Öllum leikjum dagsins lauk með fimm marka sigrum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2020 17:30 Felix Örn skoraði tvívegis fyrir ÍBV í dag. Vísir/Bára Þrír leikir fóru fram í Lenbjubikar karla í dag, lauk þeim öllum með 5-0 sigrum. Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag þá unnu Valsmenn öruggan 5-0 sigur á Vestra. Víkingur Reykjavík og ÍBV gerðu svo slíkt hið sama. Magni og Víkingur mættust í Boganum á Akureyri í riðli 2 A-deildar Lengjubikarsins. Lærisveinar Arnar Gunnlaugssonar unnu þar öruggan 5-0 sigur eftir að hafa verið 2-0 yfir í hálfleik. Síðustu tvö mörk leiksins komu á síðustu tíu mínútunum. Markaskorara vantar því miður. Víkingar tylla sér þar með á topp riðilsins sem inniheldur einnig Fram, KA, Fylki og Keflavík. Magni sitja svo á botninum eftir útreið dagsins. Víkingar leika í Pepsi Max deildinni á komandi leiktíð á meðan Magni leikur í næst efstu deild. Á Eimskipsvellinum í Laugardal, heimavelli Þróttar, mættust ÍBV og Víkingur Ólafsvík en þau leika bæði í næst efstu deild næsta sumar. Fór það svo að ÍBV vann öruggan 5-0 sigur eftir að hafa verið 3-0 yfir í hálfleik. Víðir Þorvaðarson skoraði á 18. mínútu leiksins og áður en flautað hafði verið til hálfleiks höfðu þeir Eyþór Orri Ómarsson og Felix Örn Friðriksson bætt við mörkum fyrir þá hvítklæddu. Í síðari hálfleik bætti Felix Örn við öðru marki sínu og fjórða marki ÍBV áður en Róbert Aron Eysteinsson gulltryggði sigurinn. ÍBV og Valur deila toppsætinu í riðli 4 A-deildar á meðan Víkingur Ó. er á botninum ásamt Vestra en Stjarnan og Fjölnir eru einnig í riðlinum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lengjubikarinn: Valur með stórsigur | Keflavík marði Fram Lengjubikarinn fór af stað í dag. Þrír leikir fóru fram nú seinni partinn en Valur vann Þór/KA 4-0 á Akureyri. Karlamegin vann Keflavík 2-1 sigur á Fram á meðan KA og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli. 15. febrúar 2020 19:45 Almarr skoraði með alvöru þrumufleyg Almarr Ormarsson skoraði sannkallað draumamark fyrir KA þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Fylki í Lengjubikarnum í fótbolta í gær. 16. febrúar 2020 14:13 Valsmenn völtuðu yfir Vestra Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Pedersen skoruðu tvö mörk hvor þegar Valur vann 5-0 sigur á Vestra í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarnum í fótbolta á Hlíðarenda í dag. 16. febrúar 2020 13:05 Blikar slátruðu Selfossi | Grindavík vann HK Agla María Albertsdóttir skoraði fernu og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þrennu þegar Breiðablik vann 8-1 sigur á Selfossi í Lengjubikarnum í dag. Hjá körlunum vann 1. deildarlið Grindavíkur sigur á HK, 2-1. 15. febrúar 2020 13:48 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Lenbjubikar karla í dag, lauk þeim öllum með 5-0 sigrum. Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag þá unnu Valsmenn öruggan 5-0 sigur á Vestra. Víkingur Reykjavík og ÍBV gerðu svo slíkt hið sama. Magni og Víkingur mættust í Boganum á Akureyri í riðli 2 A-deildar Lengjubikarsins. Lærisveinar Arnar Gunnlaugssonar unnu þar öruggan 5-0 sigur eftir að hafa verið 2-0 yfir í hálfleik. Síðustu tvö mörk leiksins komu á síðustu tíu mínútunum. Markaskorara vantar því miður. Víkingar tylla sér þar með á topp riðilsins sem inniheldur einnig Fram, KA, Fylki og Keflavík. Magni sitja svo á botninum eftir útreið dagsins. Víkingar leika í Pepsi Max deildinni á komandi leiktíð á meðan Magni leikur í næst efstu deild. Á Eimskipsvellinum í Laugardal, heimavelli Þróttar, mættust ÍBV og Víkingur Ólafsvík en þau leika bæði í næst efstu deild næsta sumar. Fór það svo að ÍBV vann öruggan 5-0 sigur eftir að hafa verið 3-0 yfir í hálfleik. Víðir Þorvaðarson skoraði á 18. mínútu leiksins og áður en flautað hafði verið til hálfleiks höfðu þeir Eyþór Orri Ómarsson og Felix Örn Friðriksson bætt við mörkum fyrir þá hvítklæddu. Í síðari hálfleik bætti Felix Örn við öðru marki sínu og fjórða marki ÍBV áður en Róbert Aron Eysteinsson gulltryggði sigurinn. ÍBV og Valur deila toppsætinu í riðli 4 A-deildar á meðan Víkingur Ó. er á botninum ásamt Vestra en Stjarnan og Fjölnir eru einnig í riðlinum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lengjubikarinn: Valur með stórsigur | Keflavík marði Fram Lengjubikarinn fór af stað í dag. Þrír leikir fóru fram nú seinni partinn en Valur vann Þór/KA 4-0 á Akureyri. Karlamegin vann Keflavík 2-1 sigur á Fram á meðan KA og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli. 15. febrúar 2020 19:45 Almarr skoraði með alvöru þrumufleyg Almarr Ormarsson skoraði sannkallað draumamark fyrir KA þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Fylki í Lengjubikarnum í fótbolta í gær. 16. febrúar 2020 14:13 Valsmenn völtuðu yfir Vestra Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Pedersen skoruðu tvö mörk hvor þegar Valur vann 5-0 sigur á Vestra í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarnum í fótbolta á Hlíðarenda í dag. 16. febrúar 2020 13:05 Blikar slátruðu Selfossi | Grindavík vann HK Agla María Albertsdóttir skoraði fernu og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þrennu þegar Breiðablik vann 8-1 sigur á Selfossi í Lengjubikarnum í dag. Hjá körlunum vann 1. deildarlið Grindavíkur sigur á HK, 2-1. 15. febrúar 2020 13:48 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira
Lengjubikarinn: Valur með stórsigur | Keflavík marði Fram Lengjubikarinn fór af stað í dag. Þrír leikir fóru fram nú seinni partinn en Valur vann Þór/KA 4-0 á Akureyri. Karlamegin vann Keflavík 2-1 sigur á Fram á meðan KA og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli. 15. febrúar 2020 19:45
Almarr skoraði með alvöru þrumufleyg Almarr Ormarsson skoraði sannkallað draumamark fyrir KA þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Fylki í Lengjubikarnum í fótbolta í gær. 16. febrúar 2020 14:13
Valsmenn völtuðu yfir Vestra Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Pedersen skoruðu tvö mörk hvor þegar Valur vann 5-0 sigur á Vestra í fyrsta leik liðanna í Lengjubikarnum í fótbolta á Hlíðarenda í dag. 16. febrúar 2020 13:05
Blikar slátruðu Selfossi | Grindavík vann HK Agla María Albertsdóttir skoraði fernu og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þrennu þegar Breiðablik vann 8-1 sigur á Selfossi í Lengjubikarnum í dag. Hjá körlunum vann 1. deildarlið Grindavíkur sigur á HK, 2-1. 15. febrúar 2020 13:48