Segir Maní ekki eiga eftir að lifa af fari hann til Íran Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2020 18:19 Maní og foreldrar hans við dómsmálaráðuneytið í dag. Vísir/Sigurjón Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi. Írönsk fjölskylda fær ekki hæli á Íslandi og verður send úr landi á morgun. Mótmælendur sendu dómsmálaráðherra skýr skilaboð fyrir utan ráðuneytið í dag. Framkvæmdastjóri samtakanna 78 segir lífi hins sautján ára gamla transpilts Maní Shahidi, stofnað í hættu verði honum vísað úr landi. „Við erum með skýrslur sem segja að hans andlega heilsa muni hljóta gífurlega hnekki að rífa hann upp hér með rótum. Hér hefur hann fundið öryggi, hér er hann trans og hér er hann góður. Það hefur gríðarleg áhrif á hans andlega heilsu að rífa hann upp segja skýrslur sem við erum með,“ segir Daníel Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Fjölskyldan flúði ofsóknir sem fjölskyldufaðirinn varð fyrir vegna þess að hann kenndi japanska hugleiðslu. Fyrsti viðkomustaður var Portúgal. Þar fundu þau ekki öryggi og komu til Íslands fyrir tæpu ári. Þau óttast öryggi sitt verði þau send aftur til Portúgal. „Íslensk yfirvöld ætla í rauninni að rífa hann upp með rótum og henda honum aftur til Portúgal þar sem fjölskyldan er ekki með neina stöðu. Fyrir utan það að írönsk stjórnvöld bíða eftir þeim í Portúgal. Þetta er fáránlegt mál, þetta er gallað mál í grunninn. Það er greinilegt að ekki hefur verið unnið nægjanlega í málinu og þetta er réttlætismál, hann á að vera hér,“ segir Daníel. Maní sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að á Íslandi hefði hann fundið öryggi til að segja foreldrum sínum að hann væri í raun strákur. „Maní er ekki að fara að fá þá þjónustu sem hann þarf, hvort sem hann fer til Portúgal, og alls ekki ef hann fer til Íran. Það lifir hann ekki af.“ Hælisleitendur Tengdar fréttir Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00 Kennarar skora á stjórnvöld að vísa írönskum transpilti ekki úr landi Fimm kennarar sem láta sig málefni hinsegin barna varða sendu dómsmálaráðherra opið bréf vegna fyrirhugaðarar brottvísunar íransks transpilts. 16. febrúar 2020 10:18 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Mótmælendur komu saman við dómsmálaráðuneytið í dag til að krefjast þess að transpiltur og foreldrar hans fái að vera hér á landi. Formaður samtakanna 78 segir lífi piltsins stofnað í hættu verði hann sendur úr landi. Írönsk fjölskylda fær ekki hæli á Íslandi og verður send úr landi á morgun. Mótmælendur sendu dómsmálaráðherra skýr skilaboð fyrir utan ráðuneytið í dag. Framkvæmdastjóri samtakanna 78 segir lífi hins sautján ára gamla transpilts Maní Shahidi, stofnað í hættu verði honum vísað úr landi. „Við erum með skýrslur sem segja að hans andlega heilsa muni hljóta gífurlega hnekki að rífa hann upp hér með rótum. Hér hefur hann fundið öryggi, hér er hann trans og hér er hann góður. Það hefur gríðarleg áhrif á hans andlega heilsu að rífa hann upp segja skýrslur sem við erum með,“ segir Daníel Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Fjölskyldan flúði ofsóknir sem fjölskyldufaðirinn varð fyrir vegna þess að hann kenndi japanska hugleiðslu. Fyrsti viðkomustaður var Portúgal. Þar fundu þau ekki öryggi og komu til Íslands fyrir tæpu ári. Þau óttast öryggi sitt verði þau send aftur til Portúgal. „Íslensk yfirvöld ætla í rauninni að rífa hann upp með rótum og henda honum aftur til Portúgal þar sem fjölskyldan er ekki með neina stöðu. Fyrir utan það að írönsk stjórnvöld bíða eftir þeim í Portúgal. Þetta er fáránlegt mál, þetta er gallað mál í grunninn. Það er greinilegt að ekki hefur verið unnið nægjanlega í málinu og þetta er réttlætismál, hann á að vera hér,“ segir Daníel. Maní sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að á Íslandi hefði hann fundið öryggi til að segja foreldrum sínum að hann væri í raun strákur. „Maní er ekki að fara að fá þá þjónustu sem hann þarf, hvort sem hann fer til Portúgal, og alls ekki ef hann fer til Íran. Það lifir hann ekki af.“
Hælisleitendur Tengdar fréttir Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00 Kennarar skora á stjórnvöld að vísa írönskum transpilti ekki úr landi Fimm kennarar sem láta sig málefni hinsegin barna varða sendu dómsmálaráðherra opið bréf vegna fyrirhugaðarar brottvísunar íransks transpilts. 16. febrúar 2020 10:18 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00
Kennarar skora á stjórnvöld að vísa írönskum transpilti ekki úr landi Fimm kennarar sem láta sig málefni hinsegin barna varða sendu dómsmálaráðherra opið bréf vegna fyrirhugaðarar brottvísunar íransks transpilts. 16. febrúar 2020 10:18