„Skammarlistinn“ á Grand hótel brot á persónuverndarlögum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 15:38 Umræddur veikindalisti sést hér hanga á töflu á Grand hótel. Mynd/Efling Listi yfir veikindafjarvistir starfsmanna Íslandshótela, sem hékk uppi í almennu rými á einu hóteli fyrirtækisins, var á svig við Persónuverndarlög. Þetta kemur fram í nýbirtum úrskurði Persónuverndar. Fyrirtækinu var gert að setja verklagsreglur um meðferð persónuupplýsinga um starfsmenn fyrirtækisins. Stéttarfélagið Efling kvartaði til Persónuverndar vegna málsins fyrir hönd félagsmanna sinna, starfsmanna á hóteli Íslandshótela, í febrúar í fyrra. Fjallað var um málið í fjölmiðlum á sínum tíma en þar kom fram að umræddur listi yfir fjölda veikindadaga starfsmanna í eldhúsi árið 2018 hefði verið hengdur upp á Grand hótel í Reykjavík. Efling kallaði listann „skammarlista“ í yfirlýsingum sínum um málið. Sjá einnig: Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Starfsmennirnir sem kvörtuðu byggðu á því að rekstrarstjóri hefði hengt listann upp í rými sem hefði verið aðgengilegt öllum starfsmönnum hótelsins. Þessi aðgerð rekstrarstjórans hefði falið í sér vinnslu umræddra persónuupplýsinga, sem teldust viðkvæmar, án samþykkis þeirra einstaklinga sem upplýsingarnar vörðuðu. Starfsmenn sem kvörtuðu voru þeirra á meðal. Grand hótel.Vísir/Egill Íslandshótel báru því fyrir sig að nauðsynlegt væri að halda skrá yfir veikinda- og orlofsdaga starfsmanna, m.a. til að tryggja rétta framkvæmd ráðningar- og kjarasamninga. Fyrirtækið hélt því einnig fram að listinn hefði verið tekinn ófrjálsri hendi af skrifstofu yfirmanns og hengdur upp án vitundar hans eða fyrirtækisins. Þar með hefði orðið öryggisbrestur og Persónuvernd verið tilkynnt um hann þann 27. febrúar 2019. Starfsmennirnir sem kvörtuðu höfnuðu þessum fullyrðingum Íslandshótela. Í úrskurði Persónuverndar segir að samkvæmt gögnum málsins sé ljóst að upplýsingar um fjarveru starfsmanna í eldhúsi hafi ekki einungis verið að finna í sérstöku tölvukerfi, heldur einnig á útprentuðum lista. Enn fremur virðist ljóst að listinn hafi upphaflega verið varðveittur á skrifstofu yfirmanns í eldhúsi. Það sé því mat Persónuverndar að Íslandshótel hafi ekki tryggt nægilega vel að upplýsingar um fjarvistir starfsmanna vegna veikinda kæmu ekki fyrir augu óviðkomandi aðila. Vinnsla Íslandshótela á persónuupplýsingunum hafi ekki samrýmst lögum um persónuvernd. Því hefur Íslandshótelum verið gert að setja verklagsreglur um meðferð persónuupplýsinga um starfsmenn fyrirtækisins. Fyrirtækið skuli jafnframt tryggja að reglurnar séu aðgengilegar öllum starfsmönnum og þær kynntar sérstaklega fyrir öllum stjórnendum innan fyrirtækisins. Kjaramál Persónuvernd Reykjavík Tengdar fréttir Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Listi yfir veikindafjarvistir starfsmanna Íslandshótela, sem hékk uppi í almennu rými á einu hóteli fyrirtækisins, var á svig við Persónuverndarlög. Þetta kemur fram í nýbirtum úrskurði Persónuverndar. Fyrirtækinu var gert að setja verklagsreglur um meðferð persónuupplýsinga um starfsmenn fyrirtækisins. Stéttarfélagið Efling kvartaði til Persónuverndar vegna málsins fyrir hönd félagsmanna sinna, starfsmanna á hóteli Íslandshótela, í febrúar í fyrra. Fjallað var um málið í fjölmiðlum á sínum tíma en þar kom fram að umræddur listi yfir fjölda veikindadaga starfsmanna í eldhúsi árið 2018 hefði verið hengdur upp á Grand hótel í Reykjavík. Efling kallaði listann „skammarlista“ í yfirlýsingum sínum um málið. Sjá einnig: Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Starfsmennirnir sem kvörtuðu byggðu á því að rekstrarstjóri hefði hengt listann upp í rými sem hefði verið aðgengilegt öllum starfsmönnum hótelsins. Þessi aðgerð rekstrarstjórans hefði falið í sér vinnslu umræddra persónuupplýsinga, sem teldust viðkvæmar, án samþykkis þeirra einstaklinga sem upplýsingarnar vörðuðu. Starfsmenn sem kvörtuðu voru þeirra á meðal. Grand hótel.Vísir/Egill Íslandshótel báru því fyrir sig að nauðsynlegt væri að halda skrá yfir veikinda- og orlofsdaga starfsmanna, m.a. til að tryggja rétta framkvæmd ráðningar- og kjarasamninga. Fyrirtækið hélt því einnig fram að listinn hefði verið tekinn ófrjálsri hendi af skrifstofu yfirmanns og hengdur upp án vitundar hans eða fyrirtækisins. Þar með hefði orðið öryggisbrestur og Persónuvernd verið tilkynnt um hann þann 27. febrúar 2019. Starfsmennirnir sem kvörtuðu höfnuðu þessum fullyrðingum Íslandshótela. Í úrskurði Persónuverndar segir að samkvæmt gögnum málsins sé ljóst að upplýsingar um fjarveru starfsmanna í eldhúsi hafi ekki einungis verið að finna í sérstöku tölvukerfi, heldur einnig á útprentuðum lista. Enn fremur virðist ljóst að listinn hafi upphaflega verið varðveittur á skrifstofu yfirmanns í eldhúsi. Það sé því mat Persónuverndar að Íslandshótel hafi ekki tryggt nægilega vel að upplýsingar um fjarvistir starfsmanna vegna veikinda kæmu ekki fyrir augu óviðkomandi aðila. Vinnsla Íslandshótela á persónuupplýsingunum hafi ekki samrýmst lögum um persónuvernd. Því hefur Íslandshótelum verið gert að setja verklagsreglur um meðferð persónuupplýsinga um starfsmenn fyrirtækisins. Fyrirtækið skuli jafnframt tryggja að reglurnar séu aðgengilegar öllum starfsmönnum og þær kynntar sérstaklega fyrir öllum stjórnendum innan fyrirtækisins.
Kjaramál Persónuvernd Reykjavík Tengdar fréttir Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. 26. febrúar 2019 18:47