Nýr Kia Sorento frumsýndur í Genf Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. febrúar 2020 07:00 Nýr Kia Sorento Vísir/Askja Ný kynslóð Kia Sorento verður frumsýnd á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf í byrjun mars. Kia Sorento er flaggskip sportjeppa suður-kóreska bílaframleiðandans og hefur verið mjög vinsæll hér á landi sem og víða erlendis undanfarin ár. Þetta er fjórða kynslóð þessa stóra sportjeppa. Nýr Sorento er mjög mikið breyttur í hönnun miðað við forverann eins og sjá má á fyrstu myndum af nýja jeppanum sem Kia sendi frá sér í dag. Sorento kemur nú með nýjum undirvagni úr smiðju Kia sem mun bæta enn frekar aksturseiginleika bílsins. Afturendi Kia SorentoVísir/KIA Kia Sorento kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2002 og hefur selst í meira en þremur milljón eintaka á heimsvísu. Þá verður nýja kynslóð sportjeppans í boði með Hybrid tækni sem hefur þegar verið kynnt í þremur af bílgerðum Kia; XCeed, Niro og Optima. Sorento verður einnig búinn nýjasta tæknibúnaði m.a. með háþróuðum aksturs- og öryggiskerfum sem og fyrir afþreyingu. Sorento er stærsti bíll Kia og býður upp á mjög mikið pláss fyrir farþega og farangur. Sorento er góður fyrir íslenskar aðstæður enda búinn fjórhjóladrifi. Bílar Tengdar fréttir Kia með mestu markaðshlutdeild sína frá upphafi Askja var söluhæsta bílaumboðið í desember sl. og Mercedes-Benz EQC var söluhæsti rafbíllinn á markaðnum hér á landi í desember. 28. janúar 2020 07:00 Rafbílasýning hjá Öskju Bílaumboðið Askja heldur Rafbíladag Kia í Kia húsinu að Krókhálsi 13, á morgun, laugardag klukkan 12-16. Þar verður lína vistvænna Kia bíla sýnd. 17. janúar 2020 07:00 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent
Ný kynslóð Kia Sorento verður frumsýnd á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf í byrjun mars. Kia Sorento er flaggskip sportjeppa suður-kóreska bílaframleiðandans og hefur verið mjög vinsæll hér á landi sem og víða erlendis undanfarin ár. Þetta er fjórða kynslóð þessa stóra sportjeppa. Nýr Sorento er mjög mikið breyttur í hönnun miðað við forverann eins og sjá má á fyrstu myndum af nýja jeppanum sem Kia sendi frá sér í dag. Sorento kemur nú með nýjum undirvagni úr smiðju Kia sem mun bæta enn frekar aksturseiginleika bílsins. Afturendi Kia SorentoVísir/KIA Kia Sorento kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2002 og hefur selst í meira en þremur milljón eintaka á heimsvísu. Þá verður nýja kynslóð sportjeppans í boði með Hybrid tækni sem hefur þegar verið kynnt í þremur af bílgerðum Kia; XCeed, Niro og Optima. Sorento verður einnig búinn nýjasta tæknibúnaði m.a. með háþróuðum aksturs- og öryggiskerfum sem og fyrir afþreyingu. Sorento er stærsti bíll Kia og býður upp á mjög mikið pláss fyrir farþega og farangur. Sorento er góður fyrir íslenskar aðstæður enda búinn fjórhjóladrifi.
Bílar Tengdar fréttir Kia með mestu markaðshlutdeild sína frá upphafi Askja var söluhæsta bílaumboðið í desember sl. og Mercedes-Benz EQC var söluhæsti rafbíllinn á markaðnum hér á landi í desember. 28. janúar 2020 07:00 Rafbílasýning hjá Öskju Bílaumboðið Askja heldur Rafbíladag Kia í Kia húsinu að Krókhálsi 13, á morgun, laugardag klukkan 12-16. Þar verður lína vistvænna Kia bíla sýnd. 17. janúar 2020 07:00 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent
Kia með mestu markaðshlutdeild sína frá upphafi Askja var söluhæsta bílaumboðið í desember sl. og Mercedes-Benz EQC var söluhæsti rafbíllinn á markaðnum hér á landi í desember. 28. janúar 2020 07:00
Rafbílasýning hjá Öskju Bílaumboðið Askja heldur Rafbíladag Kia í Kia húsinu að Krókhálsi 13, á morgun, laugardag klukkan 12-16. Þar verður lína vistvænna Kia bíla sýnd. 17. janúar 2020 07:00