Leita enn að því sem féll í sjóinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2020 11:07 Frá eldflaugaskotinu á Langanesi Mynd/Skyrora Enn er verið að að athuga hvort hægt sé að endurheimta þá hluta Skylark Micro eldflaugarinnar sem féllu í sjóinn eftir vel heppnað eldflaugaskot á Langanesi um helgina. Eins og fram hefur komið skaut skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora upp lítilli tilraunaeldflaug frá Langanesi á sunnudaginn. Skotið var vel heppnað og náði eldflaugin hátt í 30 kílómetra hæð, áður en að hún féll í sjóinn fyrir utan Langanes, líkt og áætlað var. Björgunarsveitin Hafliði á Þórshófn var fengin til þess að endurheimta eldflaugahlutana, án árangurs hingað til. „Það er enn verið að athuga hvort hægt sé að ná til baka hluta eldflaugarinnar sem því miður tókst ekki að koma með til lands, þrátt fyrir einstaklega gott starf af hálfu björgunarsveitarinnar,“ segir Atli Þór Fanndal hjá Space Iceland í samtali við Vísi en Space Iceland hefur verið Skyrora innan handar hér á landi vegna eldflaugaskotsins. Á vef Skyrora segir að skotið hafi tekist vel og að næstu daga verði áfram reynt að finna þá hluta sem saknað er. Þá hafi eldflaugaskotið veitt fyrirtækinu dýrmæta reynslu. Atli Þór segir að samhliða því að leita að hlutunum verði næstu dagar nýttir til að rýna eldflaugaskotið, aðdraganda þess og eftirmála. „Í dag og næstu daga förum við yfir ferlið með íslenskum yfirvöldum. Skyrora er að fara yfir ferlið hjá sér með það í huga að vita hvort hægt sé að bæta þetta.“ Geimurinn Vísindi Langanesbyggð Tengdar fréttir Eldflaug skotið upp á Langanesi í morgun Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun. 16. ágúst 2020 11:35 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Enn er verið að að athuga hvort hægt sé að endurheimta þá hluta Skylark Micro eldflaugarinnar sem féllu í sjóinn eftir vel heppnað eldflaugaskot á Langanesi um helgina. Eins og fram hefur komið skaut skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora upp lítilli tilraunaeldflaug frá Langanesi á sunnudaginn. Skotið var vel heppnað og náði eldflaugin hátt í 30 kílómetra hæð, áður en að hún féll í sjóinn fyrir utan Langanes, líkt og áætlað var. Björgunarsveitin Hafliði á Þórshófn var fengin til þess að endurheimta eldflaugahlutana, án árangurs hingað til. „Það er enn verið að athuga hvort hægt sé að ná til baka hluta eldflaugarinnar sem því miður tókst ekki að koma með til lands, þrátt fyrir einstaklega gott starf af hálfu björgunarsveitarinnar,“ segir Atli Þór Fanndal hjá Space Iceland í samtali við Vísi en Space Iceland hefur verið Skyrora innan handar hér á landi vegna eldflaugaskotsins. Á vef Skyrora segir að skotið hafi tekist vel og að næstu daga verði áfram reynt að finna þá hluta sem saknað er. Þá hafi eldflaugaskotið veitt fyrirtækinu dýrmæta reynslu. Atli Þór segir að samhliða því að leita að hlutunum verði næstu dagar nýttir til að rýna eldflaugaskotið, aðdraganda þess og eftirmála. „Í dag og næstu daga förum við yfir ferlið með íslenskum yfirvöldum. Skyrora er að fara yfir ferlið hjá sér með það í huga að vita hvort hægt sé að bæta þetta.“
Geimurinn Vísindi Langanesbyggð Tengdar fréttir Eldflaug skotið upp á Langanesi í morgun Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun. 16. ágúst 2020 11:35 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Eldflaug skotið upp á Langanesi í morgun Eldflaug var skotið upp af Langanesi um klukkan tíu í morgun. 16. ágúst 2020 11:35
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent