Óþjálfað verkafólk fær ekki landvistarleyfi á Bretlandi eftir Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2020 20:16 Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, ræddi um breytingar á innflytjendalöggjöf í fjölmiðlum í dag. Vísir/EPA Bresk stjórnvöld ætla ekki að veita erlendu óþjálfuðu verkafólki landvistarleyfi þegar skilnaðinum við Evrópusambandið verður lokið að fullu. Innanríkisráðherrann hvetur atvinnuveitendur til þess að hætta að reiða sig á ódýrt evrópskt vinnuafl og að fjárfesta í að halda í starfsfólk og sjálfvirknitækni. Frjáls för fólks á milli Bretlands og Evrópusambandsins verður úr sögunni eftir 31. desember. Priti Patel, innanríkisráðherra, segir að eftir það vilji ríkisstjórnin laða að fólk með „réttu hæfileikana“ og að fækka fólki með litla færni sem kemur til Bretlands. Stakk Patel upp á því að bresk fyrirtæki ættu frekar að róa á mið um átta milljóna landsmanna sem séu utan vinnumarkaðsins. Skoski þjóðarflokkurinn skaut þá uppástungu niður. Stór hluti þeirra sem ekki væru virkir á vinnumarkaði glímdu við heilsubrest eða meiðsli. Stjórn Íhaldsflokksins vill taka upp svokallað punktakerfi í útlendingamálum þar sem þeir sem sækjast eftir landvistarleyfi þyrftu að vinna sér inn tiltekinn fjölda punkta með því að standast ýmis skilyrði. Ýmis hagsmunasamtök hafa gagnrýnt áform stjórnvalda, þar á meðal í landbúnaði, veitingaþjónustu og hjúkrun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þau óttast að erfitt verði að manna stöður í nýja kerfinu. Verkamannaflokkurinn gagnrýnir hugmyndir ríkisstjórnarinnar og segir þær benda til þess að hún hafi ekki hugsað áhrif á efnahag Bretlands til enda. Talskona Frjálslyndra demókrata fullyrti að tillögurnar byggðust á „útlendingafælni“. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, segir að áhrifin fyrir efnahag Skotlands yrðu „hræðileg“. Bretland Brexit Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Bresk stjórnvöld ætla ekki að veita erlendu óþjálfuðu verkafólki landvistarleyfi þegar skilnaðinum við Evrópusambandið verður lokið að fullu. Innanríkisráðherrann hvetur atvinnuveitendur til þess að hætta að reiða sig á ódýrt evrópskt vinnuafl og að fjárfesta í að halda í starfsfólk og sjálfvirknitækni. Frjáls för fólks á milli Bretlands og Evrópusambandsins verður úr sögunni eftir 31. desember. Priti Patel, innanríkisráðherra, segir að eftir það vilji ríkisstjórnin laða að fólk með „réttu hæfileikana“ og að fækka fólki með litla færni sem kemur til Bretlands. Stakk Patel upp á því að bresk fyrirtæki ættu frekar að róa á mið um átta milljóna landsmanna sem séu utan vinnumarkaðsins. Skoski þjóðarflokkurinn skaut þá uppástungu niður. Stór hluti þeirra sem ekki væru virkir á vinnumarkaði glímdu við heilsubrest eða meiðsli. Stjórn Íhaldsflokksins vill taka upp svokallað punktakerfi í útlendingamálum þar sem þeir sem sækjast eftir landvistarleyfi þyrftu að vinna sér inn tiltekinn fjölda punkta með því að standast ýmis skilyrði. Ýmis hagsmunasamtök hafa gagnrýnt áform stjórnvalda, þar á meðal í landbúnaði, veitingaþjónustu og hjúkrun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þau óttast að erfitt verði að manna stöður í nýja kerfinu. Verkamannaflokkurinn gagnrýnir hugmyndir ríkisstjórnarinnar og segir þær benda til þess að hún hafi ekki hugsað áhrif á efnahag Bretlands til enda. Talskona Frjálslyndra demókrata fullyrti að tillögurnar byggðust á „útlendingafælni“. Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, segir að áhrifin fyrir efnahag Skotlands yrðu „hræðileg“.
Bretland Brexit Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira