýrslu Alþjóðaorkumálaráðsins eru tæpar 2000 TW stundir óvirkjaðar í Evrópu, 1000 TW stundir í Norður Ameríku, 1500 TW stundir í Suður Ameríku og 3500 TW stundir í Asíu. Þurfa ekki allir að hjálpast að? Af hverju á litla Ísland, sem þegar er ofvirkjað, að fórna stærri hluta af sinni náttúru fyrir stóriðju? “Umhverfisvænt ál” - ef það er þá til – er nefnilega ekki endilega gott fyrir náttúruna og tvískinnungur í nafngiftinni. Eiginlega úlfur í sauðargæru, og að því er virðist íslenskri sauðagæru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Tengdar fréttir Álinu kálað Ál er mál málanna í fréttum dagsins. Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbúnu útspili Rio Tinto varðandi lokun álversins í Straumsvík. 12. febrúar 2020 16:30 Tvískinnungur náttúruverndarsinnans Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar ritar um stöðu álversins í Straumsvík og umræðu um það. 14. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs í Hafnarfirði sendir mér tóninn í grein sem kallast Tvískinnungur náttúruverndarsinnans og birtist á visir.is í fyrradag. Tilefnið er ummæli mín um álverið í Straumsvík, fyrirtæki sem ég hef sagt vera í dauðastríði og lækning ekki í sjónmáli. Ég stend við þá skoðun mína en er ósammála því að ég hafi talað af "yfirlæti og í raun niður til þeirra fjölmörgu sem hjá álverinu starfa". Stundum er nauðsynlegt að tala beint út en í viðtölum og greinum hef ég ávallt tekið fram að lokun álversins yrði starfsmönnum þungbær, enda fátt erfiðara en að missa vinnuna. Rekstur Hafnarfjarðarbæjar verður einnig snúnari uns ný atvinnustarfssemi skýtur upp kollinum á rándýrri lóð Straumsvíkur. Mengandi risi í íbúðabyggð Þeirri staðreynd verður ekki haggað að miðaldra álverið er tímaskekkja, enda staðsett nánast í íbúðabyggð. Ekki bætir úr skák að vinnuveitandinn, Rio Tinto, hefur reynst starfsfólki erfiður og ítrekað beitt hótunum í kjarasamningum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur enginn sýnt því áhuga að kaupa álverið af Rio Tinto. Því er ljóst hvert stefnir. Óvissa er það versta fyrir starfsfólk og fjölskyldur þeirra og þess vegna farsælast að fara fyrr en síðar í markvissar aðgerðir í Straumsvík. Þarna leikur Hafnarfjarðarbær mikilvægt hlutverk ásamt ríkisvaldinu og Landsvirkjun. Er til „umhverfisvænt ál“? Það var orðið „umhverfisvænt ál“ sem truflaði mig mest í grein Ágústs. Ef slíkt ál er til þá hlýtur það að vera endurnýtt ál því bræðsla slíks áls krefst aðeins 5% þeirrar orku sem notuð er við bræðslu súráls. Endurvinnsla áls er nefnilega málið – og mun umhverfisvænna ferli en sú álframleiðsla sem stunduð er á Íslandi þar sem flytja þarf hráefnið yfir hálfan hnöttinn. Áldósir eru ágætt dæmi um vægi endurvinnslu en hér á landi eru 95% þeirra endurunnar en í Bandaríkjunum er hlutfallið hins vegar mun lægra. Ef Bandaríkjamenn næðu að endurvinna jafn mikið og við af áldósum væri ársframleiðsla allra íslensku álveranna óþörf. Því miður fellur slík endurvinnsla ekki að hagsmunum fyrirtækja eins og Rio Tinto. Rafmagnað Ísland Ég er heldur ekki að kaupa það að Ísland eigi að verða einhvers konar alþjóðlegur álbræðsluofn, eða að íslensk álframleiðsla leiði sjálfkrafa til minni framleiðslu annarra landa eins og Kína. Í dag framleiðir Ísland í kringum 2% af áli í heiminum og í það fer rúmlega 70% af raforku á Íslandi, orku sem að langmestu leyti kemur frá vatnsaflsvirkjunum. Við höfum því gert okkar í orkukræfri stóriðju og vel það. Engin þjóð í heimi kemst nálægt okkur í rafmagnsframleiðslu á íbúa og næsta þjóð, Norðmenn eru varla hálfdrættingar. Þessi skammsýna stóriðjustefna hefur öll verið á kostnað okkar einstöku náttúru, sem við flest njótum að upplifa. Íslenskt ál bjargar ekki heiminum En er raunhæft að Ísland geti bjargað heiminum með frekari framleiðslu á “umhverfisvænu áli”? Raforkuframleiðsla á Íslandi nam tæpum 20TW stundum á árinu 2018. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaorkuráðinu, sem Ísland er aðili að, mætti nýta um 40TW stundir (TWh/a) af vatnsorku á Íslandi á hagkvæman hátt (e. economically exploitable). Í heiminum öllum er að finna hagkvæma nýtanlega vatnsorku upp á um 9.000 TW stundir (TWh/a). Við Íslendingar gætum því, ef svo ólíklega vildi til að ákveðið yrði að virkja allar okkar jökulár og lindár sem falla undir þessi viðmið, lagt u.þ.b. 0,4 % til heimsframleiðslu á vatnsorku. Tæknilega gætum við svo virkjað 24TW (TWh/a) stundir til viðbótar sem myndi þýða að við virkjuðum allt sem hægt væri að virkja, þar með talið Gullfoss og Dettifoss. Ef við horfum á þessi 0, 4% sem við gætum fræðilega lagt til þá sést að Ísland er örlítil stærð í alþjóðlegu samhengi. Og vel á minnst, við höfum nú þegar nýtt helming af okkar nýtanlegu vatnsorku samkvæmt þessum tölum og fórnað óteljandi náttúruperlum til þess. Viljum við virkilega fórna meiru? Samkvæmt skýrslu Alþjóðaorkumálaráðsins eru tæpar 2000 TW stundir óvirkjaðar í Evrópu, 1000 TW stundir í Norður Ameríku, 1500 TW stundir í Suður Ameríku og 3500 TW stundir í Asíu. Þurfa ekki allir að hjálpast að? Af hverju á litla Ísland, sem þegar er ofvirkjað, að fórna stærri hluta af sinni náttúru fyrir stóriðju? “Umhverfisvænt ál” - ef það er þá til – er nefnilega ekki endilega gott fyrir náttúruna og tvískinnungur í nafngiftinni. Eiginlega úlfur í sauðargæru, og að því er virðist íslenskri sauðagæru.
Álinu kálað Ál er mál málanna í fréttum dagsins. Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbúnu útspili Rio Tinto varðandi lokun álversins í Straumsvík. 12. febrúar 2020 16:30
Tvískinnungur náttúruverndarsinnans Formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar ritar um stöðu álversins í Straumsvík og umræðu um það. 14. febrúar 2020 08:00
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun